Of ung til að spila með félagsliði sínu en má spila með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 13:30 Velska landsliðið. Mynd/Heimasíða velska sambandsins Carrie Jones er ekki orðin sextán ára gömul og má því ekki enn spila með meistaraflokksliði Cardiff City. Hún hefur hins vegar valin í landsliðshóp Wales fyrir leik í undankeppni EM 2021. Það er því mjög líklegt að hennar fyrsti meistaraflokksleikur verði með A-landsliði þjóðar hennar en ekki með félagsliðinu. Wales mun spila á móti Færeyjum 28. ágúst og gegn Norður-Írlandi 3. september. Carrie Jones er nemi The Newtown High School og verður ekki sextán ára fyrr en eftir landsleikjahléð. Hún má ekki spila með Cardiff City áður en hún verður sextán. Það eru aftur á móti engar aldursreglur þegar kemur að A-landsliði Wales. Carrie Jones er mjög efnileg knattspyrnukona og hefur spilað fyrir bæði fimmtán og sautján ára landslið Wales.She's too young to play for her club... but not her country. Imagine making your international debut before you've kicked a ball for your club. More https://t.co/rPuOnoEmJi#bbcfootballpic.twitter.com/xCGk2GN0h5 — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019 Það spilar vissulega inn í þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að tveir lykilmenn á miðju landsliðsins, Jess Fishlock og Rachel Rowe, slitu krossband. Hópurinn hefur því þynnst snögglega. „Ég bjóst ekki við því að vera valin því ég hef bara verið að einblína á sautján ára landsliðið. Ég vissi samt alveg að þessir leikir í undankeppninni væru á dagskránni. Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og hingað er ég komin,“ sagði Carrie Jones í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákaliði. Áður hafði ég spilað fótbolta á móti eldri frændum mínum. Frændur mínir eru miklir fótboltaáhugamenn og við í fjölskyldunni vorum vön að spila fimm á fimm á bóndabýli ömmu minnar. Þar byrjaði þetta allt,“ sagði Carrie Jones. „Þegar ég var að spila með strákaliðinu Newtown White Stars þá birtist einhver regla um að ég mætti ekki spila með strákum fyrr en ég væri tólf ára. Þá fór ég að spila með stelpum en byrjaði strax aftur að æfa með strákunum þegar reglan datt aftur út. Ég var að spila með strákunum á síðasta tímabili,“ sagði Carrie Jones. „Ég mun spila með Cardiff City á næsta ári og það er örugglega mikill munur á því að spila á móti fullorðnum konum en að spila á móti strákum,“ sagði Carrie. Carrie frétti af því að hún væri komin í A-landsliðið í afmælismatarboði föður hennar. Það má lesa meira um hana með því að smella hér.CARRIE JONES - @FAWales Women The year 9 pupil from Newtown high school @TheCyfle was called up by Jayne Ludlow to train with the @Cymru squad ahead of Thursday’s World Cup qualifier with Bosnia. Well done @CarrieJ123456pic.twitter.com/divN9DxV7a — Sgorio (@sgorio) June 6, 2018 EM 2021 í Englandi Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Carrie Jones er ekki orðin sextán ára gömul og má því ekki enn spila með meistaraflokksliði Cardiff City. Hún hefur hins vegar valin í landsliðshóp Wales fyrir leik í undankeppni EM 2021. Það er því mjög líklegt að hennar fyrsti meistaraflokksleikur verði með A-landsliði þjóðar hennar en ekki með félagsliðinu. Wales mun spila á móti Færeyjum 28. ágúst og gegn Norður-Írlandi 3. september. Carrie Jones er nemi The Newtown High School og verður ekki sextán ára fyrr en eftir landsleikjahléð. Hún má ekki spila með Cardiff City áður en hún verður sextán. Það eru aftur á móti engar aldursreglur þegar kemur að A-landsliði Wales. Carrie Jones er mjög efnileg knattspyrnukona og hefur spilað fyrir bæði fimmtán og sautján ára landslið Wales.She's too young to play for her club... but not her country. Imagine making your international debut before you've kicked a ball for your club. More https://t.co/rPuOnoEmJi#bbcfootballpic.twitter.com/xCGk2GN0h5 — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019 Það spilar vissulega inn í þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að tveir lykilmenn á miðju landsliðsins, Jess Fishlock og Rachel Rowe, slitu krossband. Hópurinn hefur því þynnst snögglega. „Ég bjóst ekki við því að vera valin því ég hef bara verið að einblína á sautján ára landsliðið. Ég vissi samt alveg að þessir leikir í undankeppninni væru á dagskránni. Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og hingað er ég komin,“ sagði Carrie Jones í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákaliði. Áður hafði ég spilað fótbolta á móti eldri frændum mínum. Frændur mínir eru miklir fótboltaáhugamenn og við í fjölskyldunni vorum vön að spila fimm á fimm á bóndabýli ömmu minnar. Þar byrjaði þetta allt,“ sagði Carrie Jones. „Þegar ég var að spila með strákaliðinu Newtown White Stars þá birtist einhver regla um að ég mætti ekki spila með strákum fyrr en ég væri tólf ára. Þá fór ég að spila með stelpum en byrjaði strax aftur að æfa með strákunum þegar reglan datt aftur út. Ég var að spila með strákunum á síðasta tímabili,“ sagði Carrie Jones. „Ég mun spila með Cardiff City á næsta ári og það er örugglega mikill munur á því að spila á móti fullorðnum konum en að spila á móti strákum,“ sagði Carrie. Carrie frétti af því að hún væri komin í A-landsliðið í afmælismatarboði föður hennar. Það má lesa meira um hana með því að smella hér.CARRIE JONES - @FAWales Women The year 9 pupil from Newtown high school @TheCyfle was called up by Jayne Ludlow to train with the @Cymru squad ahead of Thursday’s World Cup qualifier with Bosnia. Well done @CarrieJ123456pic.twitter.com/divN9DxV7a — Sgorio (@sgorio) June 6, 2018
EM 2021 í Englandi Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira