Enginn sérstakur viðbúnaður á Landspítalanum vegna komu Pence Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2019 16:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ræðir við fjölmiðlamenn fyrir framan Höfða. hari Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún. Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. „Það var mjög mikill undirbúningur vegna heimsóknar Pence, meðal annars af okkar hálfu. Við þurftum að sirka út hvað við myndum mögulega þurfa að nota ef til þess kæmi að varaforsetinn, eiginkona hans eða einhver annar háttsettur sem þarna voru myndi veikjast. Þá vorum við búin að miða við tilteknar stofur á gjörgæslunni sem við myndum nota ef þær væru lausar og þær hentuðu því sem viðkomandi sjúklingur þyrfti á að halda. Þetta byggist nú yfirleitt á því hvað er að sjúklingnum, hvort sem hann er varaforseti eða eitthvað annað,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi. Tvær gjörgæslur eru á spítalanum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Var miðað við eina stofu á hvorri gjörgæslu og mögulega eina til á Hringbraut fyrir aðstandendur og fylgdarlið en stofurnar þar eru mjög litlar og þröngar að sögn Önnu Sigrúnar.Stofum ekki haldið tómum Fréttastofa hafði heyrt af því að farið hefði verið fram á það við spítalann að stjórnendur þar myndu lofa þremur einkastofum á gjörgæslu fyrir varaforsetann ef hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús á meðan hann dvaldi hér. Anna Sigrún segir það misskilning og sá misskilningur stafi væntanlega af því að leyniþjónusta Bandaríkjanna (US Secret Service) höfðu sjálfir miðað við að þurfa þrjár stofur. „En það lá aldrei fyrir að við gætum lofað því,“ segir Anna Sigrún. Aðspurð hvort að þeim stofum sem miðað var við að nota hafi verið haldið tómum meðan á heimsókninni stóð svarar Anna Sigrún því afdráttarlaust neitandi. „Það hefði kostað okkur mikinn hausverk að fá sjúkling með þetta fylgdarlið en við tökum ekki frá nein stæði, við bara miðum við hvað við myndum nota og hefðum þá reynt að verða við því. En svo færi það líka algjörlega eftir því hvað væri um að vera,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að fylgdarlið forsetans hafi vel vitað að þetta væri staðan og sýnt þessu skilning. Þá hafi ekki verið um sérstakan viðbúnað að ræða af hálfu spítalans. „Nei. Við vorum ekki með viðbúnað. Við vorum hins vegar búin að undirbúa og komum að undirbúningi heimsóknarinnar og auðvitað talsvert mikið fyrir því haft en það var ekkert sem breyttist í okkar starfsemi,“ segir Anna Sigrún.
Heimsókn Mike Pence Landspítalinn Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Svitinn lak meðan alltof lítill fáni blakti við Höfða Engar kleinur, ofsalega fallegur leitarhundur og svitabað í fundarherberginu. 5. september 2019 14:45
Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30