Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 17:57 Eldarnir geisa enn í Amasón regnskóginum. getty/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónn skóginum frá því að mælingar hófust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitir voru sendar á náttúruverndarsvæði, landsvæði frumbyggja Brasilíu og annarra svæða þar sem eldarnir brenna glatt. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum og óánægju vegna eldanna en Bolsonaro hefur verið talinn ekki gera nóg til að vinna bug á eldunum og hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk að ryðja burt skóglendi. Auk þess hafa nokkur ríki hótað refsiaðgerðum ef ekkert verði gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja landanna hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu.Á föstudag sagði Bolsonaro í sjónvarpsávarpi að skógareldur „gerðust út um allan heim“ og „ekki væri hægt að nota þessa [skógarelda] til að beita alþjóðlegum refsiaðgerðum.“ Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Aðalsteinn Sigurgeirs, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV á fimmtudag að skógareldar væru ekki eðlilegur hluti af Amason regnskóginum. Gífurlegt uppstreymi raka sé í regnskóginum og ættu eldar því ekki að kvikna sjálfkrafa. Bolsonaro hefur gert lítið úr baráttu umhverfisverndarsinna og lýst yfir stuðningi við skógruðning í Amason til landnýtingar. Umhverfisverndarsinnar og sérfræðingar í náttúruvísindum segja að stjórn Bolsonaro hvetji til eyðingu skógarins. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina á fundi G7 ríkjanna og munu eldarnir í Amasón vera í brennipunkti á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í regnskóginum verði settir á oddinn. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónn skóginum frá því að mælingar hófust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitir voru sendar á náttúruverndarsvæði, landsvæði frumbyggja Brasilíu og annarra svæða þar sem eldarnir brenna glatt. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum og óánægju vegna eldanna en Bolsonaro hefur verið talinn ekki gera nóg til að vinna bug á eldunum og hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk að ryðja burt skóglendi. Auk þess hafa nokkur ríki hótað refsiaðgerðum ef ekkert verði gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja landanna hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu.Á föstudag sagði Bolsonaro í sjónvarpsávarpi að skógareldur „gerðust út um allan heim“ og „ekki væri hægt að nota þessa [skógarelda] til að beita alþjóðlegum refsiaðgerðum.“ Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Aðalsteinn Sigurgeirs, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV á fimmtudag að skógareldar væru ekki eðlilegur hluti af Amason regnskóginum. Gífurlegt uppstreymi raka sé í regnskóginum og ættu eldar því ekki að kvikna sjálfkrafa. Bolsonaro hefur gert lítið úr baráttu umhverfisverndarsinna og lýst yfir stuðningi við skógruðning í Amason til landnýtingar. Umhverfisverndarsinnar og sérfræðingar í náttúruvísindum segja að stjórn Bolsonaro hvetji til eyðingu skógarins. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina á fundi G7 ríkjanna og munu eldarnir í Amasón vera í brennipunkti á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í regnskóginum verði settir á oddinn.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45
Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14