Átta maríulaxar í einu holli Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2019 08:27 Sex af átta maríulöxum sem veiddust í Langa um helgina. Mynd: Berglind Ólafsdóttir Veiðin á vesturlandi hefur í mörgum ánum tekið heldur betur kipp og í mörgum tilfellum að bæta upp ansi magurt sumar. Kvennadeild SVFR var að ljúka veiðum í ánni í gær en ferðin er árleg hjá þessum vaska hóp kvenna og það er óhætt að segja að þær hafi veitt vel. Áin tók á móti konunum í góðum gír og strax á fyrstu vakt var ellefu löxum landað. Veiðin var erfið sökum kulda og roks næstu tvær vaktir en engu að síður tókst að setja í sex maríulaxa á þeim vöktum og að auki komu tveir maríulaxar upp á fyrstu vakt. Samtals voru það átta maríulaxar sem veiddust í hollinu. Hollið lauk veiðum með 36 löxum sem komu á land og það slapp líklega annað eins af færinu. Tveir stangir lentu í ótrúlegri töku í Efri Hvítstaðahyl en þær voru þar í fylgd með undirrituðum í leiðsögn um ánna. Þar settu þær í og spiluðu níu löxum og af þeim fimm landað á aðeins rétt rúmum klukkutíma. Laxarnir sem veiddust tóku svo til allir litlar flugur í stærðum 16-18# og voru flugur eins og Nagli og Green Brahan gjöfular. Vel gert hjá þessum glæsilega kvennahóp! Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði
Veiðin á vesturlandi hefur í mörgum ánum tekið heldur betur kipp og í mörgum tilfellum að bæta upp ansi magurt sumar. Kvennadeild SVFR var að ljúka veiðum í ánni í gær en ferðin er árleg hjá þessum vaska hóp kvenna og það er óhætt að segja að þær hafi veitt vel. Áin tók á móti konunum í góðum gír og strax á fyrstu vakt var ellefu löxum landað. Veiðin var erfið sökum kulda og roks næstu tvær vaktir en engu að síður tókst að setja í sex maríulaxa á þeim vöktum og að auki komu tveir maríulaxar upp á fyrstu vakt. Samtals voru það átta maríulaxar sem veiddust í hollinu. Hollið lauk veiðum með 36 löxum sem komu á land og það slapp líklega annað eins af færinu. Tveir stangir lentu í ótrúlegri töku í Efri Hvítstaðahyl en þær voru þar í fylgd með undirrituðum í leiðsögn um ánna. Þar settu þær í og spiluðu níu löxum og af þeim fimm landað á aðeins rétt rúmum klukkutíma. Laxarnir sem veiddust tóku svo til allir litlar flugur í stærðum 16-18# og voru flugur eins og Nagli og Green Brahan gjöfular. Vel gert hjá þessum glæsilega kvennahóp!
Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði