Lífið

Elísabet segir að vegan og keto verði oft að þráhyggju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet Reynisdóttir er næringafræðingur.
Elísabet Reynisdóttir er næringafræðingur.
„Ég lít á keto sem ákveðin trúarbrögð. Ég tek eftir því þegar ég er einhversstaðar og fólk er á keto þá má alls ekki svindla og þráhyggjan verður svo mikil,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún um mataræðið vinsæla keto og einnig um vegan.

Hún segir að matarræði eigi ekki að vera trúarbrögð og bætir hún við að vegan sé einnig komið á svipaðan stað og breytist í raun í þráhyggju.

„Þetta leggst allt mjög misjafnt í fólk. Þér á kannski eftir að líða mjög illa á vegan á meðan keto hentar kannski sumum og öðrum ekki. Það er bara alls ekkert víst að þarmaflóran þín henti fyrir keto eða vegan og ég er bara alls ekki viss um að þetta henti fyrir okkur Íslendinga, allar þessar baunir, hnetur og fræ sem er t.d. í vegan. Svo er það eins með kjötið og próteinið.“

Hún segist hafa fengið nokkra skjólstæðinga til sín sem skipta yfir í vegan og það sem kemur upp hjá þeim er að þau þola ekki fæði með háu nikkel innihaldi.

„Þá er bara útbrot og meltingakerfið ræður ekki við þetta. Það er t.d. spínat, tómatar, kjúklingabaunir, sojabaunir. Fólk áttar sig ekki á þessu og heldur að stanslaus niðurgangur sé bara partur af því að fólk sé að jafna sig á þessu og þetta sé bara ákveðin hreinsun. Á meðan þetta ástand er svona þá er ekki næringarefni að nýtast í líkamanum.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×