Síminn kann að hafa brotið gegn sátt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 4. september 2019 07:15 Síminn vinnur að því að skila gögnum og svörum við því sem kemur fram í frummatinu. Fréttablaðið/Anton Brink Síminn kann að hafa brotið gegn samkeppnislögum og sátt við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsefni. Þetta er niðurstaða frummats Samkeppniseftirlitsins en forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum og niðurstöðuna byggja á skorti á gögnum. Í árshlutauppgjöri sínu greindi Síminn frá því að Sýn hefði lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gert kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport. Samkeppniseftirlitið birti frummat sitt í júlí og í kjölfarið náðust samningar milli Símans og Sýn um heildsöluaðgang. Niðurstaða frummatsins var sú að Heimilispakkinn sem Síminn býður upp á, ásamt Sjónvarpi Símans Premium og því að bæta enska boltanum við Heimilispakkann, kynni að fara í bága við ákvæði sáttar við Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna Símans og Skjásins árið 2015. Samkvæmt heimildum Markaðarins kom einnig fram að pakkatilboð Símans kynnu að fara í bága við ákvæði sáttar um tengsl Símans og dótturfélagsins Mílu frá árinu 2013. Brot á þeim fyrirmælum sem koma fram í sátt geta varðað viðurlög á borð við stjórnvaldssekt. Þá telur Samkeppniseftirlitið vísbendingar um að pakkatilboðin fari í bága við samkeppnislög. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í svari til Markaðarins að Síminn hafi ekki brotið gegn sáttinni sem var gerð árið 2013 við Samkeppniseftirlitið. Félagið hafi kostað miklu til í þeim tilgangi að tryggja að sáttinni yrði fylgt í hvívetna. „Síminn er sannfærður um að félagið hafi starfað í hvívetna í samræmi við markmið og tilgang sáttarinnar. Auk þess fjallar sú sátt fyrst og fremst um innviði Mílu og jafnan aðgang þar að, en ekki sjónvarpsmál. Aðgangur að innviðum Mílu er jafn öllum fjarskiptafélögum á Íslandi,“ segir Orri. Samkeppniseftirlitið lagði fram skilgreiningar á markaðsráðandi stöðu Símans en Orri segir að frummatið sé háð miklum fyrirvörum af hálfu Samkeppniseftirlitsins sem hafi tekið fram að tilgangurinn væri að afla sjónarmiða og gagna til að meta málið frekar. „Það eru sannarlega margir þættir sem eru órannsakaðir og sumar ályktanir eðlilega byggðar á getgátum, vegna skorts á gögnum og sumpartinn vegna þess að Samkeppniseftirlitið hefur að mati Símans fengið villandi upplýsingar frá þeim sem kvörtuðu,“ segir Orri og tekur fram að nýjar skilgreiningar Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum standist ekki að mati Símans.Verð hækki með milliliðum Síminn vinnur nú að því að skila gögnum og svörum við því sem kemur fram í frummatinu. Orri segir að hið rétta sé að framboð Símans leiði til þess að viðskiptavinir hafi fleiri valkosti en áður og fái þeir aukið frelsi um kaup á afþreyingarefni á lægra verði en oft áður. „Það leikur enginn vafi á því að viðskiptavinir, óháð því á hvaða kerfi þeir eru, fagna því að geta keypt löglegan aðgang að ensku úrvalsdeildinni á 4.500 krónur í stað 15.000 króna sem það var lengi vel. Þá eru margar forsendur sem stofnunin leggur upp með í andstöðu við það sem hefur áður komið fram að mati Símans.“ Þá segir Orri að matið byggi á áhyggjum af þróun sem ekki sé að eiga sér stað og muni ekki eiga sér stað. „Síminn býður SíminnSport í heildsölu eins og er áhugamál Samkeppniseftirlitsins. Þannig verður tíminn að leiða í ljóst hvort slíkir samningar muni skila fleiri greiðandi áhorfendum. Lykilatriði er að aðilar nái hagkvæmum viðskiptalegum samningum sem leiða til þess að fleiri noti þá þjónustu sem um ræðir. Ef heildsölusamningar skila færri áhorfendum eða draga úr sölu er hætt við að verð til neytenda muni hækka vegna fleiri milliliða á jafn stórum eða minnkuðum markaði.“ Samkeppniseftirlitið mun taka ákvörðun í málinu eftir að hafa tekið andmæli og gögn Símans til greina.Deilt um dreifingu á sjónvarpsefni Síminn og Vodafone hafa átt í ágreiningi í tengslum við dreifingu á sjónvarpsefni um nokkurra ára skeið. Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði farið gegn fjölmiðlalögum og lagði stofnunin á sekt að fjárhæð 9 milljónir króna. Í kjölfarið sendi Sýn kröfu til Símans um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1,9 milljarðar króna sem Síminn hafnaði. Vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu Sýnar frá dómi vegna vanreifunar en Sýn lagði fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Þá hefur Gagnaveita Reykjavíkur sent Símanum kröfu um greiðslu að fjárhæð 1,3 milljarða króna. Hefur þeirri kröfu einnig verið hafnað af hálfu Símans sem telur hana tilhæfulausa. Í kjölfarið lagði Sýn fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gerði kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Síminn kann að hafa brotið gegn samkeppnislögum og sátt við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsefni. Þetta er niðurstaða frummats Samkeppniseftirlitsins en forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum og niðurstöðuna byggja á skorti á gögnum. Í árshlutauppgjöri sínu greindi Síminn frá því að Sýn hefði lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gert kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport. Samkeppniseftirlitið birti frummat sitt í júlí og í kjölfarið náðust samningar milli Símans og Sýn um heildsöluaðgang. Niðurstaða frummatsins var sú að Heimilispakkinn sem Síminn býður upp á, ásamt Sjónvarpi Símans Premium og því að bæta enska boltanum við Heimilispakkann, kynni að fara í bága við ákvæði sáttar við Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna Símans og Skjásins árið 2015. Samkvæmt heimildum Markaðarins kom einnig fram að pakkatilboð Símans kynnu að fara í bága við ákvæði sáttar um tengsl Símans og dótturfélagsins Mílu frá árinu 2013. Brot á þeim fyrirmælum sem koma fram í sátt geta varðað viðurlög á borð við stjórnvaldssekt. Þá telur Samkeppniseftirlitið vísbendingar um að pakkatilboðin fari í bága við samkeppnislög. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í svari til Markaðarins að Síminn hafi ekki brotið gegn sáttinni sem var gerð árið 2013 við Samkeppniseftirlitið. Félagið hafi kostað miklu til í þeim tilgangi að tryggja að sáttinni yrði fylgt í hvívetna. „Síminn er sannfærður um að félagið hafi starfað í hvívetna í samræmi við markmið og tilgang sáttarinnar. Auk þess fjallar sú sátt fyrst og fremst um innviði Mílu og jafnan aðgang þar að, en ekki sjónvarpsmál. Aðgangur að innviðum Mílu er jafn öllum fjarskiptafélögum á Íslandi,“ segir Orri. Samkeppniseftirlitið lagði fram skilgreiningar á markaðsráðandi stöðu Símans en Orri segir að frummatið sé háð miklum fyrirvörum af hálfu Samkeppniseftirlitsins sem hafi tekið fram að tilgangurinn væri að afla sjónarmiða og gagna til að meta málið frekar. „Það eru sannarlega margir þættir sem eru órannsakaðir og sumar ályktanir eðlilega byggðar á getgátum, vegna skorts á gögnum og sumpartinn vegna þess að Samkeppniseftirlitið hefur að mati Símans fengið villandi upplýsingar frá þeim sem kvörtuðu,“ segir Orri og tekur fram að nýjar skilgreiningar Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum standist ekki að mati Símans.Verð hækki með milliliðum Síminn vinnur nú að því að skila gögnum og svörum við því sem kemur fram í frummatinu. Orri segir að hið rétta sé að framboð Símans leiði til þess að viðskiptavinir hafi fleiri valkosti en áður og fái þeir aukið frelsi um kaup á afþreyingarefni á lægra verði en oft áður. „Það leikur enginn vafi á því að viðskiptavinir, óháð því á hvaða kerfi þeir eru, fagna því að geta keypt löglegan aðgang að ensku úrvalsdeildinni á 4.500 krónur í stað 15.000 króna sem það var lengi vel. Þá eru margar forsendur sem stofnunin leggur upp með í andstöðu við það sem hefur áður komið fram að mati Símans.“ Þá segir Orri að matið byggi á áhyggjum af þróun sem ekki sé að eiga sér stað og muni ekki eiga sér stað. „Síminn býður SíminnSport í heildsölu eins og er áhugamál Samkeppniseftirlitsins. Þannig verður tíminn að leiða í ljóst hvort slíkir samningar muni skila fleiri greiðandi áhorfendum. Lykilatriði er að aðilar nái hagkvæmum viðskiptalegum samningum sem leiða til þess að fleiri noti þá þjónustu sem um ræðir. Ef heildsölusamningar skila færri áhorfendum eða draga úr sölu er hætt við að verð til neytenda muni hækka vegna fleiri milliliða á jafn stórum eða minnkuðum markaði.“ Samkeppniseftirlitið mun taka ákvörðun í málinu eftir að hafa tekið andmæli og gögn Símans til greina.Deilt um dreifingu á sjónvarpsefni Síminn og Vodafone hafa átt í ágreiningi í tengslum við dreifingu á sjónvarpsefni um nokkurra ára skeið. Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði farið gegn fjölmiðlalögum og lagði stofnunin á sekt að fjárhæð 9 milljónir króna. Í kjölfarið sendi Sýn kröfu til Símans um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1,9 milljarðar króna sem Síminn hafnaði. Vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu Sýnar frá dómi vegna vanreifunar en Sýn lagði fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Þá hefur Gagnaveita Reykjavíkur sent Símanum kröfu um greiðslu að fjárhæð 1,3 milljarða króna. Hefur þeirri kröfu einnig verið hafnað af hálfu Símans sem telur hana tilhæfulausa. Í kjölfarið lagði Sýn fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gerði kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira