Að sögn Audda var það Sigrún Ósk sem var helsta ástæðan að hann ákvað að slá til og taka þátt í næstu þáttaröð. Hann hafi ekki unnið með henni áður en hún sé að hans sögn einn flottasti sjónvarpsmaður landsins.
„Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég hef ekki verið í beinum útsendingum síðan Ísland Got Talent var í gangi og var farinn að sakna þess, það er öðruvísi stemning í því,“ segir Auddi sem lofar miklu fjöri í seríunni sem mun hefjast á Stöð 2 í lok nóvember.
Aðspurður hvort hann hafi ekki íhugað að taka þátt í þáttaröðinni sem keppandi segist hann ekki hafa mikla trú á því að hann næði langt. Hann eigi örfá spor sem myndu ekki koma honum á toppinn.
„Ég held að ég sé betri eftir nokkra drykki,“ segir Auddi léttur.
Þessi tvö kunna ekki að dansa nema eftir nokkra kalda en ætla að kynna Allir geta dansað í haust á @stodtvo @sigrunosk1 #allirgetadansaðView this post on Instagram
A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Aug 22, 2019 at 9:29am PDT