Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 15:06 Það er ekki ofsögum sagt að Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, standi í ströngu þessa dagana. vísir/getty Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent