Los Angeles Clippers hefur styrkt sig með stórstjörnunum Kawhi Leonard og Paul George í sumar og er til alls líklegt á komandi tímabili.
Tyronn Lue var í viðræðum um að verða aðalþjálfari Los Angeles Lakers og það bjuggust allir við að hann fengi það þarf. Lue vildi fá að þjálfa LeBron James aftur en þeir unnu NBA-titil saman með Cleveland Cavaliers árið 2016.
Það slitnaði hins vegar upp úr þeim viðræðum og Lakers ákvað síðan að ráða Frank Vogel í starfið. Ty Lue fékk ekki aðalþjálfarastarf í deildinni en sættist við að aðstoða lið sem margir spá titlinum í júní næstkomandi.
Tyronn Lue is returning to the NBA.https://t.co/PVVb82gYoP
— Sporting News (@sportingnews) August 21, 2019
Ty Lue var rekinn sem þjálfari Cleveland Cavaliers eftir aðeins sex leiki á 2018-19 tímabilinu sem var jafnframt það fyrsta hjá Cavs eftir að LeBron James yfirgaf það aftur. Lue hafði þá komið liðinu í lokaúrslit á þremur tímabilum í röð.
Undir stjórn Ty Lue vann Cleveland Cavaliers 128 leiki og tapaði 83 á rúmum þremur tímabilum.
Ty Lue þekkir vel til Doc Rivers en Lue var einnig aðstoðarþjálfari Doc Rivers hjá Boston Celtics frá 2011 til 2013 og svo enn fremur eitt tímabil hjá Los Angeles Clippers 2013-14.
After he and the Lakers could not agree to terms on a head coaching contract in May, Ty Lue — the 2016 Cavaliers title-winning coach — reunites with Doc Rivers in L.A. https://t.co/6dNG0cNOA5
— Shams Charania (@ShamsCharania) August 21, 2019