Hvað er það sem gerir þig meira aðlaðandi? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. september 2019 20:00 Hvort ætli vegi meira þegar kemur að því að vera aðlaðandi, útgeislun eða útlit? Það er margt sem hefur verið sagt um fegurð í gegnum tíðina og ófáar skilgreiningar á því hvað fegurð raunverulega er. Hverjum þykir sinn fugl fagur, fegurðin er það sem kemur að innan eða að fegurðin er einungis í auga þess sem skynjar hana. Er þetta bara svona einfalt? Auðvitað erum við öll með mismunandi smekk og fegurðarskyn okkar eftir því. Sumir heillast af ákveðnum stíl, ákveðnum líkamsvexti eða ákveðinni týpu. En staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir þennan mismunandi smekk þá virðast sumar manneskjur hafa einhvern óútskýranlegan sjarma. Á síðunni The anatomy of love er farið yfir fimm eiginleika sem þessar ofurheillandi manneskjur eiga sameiginlegt og hvernig er hægt að tileikna sér þá eiginleika sem þarf til að verða meira aðlaðandi. GÓÐ FYRSTU KYNNI Þrátt fyrir endalausar rökræður og efasemdir um mikilvægi fyrstu kynna, þá leikur enginn vafi á því hversu mikil áhrif þau hafa. Þau skipta verulegu máli. Rannsóknir sýna að fólk hefur tilhneigingu að vera mjög fljótt að dæma aðra út frá líkamlegu aðdráttarafli þeirra. Manneskja hefur í raun aðeins 2-30 sekúndur til þess að koma eins vel fyrir og hún getur. Þegar þú hittir nýtt fólk er því gott að hafa í huga að bera þig á eins góðan máta og þú mögulegar getur. Fólk viðist laðast að fólki sem er samkvæmt sjálfum sér og einlægt. Tilgerð er eitthvað sem fólk sér fljótt í gegnum svo ekki reyna að vera eitthvað annað en þú ert. Að vera fullur sjálfstraust en einlægur á sama tíma er því talin mjög heillandi blanda. VERTU ÁHUGAVERÐ/UR Manneskjur hafa tilhneigingu til að vilja falla inn í fjöldann, sérstaklega ef við erum feimin eða stressuð. Hins vegar er besta leiðin til að verða áhugaverður einstaklingur að skera sig úr fjöldanum á einhvern hátt. Mannsheilinn þráir nýjungar og örvun því hann verður fljótt leiður á sömu hlutunum. Þarna geta hlutir eins og áhugaverð föt eða sérstakir skartgripir hjálpað. Það að finna eitthvað sem hentar þínum stíl en sker þig á einhvern hátt úr hópnum. Mikilvægt er samt að hafa í huga að reyna ekki að vera einhver annar en þú ert. Finndu það sem einkennir þinn persónuleika og stíl. Hugsaðu um smáatriðin. Það gildir sama með samskipti, hvernig skerðu þig úr? Prófaðu að skoða þessa eiginleika hjá fólki næst þegar þú ert í partýi eða í einhverri samkomu þar sem fólk er að blanda geði. Sjáðu þá hvað það eru margir að nota sömu frasana, sömu spurningarnar eða sömu nálgunina í samræðum.Hvaðan ertu? Áttu börn? Hvað gerir þú? Þessar spurningar falla fljótt í bakgrunninn og verða hálf leiðinlegar og tilgerðalegar. Kurteisishjal sem verður oft frekar vélrænt er ekkert sérlega heillandi. Hlustaðu svo á fólk sem sker sig úr hvað samskipti varðar, um hvað er það að tala? Hvernig segir það frá? Það að segja skemmtilegar sögur, spyrja áhugaverðra spurninga er nefninlega ákveðin kúnst. Pældu aðeins í þessu, undirbúðu þig og hugsaðu um eitthvað skemmtilegt eða áhugavert til að segja frá þegar þú hittir fólk.VERTU AÐGENGILEG/UR Það er mjög algengt að fólk sé hrætt við að virðast of örvæntingafullt eða of krefjandi í samskiptum sem verður til þess að fólk hefur tilhneigingu til að halda aftur af sér. En að halda það að einungis nærvera þín á viðburðum eða í partýum sé nægjanleg til heilla, er mikill misskilningur. Fólk mun ekki kynnast þér nema að þú gefir þeim aðgang að þér, vertu óhræddur við það. Í stað þess að standa úti í horni skaltu nálgast manneskjur sem þér finnast áhugaverðar. Tjáðu þeim hversu gaman þér þykir að vera á staðnum og hvað þér finnist gaman að hitta nýtt fólk. Þó að þetta eigi kannski ekki alltaf við þá eykur þetta líkurnar töluvert á því að fólki finnist þú aðlaðandi. Hugsaðu líka um líkamstjáninguna þína, hún gefur mjög sterk skilaboð. Hangir þú í símanum þínum? Heldur þú veskinu þínu þétt upp að þér eða ertu með krosslagðar hendur? Treður þú höndum í vasa eða felur þær undir jakkanum þínum? Allt þetta gerir fólki erfiðara fyrir að nálgast þig og gerir þig minna aðlaðandi í augum annara, jafnvel fráhrindandi. Ef þú vilt sýna að þú sért opinn fyrir samskiptum er best að standa í opinni stöðu, beinn í baki og með hendur þínar sýnilegar. Ef þú ert með veski, hafðu það þá á öxlunum. Ef þú ert með síma, leggðu hann þá frá þér. Allt eru þetta eiginleikar sem gera þig meira aðlaðandi í augum fólks. VERTU ÁHUGASÖM/ÁHUGASAMUR Uppáhalds umræðuefni fólks er yfirleitt eitthvað sem tengist þeim sjálfum. Eiginleikinn að vera góður hlustandi er því oft vanmetinn. Æfðu þig í að hlusta markvisst með því að endurtaka það sem fólk segir og ræða það jafnvel frekar. Sýndu áhuga á fólki þegar það er að tala í stað þess að bíða eftir því að það komi að þér, þá ertu ekki raunverulega að hlusta. Ef þú sérð manneskjuna aftur reyndu þá að minnast á eitthvað sem þið voruð að tala um, sýndu áhuga. Það er óþarfi að minnast á allt sem þið töluðuð um því það getur komið út sem of mikill áhugi eða jafnvel þráhyggja. En að taka kannski upp eitt til tvö umræðuefni sem þú mannst eftir sýnir að þú hefur raunverulegan áhuga á manneskjunni og hafir hlustað. Fólki finnst það aðlaðandi.VERTU EFTIRMINNILEG/UR Láttu fólk alltaf vilja meira. Þessi þunna lína að vera áhugaverður en samt ekki of mikið. Að kunna að yfirgefa samræðurnar á réttum tíma, vitandi að fólki langar að tala aftur við þig, langi að heyra meira og sækja í nærveru þína. Ekki hella öllu út í einu í samræðum, þú þarft ekki að leggja öll trompin á borðið strax. Útlit og útgeislun, hvort vegur meira þegar kemur að því að vera aðlaðandi? Rannsóknir sýna ítrekað fram á að það sem skiptir mestu máli er það sem kemur að innan frá, ekki útlitið. Það sem raunverulega gerir manneskjur heillandi er því sjálfstraust, líða vel í eigin skinni og hafa góða nærveru. Ef að þú vilt auka útgeislun þína og verða meira aðlaðandi, prófaðu þá að tileinka þér þessi ráð hér að ofan. Þú munt mjög líklega finna mikinn mun á því hvernig fólk tekur þér. Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Tekin! Það er fátt eins skemmtilegt eins og góðar sannar sögur. Ástarsögur, stefnumótasögur eða bara vandræðalegar kynlífssögur. Makamál birta hér fyrstu aðsendu söguna úr næturlífinu í Reykjavík. 1. september 2019 22:45 Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15 Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Það er margt sem hefur verið sagt um fegurð í gegnum tíðina og ófáar skilgreiningar á því hvað fegurð raunverulega er. Hverjum þykir sinn fugl fagur, fegurðin er það sem kemur að innan eða að fegurðin er einungis í auga þess sem skynjar hana. Er þetta bara svona einfalt? Auðvitað erum við öll með mismunandi smekk og fegurðarskyn okkar eftir því. Sumir heillast af ákveðnum stíl, ákveðnum líkamsvexti eða ákveðinni týpu. En staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir þennan mismunandi smekk þá virðast sumar manneskjur hafa einhvern óútskýranlegan sjarma. Á síðunni The anatomy of love er farið yfir fimm eiginleika sem þessar ofurheillandi manneskjur eiga sameiginlegt og hvernig er hægt að tileikna sér þá eiginleika sem þarf til að verða meira aðlaðandi. GÓÐ FYRSTU KYNNI Þrátt fyrir endalausar rökræður og efasemdir um mikilvægi fyrstu kynna, þá leikur enginn vafi á því hversu mikil áhrif þau hafa. Þau skipta verulegu máli. Rannsóknir sýna að fólk hefur tilhneigingu að vera mjög fljótt að dæma aðra út frá líkamlegu aðdráttarafli þeirra. Manneskja hefur í raun aðeins 2-30 sekúndur til þess að koma eins vel fyrir og hún getur. Þegar þú hittir nýtt fólk er því gott að hafa í huga að bera þig á eins góðan máta og þú mögulegar getur. Fólk viðist laðast að fólki sem er samkvæmt sjálfum sér og einlægt. Tilgerð er eitthvað sem fólk sér fljótt í gegnum svo ekki reyna að vera eitthvað annað en þú ert. Að vera fullur sjálfstraust en einlægur á sama tíma er því talin mjög heillandi blanda. VERTU ÁHUGAVERÐ/UR Manneskjur hafa tilhneigingu til að vilja falla inn í fjöldann, sérstaklega ef við erum feimin eða stressuð. Hins vegar er besta leiðin til að verða áhugaverður einstaklingur að skera sig úr fjöldanum á einhvern hátt. Mannsheilinn þráir nýjungar og örvun því hann verður fljótt leiður á sömu hlutunum. Þarna geta hlutir eins og áhugaverð föt eða sérstakir skartgripir hjálpað. Það að finna eitthvað sem hentar þínum stíl en sker þig á einhvern hátt úr hópnum. Mikilvægt er samt að hafa í huga að reyna ekki að vera einhver annar en þú ert. Finndu það sem einkennir þinn persónuleika og stíl. Hugsaðu um smáatriðin. Það gildir sama með samskipti, hvernig skerðu þig úr? Prófaðu að skoða þessa eiginleika hjá fólki næst þegar þú ert í partýi eða í einhverri samkomu þar sem fólk er að blanda geði. Sjáðu þá hvað það eru margir að nota sömu frasana, sömu spurningarnar eða sömu nálgunina í samræðum.Hvaðan ertu? Áttu börn? Hvað gerir þú? Þessar spurningar falla fljótt í bakgrunninn og verða hálf leiðinlegar og tilgerðalegar. Kurteisishjal sem verður oft frekar vélrænt er ekkert sérlega heillandi. Hlustaðu svo á fólk sem sker sig úr hvað samskipti varðar, um hvað er það að tala? Hvernig segir það frá? Það að segja skemmtilegar sögur, spyrja áhugaverðra spurninga er nefninlega ákveðin kúnst. Pældu aðeins í þessu, undirbúðu þig og hugsaðu um eitthvað skemmtilegt eða áhugavert til að segja frá þegar þú hittir fólk.VERTU AÐGENGILEG/UR Það er mjög algengt að fólk sé hrætt við að virðast of örvæntingafullt eða of krefjandi í samskiptum sem verður til þess að fólk hefur tilhneigingu til að halda aftur af sér. En að halda það að einungis nærvera þín á viðburðum eða í partýum sé nægjanleg til heilla, er mikill misskilningur. Fólk mun ekki kynnast þér nema að þú gefir þeim aðgang að þér, vertu óhræddur við það. Í stað þess að standa úti í horni skaltu nálgast manneskjur sem þér finnast áhugaverðar. Tjáðu þeim hversu gaman þér þykir að vera á staðnum og hvað þér finnist gaman að hitta nýtt fólk. Þó að þetta eigi kannski ekki alltaf við þá eykur þetta líkurnar töluvert á því að fólki finnist þú aðlaðandi. Hugsaðu líka um líkamstjáninguna þína, hún gefur mjög sterk skilaboð. Hangir þú í símanum þínum? Heldur þú veskinu þínu þétt upp að þér eða ertu með krosslagðar hendur? Treður þú höndum í vasa eða felur þær undir jakkanum þínum? Allt þetta gerir fólki erfiðara fyrir að nálgast þig og gerir þig minna aðlaðandi í augum annara, jafnvel fráhrindandi. Ef þú vilt sýna að þú sért opinn fyrir samskiptum er best að standa í opinni stöðu, beinn í baki og með hendur þínar sýnilegar. Ef þú ert með veski, hafðu það þá á öxlunum. Ef þú ert með síma, leggðu hann þá frá þér. Allt eru þetta eiginleikar sem gera þig meira aðlaðandi í augum fólks. VERTU ÁHUGASÖM/ÁHUGASAMUR Uppáhalds umræðuefni fólks er yfirleitt eitthvað sem tengist þeim sjálfum. Eiginleikinn að vera góður hlustandi er því oft vanmetinn. Æfðu þig í að hlusta markvisst með því að endurtaka það sem fólk segir og ræða það jafnvel frekar. Sýndu áhuga á fólki þegar það er að tala í stað þess að bíða eftir því að það komi að þér, þá ertu ekki raunverulega að hlusta. Ef þú sérð manneskjuna aftur reyndu þá að minnast á eitthvað sem þið voruð að tala um, sýndu áhuga. Það er óþarfi að minnast á allt sem þið töluðuð um því það getur komið út sem of mikill áhugi eða jafnvel þráhyggja. En að taka kannski upp eitt til tvö umræðuefni sem þú mannst eftir sýnir að þú hefur raunverulegan áhuga á manneskjunni og hafir hlustað. Fólki finnst það aðlaðandi.VERTU EFTIRMINNILEG/UR Láttu fólk alltaf vilja meira. Þessi þunna lína að vera áhugaverður en samt ekki of mikið. Að kunna að yfirgefa samræðurnar á réttum tíma, vitandi að fólki langar að tala aftur við þig, langi að heyra meira og sækja í nærveru þína. Ekki hella öllu út í einu í samræðum, þú þarft ekki að leggja öll trompin á borðið strax. Útlit og útgeislun, hvort vegur meira þegar kemur að því að vera aðlaðandi? Rannsóknir sýna ítrekað fram á að það sem skiptir mestu máli er það sem kemur að innan frá, ekki útlitið. Það sem raunverulega gerir manneskjur heillandi er því sjálfstraust, líða vel í eigin skinni og hafa góða nærveru. Ef að þú vilt auka útgeislun þína og verða meira aðlaðandi, prófaðu þá að tileinka þér þessi ráð hér að ofan. Þú munt mjög líklega finna mikinn mun á því hvernig fólk tekur þér.
Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Tekin! Það er fátt eins skemmtilegt eins og góðar sannar sögur. Ástarsögur, stefnumótasögur eða bara vandræðalegar kynlífssögur. Makamál birta hér fyrstu aðsendu söguna úr næturlífinu í Reykjavík. 1. september 2019 22:45 Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15 Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Tekin! Það er fátt eins skemmtilegt eins og góðar sannar sögur. Ástarsögur, stefnumótasögur eða bara vandræðalegar kynlífssögur. Makamál birta hér fyrstu aðsendu söguna úr næturlífinu í Reykjavík. 1. september 2019 22:45
Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun "Tantranudd er alls ekki kynlífsþjónusta“ segir Magdalena Hansen stofnandi Tantra Temple á Íslandi. Hún segir jafnframt að þeim berist oft spurningar frá fólki sem er að leita eftir einhvers konar kynlífsþjónustu en þær berist þó aðallega frá karlmönnum. 31. ágúst 2019 19:15
Íslenskt par segir frá örvandi upplifun sinni af tantranuddi Í gær birtu Makamál viðtal við Magdalenu Hansen eiganda Tantra Temple á Íslandi. Í framhaldi af viðtalinu bauðst Makamálum að finna par til þess að prófa nuddið og taka svo viðtal við þau á eftir um upplifun þeirra. 1. september 2019 20:00