Hættur að grína fyrir Gísla Martein Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2019 11:30 Atli Fannar verður ekki með innslög sín í Vikunni á RÚV í vetur. vísir/andri marinó. „Það stóð ekki til að byrja í nýrri vinnu, ári eftir að ég hóf störf hjá Hugsmiðjunni. Þar er ég búinn að skemmta mér konunglega og ég er stoltur af verkefnunum sem ég tók þátt í þar. Í sumar auglýsti RÚV hins vegar starf sem togaði svo svakalega í mig að ég gat ekki sleppt því að sækja um,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason sem hóf í dag störf hjá RÚV sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá stofnuninni. Hann hefur undanfarin misseri starfað hjá markaðsteymi Hugsmiðjunnar. „Þetta leggst hrikalega vel í mig enda hálfgert draumastarf. Ég hef lengi látið mig dreyma um að fá að vera með fingurna í að miðla efninu frá RÚV á samfélagsmiðlum og tækifærin eru hreinlega yfirþyrmandi.“Hættir í Vikunni Undanfarin ár hefur Atli Fannar verið með innslög í þættinum Vikan á föstudagskvöldum á RÚV en í vetur hverfur Atli af skjánum. „Ég verð ekki með innslögin mín hjá Gísla Marteini í vetur. Þau eru að hrista aðeins upp í þættinum og það er ekkert eðlilegra, þar sem hann hefur verið með sama sniði í þrjú ár.“Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason hafa myndað teymið í kringum spjallþáttinn Vikan.RÚVSamkvæmt heimildum Vísis sóttu 120 manns um starfið sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV. „Ég vona að fólk haldi ekki niðri í sér andanum í dag og bíði eftir einhverjum bombum. Velgengni á samfélagsmiðlum snýst um stöðugleika þannig að vonandi má fólk bara búast við að því góða efni sem er framleitt í þvílíku magni á RÚV á hverjum einasta degi verði miðlað þannig að það komi fyrir augu sem flestra. Kannski prófum við okkur áfram í framsetningu og kannski gerum við eitthvað nýtt. Þetta kemur allt saman hægt og rólega í ljós.“ Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Vistaskipti Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Það stóð ekki til að byrja í nýrri vinnu, ári eftir að ég hóf störf hjá Hugsmiðjunni. Þar er ég búinn að skemmta mér konunglega og ég er stoltur af verkefnunum sem ég tók þátt í þar. Í sumar auglýsti RÚV hins vegar starf sem togaði svo svakalega í mig að ég gat ekki sleppt því að sækja um,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason sem hóf í dag störf hjá RÚV sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá stofnuninni. Hann hefur undanfarin misseri starfað hjá markaðsteymi Hugsmiðjunnar. „Þetta leggst hrikalega vel í mig enda hálfgert draumastarf. Ég hef lengi látið mig dreyma um að fá að vera með fingurna í að miðla efninu frá RÚV á samfélagsmiðlum og tækifærin eru hreinlega yfirþyrmandi.“Hættir í Vikunni Undanfarin ár hefur Atli Fannar verið með innslög í þættinum Vikan á föstudagskvöldum á RÚV en í vetur hverfur Atli af skjánum. „Ég verð ekki með innslögin mín hjá Gísla Marteini í vetur. Þau eru að hrista aðeins upp í þættinum og það er ekkert eðlilegra, þar sem hann hefur verið með sama sniði í þrjú ár.“Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason hafa myndað teymið í kringum spjallþáttinn Vikan.RÚVSamkvæmt heimildum Vísis sóttu 120 manns um starfið sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV. „Ég vona að fólk haldi ekki niðri í sér andanum í dag og bíði eftir einhverjum bombum. Velgengni á samfélagsmiðlum snýst um stöðugleika þannig að vonandi má fólk bara búast við að því góða efni sem er framleitt í þvílíku magni á RÚV á hverjum einasta degi verði miðlað þannig að það komi fyrir augu sem flestra. Kannski prófum við okkur áfram í framsetningu og kannski gerum við eitthvað nýtt. Þetta kemur allt saman hægt og rólega í ljós.“
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Vistaskipti Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira