Myndaði fisk og fólk og safnaði fínum munum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2019 11:00 "Okkur finnst sýn hans skemmtileg,“ segir Inga Lára um Pike Ward þar sem hún raðar upp myndum hans í Þjóðminjasafninu. Fréttablaðið/Anton Brink Pike Ward var enskur maður sem kom hingað til Íslands um 26 ára skeið, fyrir fyrri heimsstyrjöld, til að sinna fiskkaupum. Hann var virkur áhugaljósmyndari snemma, miðað við það sem gerðist á Íslandi. Þess vegna eru myndir hans svo áhugaverðar. Þær eru líka teknar víða um land og á löngu tímabili,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, forstöðumaður ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins, þar sem hún keppist við uppsetningu sýningar í myndasal safnsins sem opnuð verður í dag klukkan 14. Inga Lára segir fiskkaupmanninum hafa verið fálega tekið þegar hann kom til landsins fyrst. „Menn höfðu ekki áhuga á viðskiptunum en hann var svo heppinn að komast strax í kynni við Sigfús Eymundsson og Daníel Daníelsson á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar og þeir höfðu milligöngu um að koma honum í samband við útgerðarmenn á Akranesi. Þangað fór hann strax í fyrstu ferðinni og keypti fisk. Eftir að Ward fór að koma hingað reglubundið breyttust viðhorf Íslendinga til hans. Á stærri stöðum, eins og Ísafirði og Neskaupstað, var hann með umboðsmenn og hann kom sér víða upp geymsluhúsum fyrir saltfisk. Hans aðall var sá að hann skapaði markað fyrir smáfisk sem fram að því hafði ekki verið eftirspurn eftir og smærri útvegsmenn fengu markað fyrir sína framleiðslu. Pike Ward borgaði bara í peningum, þannig að hann braut þá hefð að menn væru á klafa hjá einni verslun í sambandi sölu og úttekt. Hann kom líka með saltskip og fólk vann fiskinn eftir hans forskrift.“Hér klippir maður mann utan dyra á Seyðisfirði. Börnin fylgjast spennt með.Mynd/Pike WardGrunnstefið í myndum Pikes Ward er fiskverkun sem setti svip sinn mikið á þorp og bæi á Íslandi í upphafi 20. aldar, því hún fór fram utandyra. Hann filmaði þá sem voru nánastir honum í starfi en líka krakka á sleða á Vopnafirði og ein mynd er tekin neðan þilja í bát á Norðfirði, það segir Inga Lára merkilegt því þetta var fyrir daga flassins. Inga Lára tekur fram að Þjóðminjasafnið eigi ekki myndirnar og hafi ekki rétt yfir þeim nema núna. „Við eigum það Katherine Findlay að þakka að við fáum að sjá þær, hún var starfsmaður skjalasafnsins Devon Heritage Archive í Englandi og hennar Íslandsáhugi varð til þess að Þjóðminjasafnið hafði spurnir af myndunum. Safnið veitti okkur góðfúslegt leyfi til eftirtöku og sýningar á þeim og ég er sannfærð um að margir munu sækja í safnið eftir þetta. Það er frá tímabili sem við erum ekkert voða sterk í. Á fyrri hluta þess erum við svolítið bundin af ljósmyndum frá fáum einstaklingum, því munar um nýtt blóð.“ Fleira er á sýningunni en myndir því Pike Ward var ekki bara áhugaljósmyndari, heldur líka virkur safnari verðmætra muna. Hann hafði peninga milli handa og keypti alls konar gripi á Íslandi, allt frá silfurermahnöppum upp í altaristöflur, fór með þá á skipum, um leið og fiskinn, og skreytti hús sitt í Teignmouth með þeim, að sögn Ingu Láru. „Ward arfleiddi safn í Bretlandi að mununum að sér látnum og það varð að samkomulagi að Þjóðminjasafnið fengi þá til eignar árið 1950. Þannig að sýningin núna er sambland af misstórum stækkunum úr úrklippubókum hans og ljósmyndum og úrval úr gripaeigninni. Hlutirnir voru til sýnis í safninu einhvern tíma eftir að þeir bárust, en síðari árin bara í litlum mæli. Ég held þó að það séu tíu gripir úr því í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins og það segir sína sögu um gæði þeirra. Þetta eru fínir gripir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Pike Ward var enskur maður sem kom hingað til Íslands um 26 ára skeið, fyrir fyrri heimsstyrjöld, til að sinna fiskkaupum. Hann var virkur áhugaljósmyndari snemma, miðað við það sem gerðist á Íslandi. Þess vegna eru myndir hans svo áhugaverðar. Þær eru líka teknar víða um land og á löngu tímabili,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, forstöðumaður ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins, þar sem hún keppist við uppsetningu sýningar í myndasal safnsins sem opnuð verður í dag klukkan 14. Inga Lára segir fiskkaupmanninum hafa verið fálega tekið þegar hann kom til landsins fyrst. „Menn höfðu ekki áhuga á viðskiptunum en hann var svo heppinn að komast strax í kynni við Sigfús Eymundsson og Daníel Daníelsson á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar og þeir höfðu milligöngu um að koma honum í samband við útgerðarmenn á Akranesi. Þangað fór hann strax í fyrstu ferðinni og keypti fisk. Eftir að Ward fór að koma hingað reglubundið breyttust viðhorf Íslendinga til hans. Á stærri stöðum, eins og Ísafirði og Neskaupstað, var hann með umboðsmenn og hann kom sér víða upp geymsluhúsum fyrir saltfisk. Hans aðall var sá að hann skapaði markað fyrir smáfisk sem fram að því hafði ekki verið eftirspurn eftir og smærri útvegsmenn fengu markað fyrir sína framleiðslu. Pike Ward borgaði bara í peningum, þannig að hann braut þá hefð að menn væru á klafa hjá einni verslun í sambandi sölu og úttekt. Hann kom líka með saltskip og fólk vann fiskinn eftir hans forskrift.“Hér klippir maður mann utan dyra á Seyðisfirði. Börnin fylgjast spennt með.Mynd/Pike WardGrunnstefið í myndum Pikes Ward er fiskverkun sem setti svip sinn mikið á þorp og bæi á Íslandi í upphafi 20. aldar, því hún fór fram utandyra. Hann filmaði þá sem voru nánastir honum í starfi en líka krakka á sleða á Vopnafirði og ein mynd er tekin neðan þilja í bát á Norðfirði, það segir Inga Lára merkilegt því þetta var fyrir daga flassins. Inga Lára tekur fram að Þjóðminjasafnið eigi ekki myndirnar og hafi ekki rétt yfir þeim nema núna. „Við eigum það Katherine Findlay að þakka að við fáum að sjá þær, hún var starfsmaður skjalasafnsins Devon Heritage Archive í Englandi og hennar Íslandsáhugi varð til þess að Þjóðminjasafnið hafði spurnir af myndunum. Safnið veitti okkur góðfúslegt leyfi til eftirtöku og sýningar á þeim og ég er sannfærð um að margir munu sækja í safnið eftir þetta. Það er frá tímabili sem við erum ekkert voða sterk í. Á fyrri hluta þess erum við svolítið bundin af ljósmyndum frá fáum einstaklingum, því munar um nýtt blóð.“ Fleira er á sýningunni en myndir því Pike Ward var ekki bara áhugaljósmyndari, heldur líka virkur safnari verðmætra muna. Hann hafði peninga milli handa og keypti alls konar gripi á Íslandi, allt frá silfurermahnöppum upp í altaristöflur, fór með þá á skipum, um leið og fiskinn, og skreytti hús sitt í Teignmouth með þeim, að sögn Ingu Láru. „Ward arfleiddi safn í Bretlandi að mununum að sér látnum og það varð að samkomulagi að Þjóðminjasafnið fengi þá til eignar árið 1950. Þannig að sýningin núna er sambland af misstórum stækkunum úr úrklippubókum hans og ljósmyndum og úrval úr gripaeigninni. Hlutirnir voru til sýnis í safninu einhvern tíma eftir að þeir bárust, en síðari árin bara í litlum mæli. Ég held þó að það séu tíu gripir úr því í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins og það segir sína sögu um gæði þeirra. Þetta eru fínir gripir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira