Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

„Ég fékk al­veg gæsa­húð þegar ég sá þetta“

Ríkisstjórn Bandaríkjanna kynnti nýjan fæðupýramída í byrjun árs þar sem honum var snúið á hvolf og aukin áhersla lögð á prótín og fitu. Útlit og hönnun pýramídans er keimlík fæðuhring sem hönnunarstofan Aton gerði fyrir embætti landlæknis í fyrra. Hönnunarstjóri Aton segir líkindin töluverð en lítið sé við því að gera.

Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kjólasaga Brooklyns loðin

Það hefur vart farið fram hjá neinum að Beckham-fjölskyldan stendur nú í sögulegum deilum sem vöktu sérstaklega mikla athygli í gær þegar Brooklyn elsti sonur Victoriu og Davids opnaði sig um áralangar erjur hans og fjölskyldu hans. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Við byrjuðum að hlusta á jóla­lög í júlí“

Þrjár vinkonur til tuttugu ára segjast taka því alvarlega að sjá um að gera klæði fyrir jólasveina sem eru á leiðinni til byggða í mátun enda verkefnið frá Grýlu sjálfri. Búningar á börn rjúka út eins og heitar lummur hjá kempunum. 

Lífið
Fréttamynd

Snéru upp á klassískt jóla­lag

„Þessi fyrirsögn kom til mín í draumi og mér fannst hún henta einstaklega vel,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson glottandi en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við sniðugt slagorð jólalínu Essie þessi jólin sem hefur vakið athygli; „Ég lakka svo til“.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Best klæddu Ís­lendingarnir 2025

Stílhreint eða sturlað, afslappað eða ýkt eða bara allt í bland? Klæðaburður er áhugaverður tjáningarmáti sem hver og einn gerir að sínum af mismikilli ástríðu. Sumir vekja óneitanlega meiri athygli í tískunni en aðrir og hér verður gerð tilraun til að fara yfir best klæddu Íslendingana á árinu sem senn er að líða.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla

Hönnunaspaðar, listaspírur og opnunarormar létu sig ekki vanta á jóla-popup-opnun tískumerkisins Suskin síðasta laugardag. Þar er að finna leðurtöskur úr Toskana-leðri, skartgripi eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur og listaverk eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þetta gúggluðu Ís­lendingar á árinu

Gera má ráð fyrir að leitarhegðun Íslendinga á Google-leitarvélinni sé ákveðin endurspeglun á því hvað gerðist á árinu en á topp tíu listanum yfir vinsælustu leitirnar má finna bandarískan áhrifavald, fyrrverandi forseta, raðmorðingja og Afríkuríki. Tæknirisinn Google tók saman það sem Íslendingar leituðu helst að í leitarvélinni á árinu.

Lífið
Fréttamynd

Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu

Við erum vön því að hugsa um næturserum sem ómissandi hluta af húðumhirðu. Þegar við sofum fær líkaminn loksins næði til að gera við, endurnýja og jafna sig eftir álag dagsins. Næturserum fyrir hár er ein nýjasta og mest spennandi þróunin í faglegri hárumhirðu, þar sem endurnýjun, styrkur, mýkt og viðgerð eiga sér stað á meðan líkaminn hvílir.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­lenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum

Vöruhönnuðurnir Bríet Sigtryggsdóttir og Erla Lind Guðmundsdóttir veltu því fyrir sér hvernig Íslendingar myndu framleiða Labubu ef skorið yrði á tengsl landsins við umheiminn. Við tók langt ferli þar sem þær smíðuðu íslenskt lambubu úr kindahorni, ull, heststagli, fiskaugum og roði.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fal­legu jóla­gjafirnar fást í Maí

Lífstílsverslunin Maí á Garðatorgi selur vandaðar snyrtivörur og skartgripi ásamt sérvöldum gjafavörum. Í sumar flutti verslunin í stærra og glæsilegra rými á Garðatorgi 4 og í kjölfarið stækkaði vöruúrvalið til muna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ástin blómstrar í appel­sínu­gulu leðri

Stjörnuparið Timothée Chalamet leikari og Kylie Jenner raunveruleikastjarna stálu senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Marty Supreme í gærkvöldi. Það eru stöðugar sögusagnir um sambandsslit en parið afsannaði þær í gærkvöldi og klæddu sig meira að segja í stíl. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“

„Ég er sjálfsöruggari í dag og ég þekki mig betur,“ segir tískudrottningin Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, betur þekkt sem Sissa. Hún er 51 árs gömul og líður best í tísku- og verslunargeiranum þar sem hún tekur vel á móti fólki í versluninni 38 þrepum og er alltaf með puttann á púlsinum á því sem er smart.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Himnesk rúm­föt úr egypskri bóm­ull

Rúmföt.is er eina sérverslun landsins sem sérhæfir sig í hágæða rúmfötum. Það má segja að verslunin sé arftaki Fatabúðarinnar sem margir lesendur kannast eflaust við. Rúmföt.is selur einnig lúxus dúnsængur, kodda og sérlega vönduð handklæði frá öllum heimshornum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Best klæddu stjörnurnar sam­kvæmt Vogue

Árlegu tískuverðlaunin voru haldin hátíðleg á mánudag í Lundúnum og skærustu stjörnur heimsins fjölmenntu þar í hátískuklæðum. Ekkert var gefið eftir í glæsileikanum en tímaritið Vogue gaf nýverið út lista yfir fimmtán best klæddu stjörnur hátíðarinnar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Langskemmtilegast að vera al­veg sama

„Mér finnst þetta einfaldlega gera lífið litríkara og skemmtilegra,“ segir tískuskvísan og athafnakonan Sofia Elsie Nielsen sem skín skært hvert sem hún fer. Sofia ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, tískuna, að læra að standa með sjálfi sér og margt fleira.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Jóla­gjafir sem gleðja hárið og hjartað

Á hverju ári, þegar veturinn leggst yfir og jólaljósin lýsa upp leitum við að gjöfum sem gleðja. Hárvörukassar hátíðarinnar hafa orðið að einni vinsælustu fegurðargjöf ársins og ekki að ástæðulausu. Þeir sameina gæði, fagþekkingu og hátíðlega umhyggju í fallegum pökkum sem gera bæði hárið og hjartað hlýrra.

Lífið samstarf