Arnar Þór sér marga framtíðar A-landsliðsmenn í U21-hópnum og stefnir með liðið á stórmót Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2019 22:00 Karlalandsliðið í fótbolta spilar á laugardag en á morgun hefst undankeppni Evrópumóts leikmanna 21 árs og yngri. Ísland og Lúxemborg mætast á Víkingsvellinum klukkan 16 á morgun, beint á Stöð 2 Sport, en leikurinn er fyrsti mótsleikur í nýrri undankeppni EM 2021. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nýtt þjálfarateymi íslenska landsliðsins og Arnar er brattur fyrir komandi keppni. „Við setjum þetta upp þannig að við viljum að strákarnir þori að koma fram og segja að við ætlum að vinna. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar í samtali við nafna sinn, Björnsson, á æfingu liðsins í Víkinni í dag. „Ef við viljum búa til A-landsliðsmenn framtíðar með leikmönnum úr U21-árs landsliðinu þá þurfum við að þora að stíga upp og þora að vinna leiki. Það er ákveðinn vani að venjast því að vera ekki alltaf þessi „underdog“ og geta tekið leiki í okkar hendum og stjórnað þeim.“U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00. Miðasala er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7xhttps://t.co/Xl3Xt7xb8u Allir á völlinn!#fyririsland — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 5, 2019 „Ég var að ræða við Eið Smára í gær að við höfum séð góða og jákvæða þróun á okkar leikmönnum síðan að við tókum við í mars. Við erum búnir að fylgjast með mörgum leikjum í sumar og það eru margir að taka skrefið sem til þarf að komast á hærra level.“ Arnari líst vel á komandi undankeppni og leikmannahópinn. Hann segir stefnan sé sett á stórmót með þetta lið. „Ég er nánast pottþéttur á því að það eru margir framtíðar A-landsliðsmenn í þessum hópi og við leggjum upp með það að komast á lokamót með yngri landsliðin því það er einnig mikilvægt fyrir A-landsliðið.“ „Við ætlum að stefna á það að komast sem lengst og svo verður það að koma í ljós hvar skipið strandar en göngum út frá því að við ströndum ekkert og getum farið langt,“ sagði kokhraustur Arnar. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta spilar á laugardag en á morgun hefst undankeppni Evrópumóts leikmanna 21 árs og yngri. Ísland og Lúxemborg mætast á Víkingsvellinum klukkan 16 á morgun, beint á Stöð 2 Sport, en leikurinn er fyrsti mótsleikur í nýrri undankeppni EM 2021. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru nýtt þjálfarateymi íslenska landsliðsins og Arnar er brattur fyrir komandi keppni. „Við setjum þetta upp þannig að við viljum að strákarnir þori að koma fram og segja að við ætlum að vinna. Það er ósköp einfalt,“ sagði Arnar í samtali við nafna sinn, Björnsson, á æfingu liðsins í Víkinni í dag. „Ef við viljum búa til A-landsliðsmenn framtíðar með leikmönnum úr U21-árs landsliðinu þá þurfum við að þora að stíga upp og þora að vinna leiki. Það er ákveðinn vani að venjast því að vera ekki alltaf þessi „underdog“ og geta tekið leiki í okkar hendum og stjórnað þeim.“U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00. Miðasala er í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7xhttps://t.co/Xl3Xt7xb8u Allir á völlinn!#fyririsland — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 5, 2019 „Ég var að ræða við Eið Smára í gær að við höfum séð góða og jákvæða þróun á okkar leikmönnum síðan að við tókum við í mars. Við erum búnir að fylgjast með mörgum leikjum í sumar og það eru margir að taka skrefið sem til þarf að komast á hærra level.“ Arnari líst vel á komandi undankeppni og leikmannahópinn. Hann segir stefnan sé sett á stórmót með þetta lið. „Ég er nánast pottþéttur á því að það eru margir framtíðar A-landsliðsmenn í þessum hópi og við leggjum upp með það að komast á lokamót með yngri landsliðin því það er einnig mikilvægt fyrir A-landsliðið.“ „Við ætlum að stefna á það að komast sem lengst og svo verður það að koma í ljós hvar skipið strandar en göngum út frá því að við ströndum ekkert og getum farið langt,“ sagði kokhraustur Arnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira