Veiðin ekki búin í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2019 11:00 Urriði úr Elliðavatni Mynd: Atli Bergman Einhverra hluta vegna snarfækkar veiðimönnum við vötnin á láglendinu á þessum tíma en málið er að þetta er oft mjög gjöfull árstími fyrir vatnaveiði. Sum vötn eiga það til að sofna á þessum tíma og þar má t.d. nefna Þingvallavatn en bleikjan tekur yfirleitt mjög illa núna enda er hún að hrygna. Þingvallavatn telst enda ekki til vatna á láglendi en í nágrenni höfuðborgarinnar er vatn sem margir virðast bara gleyma svona siðsumars. Veiðin í Elliðavatni getur nefnilega oft verið glettilega góð og yfirleitt bara betri en yfir bjartasta tíma ársins. Sólríkir og bjartir dagar verða seint taldir til bestu skilyrða í vatninu sem er grunnt en kvöldrökkur, það er klárlega málið. Urriðinn tekur langsamlega best flugur síðsumars og það eru nokkrir staðir þar sem þú sérð boðaföllin á stilltu kvöldi þegar hann eltir hornsíli og smábleikju á grunni vatni. Bleikjan í vatninu er aftur á móti að safnast saman á nokkrum stöðum og það eru blettir í til dæmis Helluvatni sem eru mjög gjöfulir. Það er ekkert nýtt að bleikjan leiti inn í Helluvatn síðsumars, hún hrygnir í vatninu og það er einmitt á þessum tíma sem hún getur verið að taka vel. Aðrir staðir sem hafa reynst undirrituðum vel á haustinn er t.d. Riðhóll/bleikjutangi, hólminn miðja leið frá Elliðavatnsbænum að Riðhól og ysta táin við Þingnesið en þar er líka oft fín urriðaveiði á haustin. Það er síðan alltaf smá bónus í ljósaskiptunum á þessum tíma en stóri urriðinn á það til að stökkva í vatninu og það er ansi mögnuð sjón og þá sérðu fyrst hvað þetta vatn geymir væna urriða. Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði
Einhverra hluta vegna snarfækkar veiðimönnum við vötnin á láglendinu á þessum tíma en málið er að þetta er oft mjög gjöfull árstími fyrir vatnaveiði. Sum vötn eiga það til að sofna á þessum tíma og þar má t.d. nefna Þingvallavatn en bleikjan tekur yfirleitt mjög illa núna enda er hún að hrygna. Þingvallavatn telst enda ekki til vatna á láglendi en í nágrenni höfuðborgarinnar er vatn sem margir virðast bara gleyma svona siðsumars. Veiðin í Elliðavatni getur nefnilega oft verið glettilega góð og yfirleitt bara betri en yfir bjartasta tíma ársins. Sólríkir og bjartir dagar verða seint taldir til bestu skilyrða í vatninu sem er grunnt en kvöldrökkur, það er klárlega málið. Urriðinn tekur langsamlega best flugur síðsumars og það eru nokkrir staðir þar sem þú sérð boðaföllin á stilltu kvöldi þegar hann eltir hornsíli og smábleikju á grunni vatni. Bleikjan í vatninu er aftur á móti að safnast saman á nokkrum stöðum og það eru blettir í til dæmis Helluvatni sem eru mjög gjöfulir. Það er ekkert nýtt að bleikjan leiti inn í Helluvatn síðsumars, hún hrygnir í vatninu og það er einmitt á þessum tíma sem hún getur verið að taka vel. Aðrir staðir sem hafa reynst undirrituðum vel á haustinn er t.d. Riðhóll/bleikjutangi, hólminn miðja leið frá Elliðavatnsbænum að Riðhól og ysta táin við Þingnesið en þar er líka oft fín urriðaveiði á haustin. Það er síðan alltaf smá bónus í ljósaskiptunum á þessum tíma en stóri urriðinn á það til að stökkva í vatninu og það er ansi mögnuð sjón og þá sérðu fyrst hvað þetta vatn geymir væna urriða.
Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði