Brim braut lög um verðbréfaviðskipti og greiðir 8,2 milljónir króna í sekt Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 23:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Útgerðarfélagið Brim braut lög um verðbréfaviðskipti í fyrra og gerði félagið samkomulag við Fjármálaeftirlitið þann 10. júlí síðastliðinn um að ljúka málinu með sátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í dag. Sem hluti af sáttinni viðurkennir Brim að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var. Féllst Brim hf. á að greiða sekt upp á 8,2 milljónir króna eftir að hafa óskað eftir því að ljúka málinu með sátt. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu (FME) átti brotið sér stað þegar Brim, sem þá hét HB Grandi, hygðist kaupa allt hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Ekki kemur fram í tilkynningu FME hvaða innherja um ræðir en áður hefur verið greint frá því að HB Grandi, sem síðar varð Brim, hafi keypt hlutafé í Ögurvík af Guðmundi Kristjánssyni, þá forstjóra og aðaleiganda HB Granda, í september á síðasta ári. Guðmundur er nú forstjóri Brims. Í tilkynningunni er kaupferlið sagt hafa hafist formlega í lok ágúst á síðasta ári þegar Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra félagsins, var falið af stjórn þess að hefja samningaviðræður um kaupin. Samkvæmt FME töldust þær upplýsingar vera innherjaupplýsingar á þeim tímapunkti í skilningi laganna og var félaginu því skylt að birta þær eins fljótt og auðið var. Félagið birti þó ekki strax umræddar upplýsingar, né tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um frestun á birtingu þeirra líkt og heimild er fyrir í lögum. Upplýsingarnar voru fyrst birtar þann 7. september 2018, þegar opinber tilkynning var gefin út um félagið hafi gert samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík. Fram kemur í tilkynningu FME að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti „ber[i] útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF), að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.“ Sjávarútvegur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Útgerðarfélagið Brim braut lög um verðbréfaviðskipti í fyrra og gerði félagið samkomulag við Fjármálaeftirlitið þann 10. júlí síðastliðinn um að ljúka málinu með sátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í dag. Sem hluti af sáttinni viðurkennir Brim að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var. Féllst Brim hf. á að greiða sekt upp á 8,2 milljónir króna eftir að hafa óskað eftir því að ljúka málinu með sátt. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu (FME) átti brotið sér stað þegar Brim, sem þá hét HB Grandi, hygðist kaupa allt hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Ekki kemur fram í tilkynningu FME hvaða innherja um ræðir en áður hefur verið greint frá því að HB Grandi, sem síðar varð Brim, hafi keypt hlutafé í Ögurvík af Guðmundi Kristjánssyni, þá forstjóra og aðaleiganda HB Granda, í september á síðasta ári. Guðmundur er nú forstjóri Brims. Í tilkynningunni er kaupferlið sagt hafa hafist formlega í lok ágúst á síðasta ári þegar Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra félagsins, var falið af stjórn þess að hefja samningaviðræður um kaupin. Samkvæmt FME töldust þær upplýsingar vera innherjaupplýsingar á þeim tímapunkti í skilningi laganna og var félaginu því skylt að birta þær eins fljótt og auðið var. Félagið birti þó ekki strax umræddar upplýsingar, né tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um frestun á birtingu þeirra líkt og heimild er fyrir í lögum. Upplýsingarnar voru fyrst birtar þann 7. september 2018, þegar opinber tilkynning var gefin út um félagið hafi gert samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík. Fram kemur í tilkynningu FME að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti „ber[i] útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF), að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.“
Sjávarútvegur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira