Stefna á að ná myndskeiði af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 23:26 Myndin sem EHT náði af svörtum skugga sjóndeildar svartholsins í miðju gulleitrar efnisskífunnar sem umlykur það í miðju Messier 87-vetrarbrautarinnar. EHT-samstarfið Sami alþjóðlegi hópur vísindamanna og náði fyrstu myndinni af svartholi fyrr á þessu ári stefnir nú að því að ná myndskeiði í lit af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Til stendur að skjóta nýjum gervitunglum á loft og bæta við sjónaukum á jörðu niðri til að gera vísindamönnum kleift að mynda svartholið. Net átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni voru notaðir til að fanga fyrstu myndina af svartholi sem vísindamennirnir birtu opinberlega í apríl. Það var risasvartholið í miðju Messier-87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni, sem í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Eðli málsins samkvæmt er sjálft svartholið ósýnilegt enda er svarthol fyrirbæri með svo mikinn þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þess. Myndin sem náðist sýndi skugga svartholsins á skífu ofurhitaðs gass sem fellur inn í svartholið. Nú vilja vísindamennirnir beina sjónum sínum nær heimahögunum, að risasvartholinu í okkar eigin vetrarbraut. Til þess þurfa þeir að bæta við sjónaukum á jörðu niðri og senda þrjá gervihnetti á loft. Hugmyndir eru um að reisa sjónauka á Grænlandi, Frakklandi og í Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að sameina alla þessa sjónauka og gervihnetti eiga vísindamennirnir að geta náð „ofurskarpri“ mynd af risasvartholinu, að sögn Heino Falcke, prófessors við Radboud-háskóla í Hollandi, sem lagði til hugmyndina um Sjóndeildarsjónaukann (EHT). Stjörnufræðingar telja að risasvarthol sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta en lengi vel var tilvist svarthola aðeins kenning sem leiddi af afstæðiskenningu Alberts Einstein. Því var um veruleg tímamót að ræða þegar fyrsta myndin af svartholi var birt í vor. „Þetta var ekki bara vísindalegt heldur tilfinningalegt. Ein manneskja sagði mér að hún hefði tárast. Það var svo ánægjulegt að vita að allir kunnu að meta og fagna því,“ sagði Falcke við BBC. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sami alþjóðlegi hópur vísindamanna og náði fyrstu myndinni af svartholi fyrr á þessu ári stefnir nú að því að ná myndskeiði í lit af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Til stendur að skjóta nýjum gervitunglum á loft og bæta við sjónaukum á jörðu niðri til að gera vísindamönnum kleift að mynda svartholið. Net átta útvarpssjónauka víðsvegar á jörðinni voru notaðir til að fanga fyrstu myndina af svartholi sem vísindamennirnir birtu opinberlega í apríl. Það var risasvartholið í miðju Messier-87, risasporvöluvetrarbrautar í Meyjarþyrpingunni, sem í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Eðli málsins samkvæmt er sjálft svartholið ósýnilegt enda er svarthol fyrirbæri með svo mikinn þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur úr greipum þess. Myndin sem náðist sýndi skugga svartholsins á skífu ofurhitaðs gass sem fellur inn í svartholið. Nú vilja vísindamennirnir beina sjónum sínum nær heimahögunum, að risasvartholinu í okkar eigin vetrarbraut. Til þess þurfa þeir að bæta við sjónaukum á jörðu niðri og senda þrjá gervihnetti á loft. Hugmyndir eru um að reisa sjónauka á Grænlandi, Frakklandi og í Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með því að sameina alla þessa sjónauka og gervihnetti eiga vísindamennirnir að geta náð „ofurskarpri“ mynd af risasvartholinu, að sögn Heino Falcke, prófessors við Radboud-háskóla í Hollandi, sem lagði til hugmyndina um Sjóndeildarsjónaukann (EHT). Stjörnufræðingar telja að risasvarthol sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta en lengi vel var tilvist svarthola aðeins kenning sem leiddi af afstæðiskenningu Alberts Einstein. Því var um veruleg tímamót að ræða þegar fyrsta myndin af svartholi var birt í vor. „Þetta var ekki bara vísindalegt heldur tilfinningalegt. Ein manneskja sagði mér að hún hefði tárast. Það var svo ánægjulegt að vita að allir kunnu að meta og fagna því,“ sagði Falcke við BBC.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00