Formúla 1

Leclerc tryggði Ferrari fyrsta sigurinn á heimavelli í níu ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leclerc fagnar eftir sigurinn á Monza.
Leclerc fagnar eftir sigurinn á Monza. vísir/getty
Charles Lecrec á Ferrari hrósaði sigri í Monza-kappakstrinum í dag.



Lecrec vann sína fyrstu keppni á ferlinum í Belgíu um síðustu helgi. Hann fylgdi því eftir með sigri á heimavelli Ferrari í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Ferrari vinnur á Monza.

Valterri Bottas á Mercedes varð annar. Hann var lengi vel með forystu en Lecrec tók fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir.



Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði í 3. sæti. Renault-ökumennirnir Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg röðuðu sér í sæti fjögur og fimm.



Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra. Hann er með 268 stig, 65 stigum á undan Bottas. Leclerc er í 5. sæti með 157 stig.

Mercedes er langefst í keppni bílasmiða með 471 stig. Ferrari er í 2. sæti með 326 stig.

Næsta keppni fer fram í Singapúr eftir tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×