Föstudagsplaylisti Berndsen Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. september 2019 15:13 Níunda áratugar nostalgía hefur sett svip sinn á hljóðheim Berndsen. aðsend/saga sig Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira