Elsta liðið sem Ísland hefur teflt fram í landsleik og metið gæti fallið aftur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2019 22:00 Elsta byrjunarlið Íslands. vísir/daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ferðaðist í gær til Albaníu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Flogið var beint með liðið frá Keflavík til Tirana og á besta tíma um miðjan dag þannig að það er ekki hægt að biðja um betra ferðalag til suðaustur Evrópu. Það er líka eins gott að íslensku strákarnir fái tækifæri til að hvíla lúin bein og safna orku fyrir þennan mikilvæga og erfiða útileik. Íslenska liðið er nefnilega að eldast og nær allur hluti liðsins var líka í stórum hlutverkum þegar liðið tryggði sér fyrst sæti í úrslitakeppni stórmóts með frammistöðu sinni í undankeppni síðustu EM fyrir meira en fjórum áðum síðar. 11 af 14 leikmönnum í sigurleiknum á móti Moldóvum á laugardaginn tóku líka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 í september 2014 eða allir nema Hjörtur Hermannssson, Arnór Ingi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson. Þegar betur er að gáð þá tefldi Erik Hamrén fram elsta liði í sögu íslenska karlalandsliðsins í sigrinum á Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Meðalaldur íslensku leikmannanna sem tóku þátt í leiknum var 30,8 ár og féll þar með eins og hálfs árs gamalt met frá HM í Rússlandi 2018. Leikmennirnir sem tóku þátt í jafnteflisleiknum fræga á móti Argentínu á HM 2018 voru 30,6 ára að meðaltali. Sá leikur tók líka á og það sást líka í seinni hálfleiknum á næsta leik á móti Nígeríumönnum sem tapaðist 2-0. Nígeríumenn skoruðu bæði mörkin sín í seinni hálfleik. Nú er bara að vona að strákarnir mæti með ferskari fætur í leikinn mikilvæga á móti Albaníu á morgun. Ferðalag íslenska landsliðsins til Albaníu í gær gekk vel og liðið var ekki lengi að fara í gegnum vegabréfsskoðunina. Strákarnir voru því komnir upp á hótel um tíu. Liðið æfir síðan á leikvellinum í dag og leikurinn er síðan annað kvöld. Það gæti síðan metið fallið aftur ef Erik Hamrén notar ekki meira af ungu leikmönnum liðsins.Elstu landsliðin sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta: 30,8 ár - Í sigri á Moldóvu í undankeppni EM 2020 30,6 ár - Í jafntefli á móti Argentínu á HM 2018 30,3 ár - Í sigri á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 30,2 ár - Í sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 29,9 ár - Í jafntefli á móti Gana í vináttulandsleik 2018 29,9 ár - Í tapi á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 29,8 ár - Í tapi á móti Nígeríu á HM 2018 29,7 ár - Í tapi á móti Sviss í Þjóðadeildinni 2018 29,6 ár - Í sigri á Albaníu í undankeppni EM 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira