Juventus á eftir þremur leikmönnum Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 15:30 David de Gea and Eric Bailly eftir að hafa fengið á sig mark á móti Brighton & Hove Albion. Getty/Matthew Peters Þrír leikmenn Manchester United gætu allir verið á förum til Ítalíu næsta sumar en marka má fréttir frá Ítalíu. Ítalska félagið Juventus hefur verið duglegt að safna að sér leikmönnum síðustu misseri og er með svo mikla breidd að það var hvorki pláss fyrir Emre Can eða Mario Mandzukic í Meistaradeildarhóp liðsins. Ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slær því upp í dag eða Juventus vilji frá United leikmennina David de Gea, Eric Bailly og Nemanja Matic. Teamtalk segir frá.Juventus are reportedly keeping tabs on three Man Utd first-team stars ahead of next summer's transfer window.https://t.co/eYWYNl1k2G — TEAMtalk (@TEAMtalk) September 5, 2019 Það væri stór ákvörðun fyrir Manchester United að selja 28 ára markvörð (David de Gea) og 25 ára miðvörð (Eric Bailly) til ítalska félagsins en stuðningsmenn Manchester United myndu eflaust fagna sölunni á hinum 31 árs gamla serbneska miðjumanni Nemanja Matic. Juventus hefur lagt það í vana sinn að banka á dyrnar hjá leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar þegar samningur þeirra er að renna út. Liðið fékk síðast Aaron Ramsey á frjálsri sölu þegar samningur hans við Arsenal var á enda. Mikil óvissa er um framtíð David de Gea og hann gæti mögulega farið frá United strax í janúar. Hann er aðalmarkvörður Manchester United en gæti yfirgefið félagið á frjálsri sölu sumarið 2020. Eric Bailly hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli og hefur ekkert spilað síðan að hann meiddist alvarlega í leik á móti Tottenham á undirbúningstímabilinu. Koma Harry Maguire hefur séð til þess að það er ekki mikil framtíð fyrir hann hjá United. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki viljað notað mikið Nemanja Matic á þessu tímabili og leikmaður eins og Scott McTominay er á undan hinum í goggunarröðinni. Matic gæti bæði farið í janúar eða í sumar en það er mjög ólíklegt að hann verði enn leikmaður Manchester United í byrjun 2020-21 tímabilisins. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Þrír leikmenn Manchester United gætu allir verið á förum til Ítalíu næsta sumar en marka má fréttir frá Ítalíu. Ítalska félagið Juventus hefur verið duglegt að safna að sér leikmönnum síðustu misseri og er með svo mikla breidd að það var hvorki pláss fyrir Emre Can eða Mario Mandzukic í Meistaradeildarhóp liðsins. Ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slær því upp í dag eða Juventus vilji frá United leikmennina David de Gea, Eric Bailly og Nemanja Matic. Teamtalk segir frá.Juventus are reportedly keeping tabs on three Man Utd first-team stars ahead of next summer's transfer window.https://t.co/eYWYNl1k2G — TEAMtalk (@TEAMtalk) September 5, 2019 Það væri stór ákvörðun fyrir Manchester United að selja 28 ára markvörð (David de Gea) og 25 ára miðvörð (Eric Bailly) til ítalska félagsins en stuðningsmenn Manchester United myndu eflaust fagna sölunni á hinum 31 árs gamla serbneska miðjumanni Nemanja Matic. Juventus hefur lagt það í vana sinn að banka á dyrnar hjá leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar þegar samningur þeirra er að renna út. Liðið fékk síðast Aaron Ramsey á frjálsri sölu þegar samningur hans við Arsenal var á enda. Mikil óvissa er um framtíð David de Gea og hann gæti mögulega farið frá United strax í janúar. Hann er aðalmarkvörður Manchester United en gæti yfirgefið félagið á frjálsri sölu sumarið 2020. Eric Bailly hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli og hefur ekkert spilað síðan að hann meiddist alvarlega í leik á móti Tottenham á undirbúningstímabilinu. Koma Harry Maguire hefur séð til þess að það er ekki mikil framtíð fyrir hann hjá United. Ole Gunnar Solskjær hefur ekki viljað notað mikið Nemanja Matic á þessu tímabili og leikmaður eins og Scott McTominay er á undan hinum í goggunarröðinni. Matic gæti bæði farið í janúar eða í sumar en það er mjög ólíklegt að hann verði enn leikmaður Manchester United í byrjun 2020-21 tímabilisins.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira