Upphitun: Ferrari á heimavelli um helgina Bragi Þórðarson skrifar 6. september 2019 16:00 Charles Leclerc keyrði eins og herforingi um síðustu helgi og tryggði sér sinn fyrsta sigur á ferlinum. Getty Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn. Ítölsku áhorfendurnir eru þeir allra ástríðufyllstu í heimi. Tifosi, eins og þeir eru kallaðir, hafa þó ekki séð sína menn vinna á Monza síðan Fernando Alonso vann fyrir Ferrari árið 2010. Það gæti hinsvegar breyst um helgina. Ferrari tryggði sér sinn fyrsta sigur í Belgíu um síðustu helgi og er ljóst að bíll þeirra er góður á hröðum brautum eins og Monza.Hvergi finnur þú meiri ástríðu en á Ítalíu. Það má búast við rauðum stúkum um helgina.GettyMonza verður á dagatalinu til 2024Ítalski kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í Formúlu 1. Aðeins Ítalía og Bretland hafa haldið Formúlu keppni öll ár síðan mótið var stofnað árið 1950. Fyrsti kappaksturinn á Monza brautinni var haldinn árið 1921 en brautin hefur að sjálfsögðu breyst talsvert í gegnum árin. Ferrari verður að teljast sigurstranglegt um helgina þar sem lykill að velgengni á Monza er vélarafl. Þar virðist Ferrari hafa yfirhöndina gegn Mercedes eins og sást á beinu köflunum á Spa um síðustu helgi. Kappaksurinn, tímatökur og æfingar verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Fjórtándi Formúlu 1 kappakstur ársins fer fram á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Ferrari verða á heimavelli og eftir sigur í Belgíu er liðið vongott um góð úrslit á sunnudaginn. Ítölsku áhorfendurnir eru þeir allra ástríðufyllstu í heimi. Tifosi, eins og þeir eru kallaðir, hafa þó ekki séð sína menn vinna á Monza síðan Fernando Alonso vann fyrir Ferrari árið 2010. Það gæti hinsvegar breyst um helgina. Ferrari tryggði sér sinn fyrsta sigur í Belgíu um síðustu helgi og er ljóst að bíll þeirra er góður á hröðum brautum eins og Monza.Hvergi finnur þú meiri ástríðu en á Ítalíu. Það má búast við rauðum stúkum um helgina.GettyMonza verður á dagatalinu til 2024Ítalski kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í Formúlu 1. Aðeins Ítalía og Bretland hafa haldið Formúlu keppni öll ár síðan mótið var stofnað árið 1950. Fyrsti kappaksturinn á Monza brautinni var haldinn árið 1921 en brautin hefur að sjálfsögðu breyst talsvert í gegnum árin. Ferrari verður að teljast sigurstranglegt um helgina þar sem lykill að velgengni á Monza er vélarafl. Þar virðist Ferrari hafa yfirhöndina gegn Mercedes eins og sást á beinu köflunum á Spa um síðustu helgi. Kappaksurinn, tímatökur og æfingar verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá kappakstrinum hefst klukkan 12:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira