Dömukór á hálum ís Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 08:00 Inni í gamla lýsistankinum á Hjalteyri. Ef ísinn hefði brostið hefði kórinn staðið í vatni upp að brjóstum. Nýlega gaf dömukórinn Graduale Nobili út eistneskt tónverk sem var hljóðritað í lýsistankinum á Hjalteyri við Eyjafjörð 22. og 23. mars. Við upptökurnar stóð kórinn á tíu cm þykkri íshellu í átta gráðu frosti. „Þetta voru krefjandi aðstæður en þær voru hljómburðarins virði því þarna myndast einhver mesta ómtíðni á landinu, 8-9 sekúndur,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri. „Ég fór norður á undan stúlkunum og þá dúaði ísinn undir mér einum en nóttina áður en þær komu herti frostið og við ákváðum að skella okkur öll út á klakann. Svo þegar við biðum eftir að komast öll út um sama gatið, kom stór brestur í ísinn, þá vorum við fljót að dreifa hópnum. Fjögur tónlistarmyndbönd voru líka tekin upp á sex tímum í gömlu síldarverksmiðjunni á staðnum óupphitaðri. Þorvaldur Örn segir þau hafa vakið athygli hlustenda á YouTube, ekki síst ný útsetning af Draumalandinu sem var gerð í minningu Jóns Stefánssonar, stofnanda kórsins. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Kórar Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nýlega gaf dömukórinn Graduale Nobili út eistneskt tónverk sem var hljóðritað í lýsistankinum á Hjalteyri við Eyjafjörð 22. og 23. mars. Við upptökurnar stóð kórinn á tíu cm þykkri íshellu í átta gráðu frosti. „Þetta voru krefjandi aðstæður en þær voru hljómburðarins virði því þarna myndast einhver mesta ómtíðni á landinu, 8-9 sekúndur,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri. „Ég fór norður á undan stúlkunum og þá dúaði ísinn undir mér einum en nóttina áður en þær komu herti frostið og við ákváðum að skella okkur öll út á klakann. Svo þegar við biðum eftir að komast öll út um sama gatið, kom stór brestur í ísinn, þá vorum við fljót að dreifa hópnum. Fjögur tónlistarmyndbönd voru líka tekin upp á sex tímum í gömlu síldarverksmiðjunni á staðnum óupphitaðri. Þorvaldur Örn segir þau hafa vakið athygli hlustenda á YouTube, ekki síst ný útsetning af Draumalandinu sem var gerð í minningu Jóns Stefánssonar, stofnanda kórsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Kórar Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira