Uppgjör: Leclerc með magnaðan heimasigur Bragi Þórðarson skrifar 9. september 2019 17:30 Leclerc fagnaði vel og innilega fyrir framan trylltu ítölsku aðdáendurna um helgina. Getty Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig. Formúla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig.
Formúla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti