„Þó að fegurðin komi að innan, hefur varalitur aldrei skaðað neinn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. september 2019 12:00 Hildur Ársælsdóttir deilir þekkingu sinni á snyrtivörum með konum í Evrópu. Mynd/Skin & Goods Hildur Ársælsdóttir hefur opnað vefsíðuna Skin & Goods sem á að verða vettvangur fyrir þá sem vilja fræðast um allt tengt húðinni og snyrtivörum. Hildur er með meira en 12 ára reynslu í þessum bransa og ætlar nú að koma sínum fróðleik áfram ásamt því að birta áhugaverð viðtöl. Í samtali við Vísi segir Hildur að markmiðið sé að síðan verði bæði eins og kennslustofa og gagnabanki fyrir konur í Evrópu, sérstaklega fyrir ungar stúlkur sem eru að taka sín fyrstu skref þegar kemur að umhirðu húðarinnar og notkun á snyrti- og förðunarvörum. „Ég er sveitastelpa frá Sandgerði með stóra drauma um að hjálpa konum að líða sem best. Því þó að fegurðin komi að innan, hefur varalitur aldrei skaðað neinn,“ segir Hildur.Elti draumana til Frakklands Allt efnið á síðunni er á ensku svo hún stefnir á að vera með fasta lesendur frá fleiri löndum en bara Íslandi. Hildur er búsett í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni og heldur hún úti vinsælum samfélagsmiðlum undir eigin nafni og nafninu Skin & Goods þar sem hún talar einnig og skrifar á ensku. „Ég flutti til Frakklands þegar ég var 19 ára gömul til að mennta mig í snyrtivörubransanum. Ég fór þaðan til Danmerkur, til Los Angeles, til Parísar og endaði svo aftur í Danmörku.“ Hildur hefur náð góðum árangri í heimi snyrtivara og leita margir eftir ráðgjöf hjá henni. „Ég er með meira en 12 ára reynslu í snyrtivörurbransanum og menntuð í öllu sem að við kemur fegurð. Ég er ekki bara að tala út frá hvað mér finnst, heldur tala ég út frá reynslu og faglegri menntun sem húð- og snyrtivörufræðingur, förðunarfræðingur, naglafræðingur og svona get ég lengi talið.“ Hún hefur fjölbreytta menntun og reynslu og ætlar sér að nýta allt saman í þetta stóra verkefni. „Ég er einnig með háskólapróf í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti frá Bifröst. Ég er með aðra háskólagráðu frá einum virtasta tískuháskóla á vesturströndinni, FIDM, þar sem að ég menntaði mig í vöruþróun og markaðsmálum innan snyrtivörugeirans ásamt öðrum auka gráðum sem ekki er vert að telja upp. Ég hef svo starfað sem vöru- og markaðstjóri fyrir L’Oréal sem er stærsta snyrtivörufyrirtæki í heiminum ásamt að vera í vöruþróun fyrir minni fyrirtæki í Los Angeles og unnið í markaðsmálum fyrir nokkur af sterkustu vörumerkjunum í snyrtivörubransanum.“Mynd/Skin&GoodsPósthólfið fylltist strax Áður en Hildur stofnaði Skin & Goods var hún framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá íslenska snyrtivörufyrirtækinu BIOEFFECT. „Þar tók ég þátt í endurmörkun fyrirtækisins og að ná yfir íslenska markaðinn aftur en áður hafði aðal áherslan verið á erlenda markaði enda með útsölustaði í 28 löndum. Einnig leiddi ég skipulag á markaðsherferðum og kynningum fyrir markaðssókn á Bandaríkjamarkað. Þar var vel tekið eftir vörumerkinu en við fengum umfjöllun í VOGUE, Maire Claire, WSJ og víðar ásamt að hafa komið vörum í sölu í Bergdorf Goodman og Neiman Marcus. Bæði árin sem að ég var hjá ORF líftækni var tekjuvöxtur um 30 prósent á milli ára og var megnið af þessum lífrænn vöxtur, fyrir utan markaðssókn á Bandaríkjamarkað þar sem við vorum ekki að leggja áherslu á að opna nýja markaði heldur að gera betur á þeim mörkuðum sem við vorum á nú þegar.“ Í kjölfarið stofnaði Hildur sitt eigið ráðgjafafyrirtæki. Hún segir að þegar fyrstu fréttir hafi birst um fyrirtækið hafi pósthólfið hennar orðið fullt. „Skilaboð frá íslenskum snyrtivörufyrirtækjum sem hefðu séð frábæran árangur hjá BIOEFFECT og vildu einnig fara herja á erlenda markaði. Ég hef vandað valið og bara tekið að mér verkefni með fyrirtækjum sem ég sé að eru í stakk búin fyrir útflutning, þar sem að það krefst fjárfestingar að byggja upp þekkingu á vörumerki. Í dag vinn ég með þremur íslenskum fyrirtækjum sem að eru að herja á erlenda markaði, þróa nýjar vörur eða styrkja sig i rafrænni markaðssetningu.“Langt ferli að velja nafn Hildur segir að Skin & Goods sé ekki bara vefsíða heldur vettvangur þar sem hægt sé að fræða sig um allt sem við kemur fegurð. „Hér er að finna fróðleik um húðumhirðu, innihaldsefni, nýjustu trendin, vörur sem allar konur ættu að prufa og viðtöl við konur frá öllum heimshornum sem eru þekktar innan snyrtivörubransans.“ Nafnið átti að tengjast húðinni þar sem það er viðfangsefnið sem Hildur er sjálf hvað sterkust í. „Allt frá því hvernig húðin virkar, af hverju við fáum útbrot, bólur, hrukkur og hvaða innihaldsefni virka. Einnig vildi ég nafn sem var sterkt og alþjóðlegt og myndi ná yfir allt það sem að ég myndi fjalla um. Goods kom seinna og var það reyndar kallinn minn sem kom með þá hugmynd. Goods á að standa fyrir allt það sem þú þarft til að ná heilbrigðri og fallegri húð.“ Hún telur að bein þýðing yfir á íslensku væri líklega Húð og Annað sem að hennar mati hljómar ekki nógu vel. Þegar Hildur valdi nafnið skipti einnig miklu máli að vefsíða og Instagram síða með sama nafni væri ekki í notkun. Hún tók sér langan tíma í þetta ferli þar sem nafnið skipti augljóslega mjög miklu máli. „Þegar ég setti Skin & Goods saman, skrifaði ég það niður á blað um það bil hundrað sinnum og lék mér með það í Photosop og Illustrator til að sjá fyrir mér hvernig þetta myndi líta út. Ég fékk strax góða magatilfinningu og ég fer alltaf eftir henni. Svo ég fór strax í að skrásetja vörumerkið í Evrópu, skrá það og kaupa og stofna allt sem að þurfti til svo að við værum „alvöru“ fyrirtæki.“ View this post on InstagramA post shared by Hildur Ársælsdóttir (@hildurarsaels) on Aug 27, 2019 at 4:56am PDTEini iðnaðurinn sem að vex á hverju ári Síðan Skin & Goods hefur lengi verið ástríðuverkefni Hildar og byrjaði hún að hugsa um að framkvæma þennan draum fyrir fimm árum síðan. „Ég byrja hvern einasta dag að lesa um nýjustu trendin í bransanum og hef verið svokölluð fegurðarorðabók fyrir fjölskyldu, vini og vinnufélaga síðustu ár. Þegar einhver er með spurningu varðandi fegurð hvort sem það er um einhverja tiltekna vöru, nýtt vörumerki eða hvaða innihaldsefni á að forðast, vita þau alltaf við hvern þau eiga að tala. Síðustu tíu ár hef ég einnig verið að aðstoða konur úti um allan heim við að finna rétta húðumhirðu fyrir þær, með því að húðgreina þær og ráðleggja þeim hvaða vörur þær eiga að forðast og hvaða vörur þær eiga að nota. Árangurinn sem ég hef séð er svo frábær og ég er búin að sjá með mínum eigin augum hvernig konur styrkjast í sjálfsáliti af því að þær eru loksins komnar með rennislétta og fallega húð.“ Flestir sem leita til Hildar út af bólum, húðvandamálum, fínum línum og hrukkum. Hún segir að fræðslan gefi henni mjög mikið. „Allir vilja líta sem best út, enda er þetta eini iðnaðurinn sem að vex á hverju einasta ári og þá sérstaklega í efnahagskreppu þar sem að þó við eigum ekki pening til að kaupa nýtt hús eða nýja bíla, að þá getum við alltaf splæst í einn varalit til að láta okkur líða betur. Þetta er kallað The Lipstick Effect og er mjög þekkt fyrirbæri innan snyrtivörubransans. Við hættum ekki að nota maskara þegar hann klárast, sem er á um það bil þriggja mánaða fresti. Við erum stöðugt í leit af einhverju nýju og betra, sem að gerir að við erum alls ekki trú og traust vörumerkjum. Við skiptum um vörumerki, hægri og vinstri og erum í stanslausri leit af þessari einu vöru sem að mun breyta lífi okkar og kannski taka eins og fimm ár af útlitinu,“ segir Hildur og bætir við að þetta sé mjög áhugaverður iðnaður að starfa í.Vildi geta gefið hreinskilið álit Hildur vonar að Skin & Goods verði fyrsta stopp fyrir alla sem þurfi að finna upplýsingar tengdum þessu viðfangsefni. Þetta hefur verið hennar draumur í langan tíma og ákvað hún að láta þetta verða að veruleika eftir að hún varð móðir, meðal annars til þess að fá fleiri gæðastundir með unnusta sínum og börnum. „Ég man enn þann dag í dag þegar ég sat á skrifstofum L’Oréal og var að tala um þetta við vinkonu mína. En svo varð ég ólétt, flutti til Íslands, varð aftur ólétt og flutti aftur erlendis. Skin & Goods byrjaði sem viðskipta og markaðsráðgjöf fyrir snyrtivörufyrirtæki í nóvember í fyrra á meðan ég var enn í fæðingarorlofi. Þetta var í rauninni aldrei planið, en á meðan ég var í fæðingarorlofi var ég mikið að hugsa hvað mitt næsta skref ætti að vera. Þegar ég flutti aftur út höfðu L’Oréal og Estée Lauder samband við mig. Þetta eru stærstu risarnir í snyrtivöruheiminum og eiga til samans 65 af stærstu vörumerkjum í heiminum eins og MAC, Bobbi Brown, La Mer, YSL, Lancome, Urban Decay Smashbox, Clinique, Aveda, Maybelline, Biotherm, Redken, Vichy og svona gæti ég lengi talið. Þau buðu mér vinnu, svo ég þurfti að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að vinna meira en 60 tíma vinnuvikur, ferðast og ekki vera til staðar fyrir börnin mín.“ Það hafði líka áhrif á ákvörðun Hildar að hún vildi fjalla um snyrtivörur þannig að umfjöllunin sé algjörlega hreinskilin, óháð því um hvaða merki er að ræða. „Þar sem að bransinn er í stöðugri þróun er ég líka orðin meira vör við mig um innihaldsefni og hvað það er sem við setjum á okkur. Einnig er ég orðin þreytt á þessum týpísku markaðs sem að þýða ekki neitt. Svo ég átti erfitt með að taka við starfi og markaðsetja vörur sem að ég notaði ekki sjálf. Mig langaði því til að stofna þennan vettvang svo ég gæti verið algjörlega heiðarleg og gefið hin ýmsu ráð án þess að vera bundin einhverju ákveðni merki, geta upplýst neytendur um allt sem þeir eiga rétt á að vita og leyfa þeim að taka ákvörðun um hvaða vörur þeir vilja nota.“Vekur athygli á sterkum konum Hildur þurfti að takast á við ákveðið óöryggi til þess að koma síðunni í loftið en segist vita að það muni borga sig þegar horft er nokkur ár fram í tímann. „Ég lét þetta verkefni alltaf bíða þar sem það er gríðarleg vinna að setja upp heimasíðu og útbúa efni og hvað þá að byrja skrifa greinar sem ég hef aldrei verið sterkust í. En ég komst að því að ég er ágætur penni þegar ég er að tala um efni sem að ég er með ástríðu fyrir og mun ég því halda áfram að vera aðalhöfundur flestra greina Skin & Goods en ég mun einnig vera með gestapenna sem eru sérfræðingar á sínu sviði sem og viðtöl við aðrar leiðandi konur í þessum bransa úti um allan heim.“ Þó að síðan hafi farið í loftið í vikunni ætlar Hildur að starfa áfram sem ráðgjafi snyrtivörufyrirtækja. „Því ég elska að nota þekkingu mína og reynslu í að aðstoða vörumerki við allt frá vöruþróun til markaðsetningar og útflutnings á alþjóðamarkaði enda er ég búin að skapa mér gott tengslanet úti um allan heim í gengum árin í bransanum. Ég tel bara að þessi vettvangur muni styrkja mig sem sérfræðingur í mínu fagi þar sem síðan mun halda mér á tánum.“ View this post on InstagramMy goal is to make @skinandgoods the #1 beauty destination! This means we are just getting started... it’s going to take time to build it up, but you can help me by telling me what topics we need to cover and I’ll make sure you get a master class on each & every topic in the world of beauty! Thanks again for the love and support #girlboss #beauty #platform #goals #skinandgoods #empire #worklife #monday #inspiration #motivation #boss #bossbabe #skincare #skinboss #beautyboss #beautybrands #momboss #womeninbusiness #womanhood #website #womenempowerment #businesswoman #businessowner #ceo #ceolife #bosslife #mondaymotivation #empowerment #empoweringwomen A post shared by Hildur Ársælsdóttir (@hildurarsaels) on Sep 2, 2019 at 6:00am PDTEkki alltaf hægt að treysta umfjöllun áhrifavalda Hildur ætlar stöðugt að vera að svipast um eftir nýjum trendum og öllum því sem er að gerast í snyrtivöruheiminum á hverjum degi. Hún segir að það besta við þennan bransa sé að þetta sé eitthvað sem að tengi saman konur, hvort sem að þær farði sig ekkert, lítið eða mikið. Þessi bransi sé þó langt frá því að vera gallalaus. „Það versta er að þú getur ekki treyst öllum sem að eru að skrifa um fegurð og snyrtivörur í dag. Ég hef verið á bak við tjöldin, ég veit nákvæmlega hvernig þessi bransi virkar. Ég veit að það sem þú lest í glanstímaritunum er næstum allt keypt. Það sem áhrifavaldar tala um, er ekki alltaf beint frá hjartanu. Þegar þú verslar í snyrtivörudeildinni getur þú verið viss um að þeir sem vinna fyrir sérstakt vörumerki eru ekki alltaf að hugsa um hvað er best fyrir þig heldur hvernig þeir ná sínum sölubónus í þessum mánuði. Ný merki koma á yfirborðið á hverjum degi og það eru fleiri tugir þúsunda vara í boði og þetta getur verið ruglandi fyrir neytendur. Ég tel að vörumerki eigi að vera eins gegnsæ og heiðarleg og þau geta og gefa neytandanum möguleika á taka upplýsta ákvörðun.“ Hún segir að sem betur fer séu fleiri og fleiri vörumerki að átta sig á þessu en bætir þó við eigum langt í land. „Skin & Goods er byggt út frá staðreyndum, þekkingu og reynslu, sem er frekar sjaldgæft í heimi áhrifavalda í dag þar sem að flestir eru allt í einu sérfræðingar í tísku, snyrtivörum, viðskiptum, móðurhlutverki og tækni allt eftir hvað þau fá borgað fyrir að tala um. Þetta á að sjálfsögðu ekki um alla áhrifavalda.”Langar að vera eins og gagnabanki Hildur segir að það séu nokkrar sambærilegar síður í Bandaríkjunum með svipað efni og þjónustu og Skin & Goods en engine í Evrópu. Þetta byrji þó vel því síðan hrundi vegna fjölda heimsókna þegar hún fór í loftið. Það gekk þó vel að setja hana aftur af stað og Hildur er jákvæð og hefur trú á sjálfri sér. „Ég veit að sjálfsögðu ekkert hvort að þetta virkar, eða hvort að ég nái að skapa traffík á síðuna. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer af stað. Ef þú hefur áhuga á fróðleik um allt sem að snýst um fegurð, er ég viss um að þú átt eftir að læra margt. Öll síðan er sett upp sem kennslustofa, til að gera þetta skemmtilegt. Einfalt og ekki of þungt, því ég tel þetta vera vel heppnað ef að Skin & Goods verður síðan sem að þú leitar til ef að þú ert með einhverja spurningu er við kemur húð og fegurð, einskonar Google fyrir snyrtivörur, því þú veist að þú getur treyst á okkur til að vera hrein og bein skera í burtu allt kjaftæði. En það mun að sjálfsögðu taka tíma til að byggja það upp.“ Tíska og hönnun Viðskipti Viðtal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Hildur Ársælsdóttir hefur opnað vefsíðuna Skin & Goods sem á að verða vettvangur fyrir þá sem vilja fræðast um allt tengt húðinni og snyrtivörum. Hildur er með meira en 12 ára reynslu í þessum bransa og ætlar nú að koma sínum fróðleik áfram ásamt því að birta áhugaverð viðtöl. Í samtali við Vísi segir Hildur að markmiðið sé að síðan verði bæði eins og kennslustofa og gagnabanki fyrir konur í Evrópu, sérstaklega fyrir ungar stúlkur sem eru að taka sín fyrstu skref þegar kemur að umhirðu húðarinnar og notkun á snyrti- og förðunarvörum. „Ég er sveitastelpa frá Sandgerði með stóra drauma um að hjálpa konum að líða sem best. Því þó að fegurðin komi að innan, hefur varalitur aldrei skaðað neinn,“ segir Hildur.Elti draumana til Frakklands Allt efnið á síðunni er á ensku svo hún stefnir á að vera með fasta lesendur frá fleiri löndum en bara Íslandi. Hildur er búsett í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni og heldur hún úti vinsælum samfélagsmiðlum undir eigin nafni og nafninu Skin & Goods þar sem hún talar einnig og skrifar á ensku. „Ég flutti til Frakklands þegar ég var 19 ára gömul til að mennta mig í snyrtivörubransanum. Ég fór þaðan til Danmerkur, til Los Angeles, til Parísar og endaði svo aftur í Danmörku.“ Hildur hefur náð góðum árangri í heimi snyrtivara og leita margir eftir ráðgjöf hjá henni. „Ég er með meira en 12 ára reynslu í snyrtivörurbransanum og menntuð í öllu sem að við kemur fegurð. Ég er ekki bara að tala út frá hvað mér finnst, heldur tala ég út frá reynslu og faglegri menntun sem húð- og snyrtivörufræðingur, förðunarfræðingur, naglafræðingur og svona get ég lengi talið.“ Hún hefur fjölbreytta menntun og reynslu og ætlar sér að nýta allt saman í þetta stóra verkefni. „Ég er einnig með háskólapróf í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti frá Bifröst. Ég er með aðra háskólagráðu frá einum virtasta tískuháskóla á vesturströndinni, FIDM, þar sem að ég menntaði mig í vöruþróun og markaðsmálum innan snyrtivörugeirans ásamt öðrum auka gráðum sem ekki er vert að telja upp. Ég hef svo starfað sem vöru- og markaðstjóri fyrir L’Oréal sem er stærsta snyrtivörufyrirtæki í heiminum ásamt að vera í vöruþróun fyrir minni fyrirtæki í Los Angeles og unnið í markaðsmálum fyrir nokkur af sterkustu vörumerkjunum í snyrtivörubransanum.“Mynd/Skin&GoodsPósthólfið fylltist strax Áður en Hildur stofnaði Skin & Goods var hún framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá íslenska snyrtivörufyrirtækinu BIOEFFECT. „Þar tók ég þátt í endurmörkun fyrirtækisins og að ná yfir íslenska markaðinn aftur en áður hafði aðal áherslan verið á erlenda markaði enda með útsölustaði í 28 löndum. Einnig leiddi ég skipulag á markaðsherferðum og kynningum fyrir markaðssókn á Bandaríkjamarkað. Þar var vel tekið eftir vörumerkinu en við fengum umfjöllun í VOGUE, Maire Claire, WSJ og víðar ásamt að hafa komið vörum í sölu í Bergdorf Goodman og Neiman Marcus. Bæði árin sem að ég var hjá ORF líftækni var tekjuvöxtur um 30 prósent á milli ára og var megnið af þessum lífrænn vöxtur, fyrir utan markaðssókn á Bandaríkjamarkað þar sem við vorum ekki að leggja áherslu á að opna nýja markaði heldur að gera betur á þeim mörkuðum sem við vorum á nú þegar.“ Í kjölfarið stofnaði Hildur sitt eigið ráðgjafafyrirtæki. Hún segir að þegar fyrstu fréttir hafi birst um fyrirtækið hafi pósthólfið hennar orðið fullt. „Skilaboð frá íslenskum snyrtivörufyrirtækjum sem hefðu séð frábæran árangur hjá BIOEFFECT og vildu einnig fara herja á erlenda markaði. Ég hef vandað valið og bara tekið að mér verkefni með fyrirtækjum sem ég sé að eru í stakk búin fyrir útflutning, þar sem að það krefst fjárfestingar að byggja upp þekkingu á vörumerki. Í dag vinn ég með þremur íslenskum fyrirtækjum sem að eru að herja á erlenda markaði, þróa nýjar vörur eða styrkja sig i rafrænni markaðssetningu.“Langt ferli að velja nafn Hildur segir að Skin & Goods sé ekki bara vefsíða heldur vettvangur þar sem hægt sé að fræða sig um allt sem við kemur fegurð. „Hér er að finna fróðleik um húðumhirðu, innihaldsefni, nýjustu trendin, vörur sem allar konur ættu að prufa og viðtöl við konur frá öllum heimshornum sem eru þekktar innan snyrtivörubransans.“ Nafnið átti að tengjast húðinni þar sem það er viðfangsefnið sem Hildur er sjálf hvað sterkust í. „Allt frá því hvernig húðin virkar, af hverju við fáum útbrot, bólur, hrukkur og hvaða innihaldsefni virka. Einnig vildi ég nafn sem var sterkt og alþjóðlegt og myndi ná yfir allt það sem að ég myndi fjalla um. Goods kom seinna og var það reyndar kallinn minn sem kom með þá hugmynd. Goods á að standa fyrir allt það sem þú þarft til að ná heilbrigðri og fallegri húð.“ Hún telur að bein þýðing yfir á íslensku væri líklega Húð og Annað sem að hennar mati hljómar ekki nógu vel. Þegar Hildur valdi nafnið skipti einnig miklu máli að vefsíða og Instagram síða með sama nafni væri ekki í notkun. Hún tók sér langan tíma í þetta ferli þar sem nafnið skipti augljóslega mjög miklu máli. „Þegar ég setti Skin & Goods saman, skrifaði ég það niður á blað um það bil hundrað sinnum og lék mér með það í Photosop og Illustrator til að sjá fyrir mér hvernig þetta myndi líta út. Ég fékk strax góða magatilfinningu og ég fer alltaf eftir henni. Svo ég fór strax í að skrásetja vörumerkið í Evrópu, skrá það og kaupa og stofna allt sem að þurfti til svo að við værum „alvöru“ fyrirtæki.“ View this post on InstagramA post shared by Hildur Ársælsdóttir (@hildurarsaels) on Aug 27, 2019 at 4:56am PDTEini iðnaðurinn sem að vex á hverju ári Síðan Skin & Goods hefur lengi verið ástríðuverkefni Hildar og byrjaði hún að hugsa um að framkvæma þennan draum fyrir fimm árum síðan. „Ég byrja hvern einasta dag að lesa um nýjustu trendin í bransanum og hef verið svokölluð fegurðarorðabók fyrir fjölskyldu, vini og vinnufélaga síðustu ár. Þegar einhver er með spurningu varðandi fegurð hvort sem það er um einhverja tiltekna vöru, nýtt vörumerki eða hvaða innihaldsefni á að forðast, vita þau alltaf við hvern þau eiga að tala. Síðustu tíu ár hef ég einnig verið að aðstoða konur úti um allan heim við að finna rétta húðumhirðu fyrir þær, með því að húðgreina þær og ráðleggja þeim hvaða vörur þær eiga að forðast og hvaða vörur þær eiga að nota. Árangurinn sem ég hef séð er svo frábær og ég er búin að sjá með mínum eigin augum hvernig konur styrkjast í sjálfsáliti af því að þær eru loksins komnar með rennislétta og fallega húð.“ Flestir sem leita til Hildar út af bólum, húðvandamálum, fínum línum og hrukkum. Hún segir að fræðslan gefi henni mjög mikið. „Allir vilja líta sem best út, enda er þetta eini iðnaðurinn sem að vex á hverju einasta ári og þá sérstaklega í efnahagskreppu þar sem að þó við eigum ekki pening til að kaupa nýtt hús eða nýja bíla, að þá getum við alltaf splæst í einn varalit til að láta okkur líða betur. Þetta er kallað The Lipstick Effect og er mjög þekkt fyrirbæri innan snyrtivörubransans. Við hættum ekki að nota maskara þegar hann klárast, sem er á um það bil þriggja mánaða fresti. Við erum stöðugt í leit af einhverju nýju og betra, sem að gerir að við erum alls ekki trú og traust vörumerkjum. Við skiptum um vörumerki, hægri og vinstri og erum í stanslausri leit af þessari einu vöru sem að mun breyta lífi okkar og kannski taka eins og fimm ár af útlitinu,“ segir Hildur og bætir við að þetta sé mjög áhugaverður iðnaður að starfa í.Vildi geta gefið hreinskilið álit Hildur vonar að Skin & Goods verði fyrsta stopp fyrir alla sem þurfi að finna upplýsingar tengdum þessu viðfangsefni. Þetta hefur verið hennar draumur í langan tíma og ákvað hún að láta þetta verða að veruleika eftir að hún varð móðir, meðal annars til þess að fá fleiri gæðastundir með unnusta sínum og börnum. „Ég man enn þann dag í dag þegar ég sat á skrifstofum L’Oréal og var að tala um þetta við vinkonu mína. En svo varð ég ólétt, flutti til Íslands, varð aftur ólétt og flutti aftur erlendis. Skin & Goods byrjaði sem viðskipta og markaðsráðgjöf fyrir snyrtivörufyrirtæki í nóvember í fyrra á meðan ég var enn í fæðingarorlofi. Þetta var í rauninni aldrei planið, en á meðan ég var í fæðingarorlofi var ég mikið að hugsa hvað mitt næsta skref ætti að vera. Þegar ég flutti aftur út höfðu L’Oréal og Estée Lauder samband við mig. Þetta eru stærstu risarnir í snyrtivöruheiminum og eiga til samans 65 af stærstu vörumerkjum í heiminum eins og MAC, Bobbi Brown, La Mer, YSL, Lancome, Urban Decay Smashbox, Clinique, Aveda, Maybelline, Biotherm, Redken, Vichy og svona gæti ég lengi talið. Þau buðu mér vinnu, svo ég þurfti að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að vinna meira en 60 tíma vinnuvikur, ferðast og ekki vera til staðar fyrir börnin mín.“ Það hafði líka áhrif á ákvörðun Hildar að hún vildi fjalla um snyrtivörur þannig að umfjöllunin sé algjörlega hreinskilin, óháð því um hvaða merki er að ræða. „Þar sem að bransinn er í stöðugri þróun er ég líka orðin meira vör við mig um innihaldsefni og hvað það er sem við setjum á okkur. Einnig er ég orðin þreytt á þessum týpísku markaðs sem að þýða ekki neitt. Svo ég átti erfitt með að taka við starfi og markaðsetja vörur sem að ég notaði ekki sjálf. Mig langaði því til að stofna þennan vettvang svo ég gæti verið algjörlega heiðarleg og gefið hin ýmsu ráð án þess að vera bundin einhverju ákveðni merki, geta upplýst neytendur um allt sem þeir eiga rétt á að vita og leyfa þeim að taka ákvörðun um hvaða vörur þeir vilja nota.“Vekur athygli á sterkum konum Hildur þurfti að takast á við ákveðið óöryggi til þess að koma síðunni í loftið en segist vita að það muni borga sig þegar horft er nokkur ár fram í tímann. „Ég lét þetta verkefni alltaf bíða þar sem það er gríðarleg vinna að setja upp heimasíðu og útbúa efni og hvað þá að byrja skrifa greinar sem ég hef aldrei verið sterkust í. En ég komst að því að ég er ágætur penni þegar ég er að tala um efni sem að ég er með ástríðu fyrir og mun ég því halda áfram að vera aðalhöfundur flestra greina Skin & Goods en ég mun einnig vera með gestapenna sem eru sérfræðingar á sínu sviði sem og viðtöl við aðrar leiðandi konur í þessum bransa úti um allan heim.“ Þó að síðan hafi farið í loftið í vikunni ætlar Hildur að starfa áfram sem ráðgjafi snyrtivörufyrirtækja. „Því ég elska að nota þekkingu mína og reynslu í að aðstoða vörumerki við allt frá vöruþróun til markaðsetningar og útflutnings á alþjóðamarkaði enda er ég búin að skapa mér gott tengslanet úti um allan heim í gengum árin í bransanum. Ég tel bara að þessi vettvangur muni styrkja mig sem sérfræðingur í mínu fagi þar sem síðan mun halda mér á tánum.“ View this post on InstagramMy goal is to make @skinandgoods the #1 beauty destination! This means we are just getting started... it’s going to take time to build it up, but you can help me by telling me what topics we need to cover and I’ll make sure you get a master class on each & every topic in the world of beauty! Thanks again for the love and support #girlboss #beauty #platform #goals #skinandgoods #empire #worklife #monday #inspiration #motivation #boss #bossbabe #skincare #skinboss #beautyboss #beautybrands #momboss #womeninbusiness #womanhood #website #womenempowerment #businesswoman #businessowner #ceo #ceolife #bosslife #mondaymotivation #empowerment #empoweringwomen A post shared by Hildur Ársælsdóttir (@hildurarsaels) on Sep 2, 2019 at 6:00am PDTEkki alltaf hægt að treysta umfjöllun áhrifavalda Hildur ætlar stöðugt að vera að svipast um eftir nýjum trendum og öllum því sem er að gerast í snyrtivöruheiminum á hverjum degi. Hún segir að það besta við þennan bransa sé að þetta sé eitthvað sem að tengi saman konur, hvort sem að þær farði sig ekkert, lítið eða mikið. Þessi bransi sé þó langt frá því að vera gallalaus. „Það versta er að þú getur ekki treyst öllum sem að eru að skrifa um fegurð og snyrtivörur í dag. Ég hef verið á bak við tjöldin, ég veit nákvæmlega hvernig þessi bransi virkar. Ég veit að það sem þú lest í glanstímaritunum er næstum allt keypt. Það sem áhrifavaldar tala um, er ekki alltaf beint frá hjartanu. Þegar þú verslar í snyrtivörudeildinni getur þú verið viss um að þeir sem vinna fyrir sérstakt vörumerki eru ekki alltaf að hugsa um hvað er best fyrir þig heldur hvernig þeir ná sínum sölubónus í þessum mánuði. Ný merki koma á yfirborðið á hverjum degi og það eru fleiri tugir þúsunda vara í boði og þetta getur verið ruglandi fyrir neytendur. Ég tel að vörumerki eigi að vera eins gegnsæ og heiðarleg og þau geta og gefa neytandanum möguleika á taka upplýsta ákvörðun.“ Hún segir að sem betur fer séu fleiri og fleiri vörumerki að átta sig á þessu en bætir þó við eigum langt í land. „Skin & Goods er byggt út frá staðreyndum, þekkingu og reynslu, sem er frekar sjaldgæft í heimi áhrifavalda í dag þar sem að flestir eru allt í einu sérfræðingar í tísku, snyrtivörum, viðskiptum, móðurhlutverki og tækni allt eftir hvað þau fá borgað fyrir að tala um. Þetta á að sjálfsögðu ekki um alla áhrifavalda.”Langar að vera eins og gagnabanki Hildur segir að það séu nokkrar sambærilegar síður í Bandaríkjunum með svipað efni og þjónustu og Skin & Goods en engine í Evrópu. Þetta byrji þó vel því síðan hrundi vegna fjölda heimsókna þegar hún fór í loftið. Það gekk þó vel að setja hana aftur af stað og Hildur er jákvæð og hefur trú á sjálfri sér. „Ég veit að sjálfsögðu ekkert hvort að þetta virkar, eða hvort að ég nái að skapa traffík á síðuna. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer af stað. Ef þú hefur áhuga á fróðleik um allt sem að snýst um fegurð, er ég viss um að þú átt eftir að læra margt. Öll síðan er sett upp sem kennslustofa, til að gera þetta skemmtilegt. Einfalt og ekki of þungt, því ég tel þetta vera vel heppnað ef að Skin & Goods verður síðan sem að þú leitar til ef að þú ert með einhverja spurningu er við kemur húð og fegurð, einskonar Google fyrir snyrtivörur, því þú veist að þú getur treyst á okkur til að vera hrein og bein skera í burtu allt kjaftæði. En það mun að sjálfsögðu taka tíma til að byggja það upp.“
Tíska og hönnun Viðskipti Viðtal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira