Nick Cave hugsar um konuna sína þegar hann fróar sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 10:24 Nick Cave fékk fjölskrúðugar spurningar úr sal í Hörpu en lét ekki slá sig út af laginu. Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum. Menning Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum.
Menning Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira