Felldu frumvarp Johnson um að boða til kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2019 20:40 Boris Johnson lagði fram frumvarp um að flýta kosningum eftir að þingið samþykkti að binda hendur hans varðandi útgöngu án samnings. Þingið felldi það. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, beið annan ósigur í kvöld þegar breska þingið hafnaði frumvarpi hans um að boða til kosninga í október. Áður hafði þingið samþykkt frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tveir þriðju hlutar þingheims þurftu að samþykkja frumvarp Johnson til þess að það öðlaðist gildi. Þingmenn Verkamannaflokksins sátu hjá. Á endanum greiddu 298 þingmenn atkvæði með því að flýta kosningum um tvö ár en 56 gegn því. Vantaði 136 upp á að frumvarpið yrði samþykkt. Johnson beindi reiði sinni að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, eftir að niðurstaðan varð ljós. Corbyn hafi orðið fyrsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar til þess að hafna boði um kosningar. „Ég get aðeins leitt líkum að því hvers vegna hann hikar. Augljósa ályktunin er að hann telur sig ekki geta unnið,“ sagði Johnson. Breska ríkisútvarpið BBC segir að örlög frumvarpsins sem neðri deildin samþykkti í kvöld um að fresta útgöngunni séu óljós. Það gengur nú til lávarðadeildarinnar þar sem fulltrúar Íhaldsflokksins gætu stöðvað það með málþófi. Þingfundum verður frestað í næstu viku samkvæmt ákvörðun Johnson.Boris Johnson fails to win the backing of enough MPs to hold a snap election next month, falling short of the two-thirds majority required by lawLive updates: https://t.co/UcpUupmXtg pic.twitter.com/iGcgvXkkgn— BBC Politics (@BBCPolitics) September 4, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, beið annan ósigur í kvöld þegar breska þingið hafnaði frumvarpi hans um að boða til kosninga í október. Áður hafði þingið samþykkt frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tveir þriðju hlutar þingheims þurftu að samþykkja frumvarp Johnson til þess að það öðlaðist gildi. Þingmenn Verkamannaflokksins sátu hjá. Á endanum greiddu 298 þingmenn atkvæði með því að flýta kosningum um tvö ár en 56 gegn því. Vantaði 136 upp á að frumvarpið yrði samþykkt. Johnson beindi reiði sinni að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, eftir að niðurstaðan varð ljós. Corbyn hafi orðið fyrsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar til þess að hafna boði um kosningar. „Ég get aðeins leitt líkum að því hvers vegna hann hikar. Augljósa ályktunin er að hann telur sig ekki geta unnið,“ sagði Johnson. Breska ríkisútvarpið BBC segir að örlög frumvarpsins sem neðri deildin samþykkti í kvöld um að fresta útgöngunni séu óljós. Það gengur nú til lávarðadeildarinnar þar sem fulltrúar Íhaldsflokksins gætu stöðvað það með málþófi. Þingfundum verður frestað í næstu viku samkvæmt ákvörðun Johnson.Boris Johnson fails to win the backing of enough MPs to hold a snap election next month, falling short of the two-thirds majority required by lawLive updates: https://t.co/UcpUupmXtg pic.twitter.com/iGcgvXkkgn— BBC Politics (@BBCPolitics) September 4, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira