Guðmundur endaði þrettándi í Frakklandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2019 17:15 Guðmundur Ágúst hefur náð afar góðum árangri á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og er nú byrjaður að reyna fyrir sér á Áskorendamótaröðinni mynd/gsí/seth Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 13. sæti Open de Bretagne mótsins í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson varð í 31. sæti. Þeir Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur höfðu verið jafnir allt mótið en það breyttist í dag þegar Guðmundur Ágúst spilaði heldur betri hring heldur en Birgir Leifur. Guðmundur byrjaði hringinn ekki sérlega vel, fékk einn fugl en þrjá skolla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk fugl á sjöundu holu og kláraði fyrri níu því á einu höggi yfir pari. Seinni níu holurnar fóru heldur betur, þá sló Guðmundur fyrir þremur fuglum og var skollalaus. Samtals spilaði hann því hringinn í dag á tveimur höggum undir pari sem skilaði honum á fjögur högg undir par í mótinu. Birgir Leifur byrjaði líka illa í dag og fékk hann þrjá skolla á fyrstu níu holunum. Fyrsti og eini fugl hrings Birgis Leifs kom á 13. holu og kláraði hann hringinn á tveimur höggum yfir pari. Það þýddi að hann endar mótið á pari eftir fjóra hringi. Allir kylfingar hafa lokið leik á mótinu og klárði Guðmundur Ágúst í 13. - 19. sæti. Birgir Leifur þurfti að sætta sig við 31. - 33. sæti. Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Sebastian Heisele, hann spilaði hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 13. sæti Open de Bretagne mótsins í golfi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson varð í 31. sæti. Þeir Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur höfðu verið jafnir allt mótið en það breyttist í dag þegar Guðmundur Ágúst spilaði heldur betri hring heldur en Birgir Leifur. Guðmundur byrjaði hringinn ekki sérlega vel, fékk einn fugl en þrjá skolla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk fugl á sjöundu holu og kláraði fyrri níu því á einu höggi yfir pari. Seinni níu holurnar fóru heldur betur, þá sló Guðmundur fyrir þremur fuglum og var skollalaus. Samtals spilaði hann því hringinn í dag á tveimur höggum undir pari sem skilaði honum á fjögur högg undir par í mótinu. Birgir Leifur byrjaði líka illa í dag og fékk hann þrjá skolla á fyrstu níu holunum. Fyrsti og eini fugl hrings Birgis Leifs kom á 13. holu og kláraði hann hringinn á tveimur höggum yfir pari. Það þýddi að hann endar mótið á pari eftir fjóra hringi. Allir kylfingar hafa lokið leik á mótinu og klárði Guðmundur Ágúst í 13. - 19. sæti. Birgir Leifur þurfti að sætta sig við 31. - 33. sæti. Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Sebastian Heisele, hann spilaði hringina fjóra á þrettán höggum undir pari.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira