Rjóminn frá Norðurlöndum Edda Karítas Baldursdóttir skrifar 22. ágúst 2019 08:00 Hvítur, hvítur dagur er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni verður myndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason fulltrúi Íslands. Myndin verður frumsýnd hér heima í september en hefur þegar verið ausin lofi og Ingvar E. Sigurðsson fengið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson, var framlag Íslands í fyrra og hreppti verðlaunin eftirsóttu.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í tilefni norrænu kvikmyndaverðlaunanna er tilvalið að líta af Hollywood-myndunum eina kvöldstund eða svo og tékka á einhverjum norrænum. Nokkrar verðlaunamyndir Norðurlandaráðs:Jagten (Danmörk) Mynd eftir Thomas Vinterberg sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og var einnig valin sem framlag Dana til til Óskarsverðlaunanna. Mads Mikkelsen er hér í átakanlegu hlutverki manns sem ranglega er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.Antichrist (Danmörk) Varla er hægt að fjalla um norræna kvikmyndagerð án þess að minnast á Lars von Trier. Leikstjórinn umdeildi vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 með myndinni Andkristur. Myndin fjallar um líf foreldra eftir dauða sonar þeirra. Myndin er mjög óþægileg á að horfa og er yfirgengilega ógeðfelld en um leið mikil sjónræn veisla.Louder Than Bombs (Noregur) Myndin, sem er eftir Joachim Trier, fjallar um hvernig faðir og synir hans takast á við sorgina eftir ótímabæran dauða móðurinnar. Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 en einnig var hún tilnefnd til Gullpálmans á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg fara með hlutverk í myndinni. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og að þessu sinni verður myndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason fulltrúi Íslands. Myndin verður frumsýnd hér heima í september en hefur þegar verið ausin lofi og Ingvar E. Sigurðsson fengið verðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erlingsson, var framlag Íslands í fyrra og hreppti verðlaunin eftirsóttu.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í tilefni norrænu kvikmyndaverðlaunanna er tilvalið að líta af Hollywood-myndunum eina kvöldstund eða svo og tékka á einhverjum norrænum. Nokkrar verðlaunamyndir Norðurlandaráðs:Jagten (Danmörk) Mynd eftir Thomas Vinterberg sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 og var einnig valin sem framlag Dana til til Óskarsverðlaunanna. Mads Mikkelsen er hér í átakanlegu hlutverki manns sem ranglega er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.Antichrist (Danmörk) Varla er hægt að fjalla um norræna kvikmyndagerð án þess að minnast á Lars von Trier. Leikstjórinn umdeildi vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2009 með myndinni Andkristur. Myndin fjallar um líf foreldra eftir dauða sonar þeirra. Myndin er mjög óþægileg á að horfa og er yfirgengilega ógeðfelld en um leið mikil sjónræn veisla.Louder Than Bombs (Noregur) Myndin, sem er eftir Joachim Trier, fjallar um hvernig faðir og synir hans takast á við sorgina eftir ótímabæran dauða móðurinnar. Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 en einnig var hún tilnefnd til Gullpálmans á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg fara með hlutverk í myndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13