Spæjaraskóli fyrir krakka settur á laggirnar á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:37 Krakkar á aldrinum 9-12 ára munu geta verið áskrifendur að spæjarakössum. getty/George Rinhart/facebook „Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri. Spæjaraskólinn eru áskriftakassar fyrir krakka þar sem leysa þarf hinar ýmsu ráðgátur. Sagan í fyrsta áskriftakassanum ber heitið Listaverkaráðgátan en í honum þarf áskrifandinn að aðstoða Klöru Sif og Atla Pavel, aðalpersónur sagnanna, að leysa ráðgátuna. Listaverki hefur verið stolið af listasafni bæjarins og þarf að finna það. Þau lenda í ýmsum vandræðum og kemur þá áskrifandinn inn í söguna og aðstoðar þau við að leysa vandamálin. Lína ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áskrifendur fá kassa sem inniheldur nokkur umslög sem eru merkt og nokkrir lausir hlutir. Í hverju umslagi er hluti af sögunni og þraut og til að vita hvort þrautin hafi verið leyst rétt er farið inn á vefsvæði skólans og niðurstaðan slegin inn. Þá kemur upp hvort sú niðurstaða sé rétt eða röng. Sé niðurstaðan rétt má opna næsta umslag. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í allt sumar en við vonumst til að fyrsti kassinn komi út fyrir lok næsta mánaðar.“Skráning áskrifenda er hafin og Lína segist búast við að fyrsti kassinn verði sendur út 27. september. Kassarnir verða sendir út um allt land en hægt verður fyrir áskrifendur að sækja kassana á Akureyri, í Reykjavík og á Hvammstanga. Ný saga mun koma út annan hvern mánuð. „Ég er búin að nota mín eigin börn svolítið í tilraunastarfsemi og í næstu viku erum við að fara í prufukeyrslu sem verður stærri. Sjá hvort það gangi allt upp,“ segir Lína. Hún segir ráðgátuna ekki vera jafn langa og bók en að Listaverkagátan sé til dæmis sjö kaflar. Akureyri Bítið Krakkar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri. Spæjaraskólinn eru áskriftakassar fyrir krakka þar sem leysa þarf hinar ýmsu ráðgátur. Sagan í fyrsta áskriftakassanum ber heitið Listaverkaráðgátan en í honum þarf áskrifandinn að aðstoða Klöru Sif og Atla Pavel, aðalpersónur sagnanna, að leysa ráðgátuna. Listaverki hefur verið stolið af listasafni bæjarins og þarf að finna það. Þau lenda í ýmsum vandræðum og kemur þá áskrifandinn inn í söguna og aðstoðar þau við að leysa vandamálin. Lína ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áskrifendur fá kassa sem inniheldur nokkur umslög sem eru merkt og nokkrir lausir hlutir. Í hverju umslagi er hluti af sögunni og þraut og til að vita hvort þrautin hafi verið leyst rétt er farið inn á vefsvæði skólans og niðurstaðan slegin inn. Þá kemur upp hvort sú niðurstaða sé rétt eða röng. Sé niðurstaðan rétt má opna næsta umslag. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í allt sumar en við vonumst til að fyrsti kassinn komi út fyrir lok næsta mánaðar.“Skráning áskrifenda er hafin og Lína segist búast við að fyrsti kassinn verði sendur út 27. september. Kassarnir verða sendir út um allt land en hægt verður fyrir áskrifendur að sækja kassana á Akureyri, í Reykjavík og á Hvammstanga. Ný saga mun koma út annan hvern mánuð. „Ég er búin að nota mín eigin börn svolítið í tilraunastarfsemi og í næstu viku erum við að fara í prufukeyrslu sem verður stærri. Sjá hvort það gangi allt upp,“ segir Lína. Hún segir ráðgátuna ekki vera jafn langa og bók en að Listaverkagátan sé til dæmis sjö kaflar.
Akureyri Bítið Krakkar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira