Hefur barist fyrir dóttur sína í mörg ár og stefnir nú ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 15:07 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot/Stöð 2 Faðir stúlku með skarð í gómi, sem barist hefur við að fá greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga dóttur sinnar, hyggst stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina. Sigurður lýsti baráttu sinni við kerfið í viðtali við Stöð 2 í apríl. Hann sagðist ítrekað hafa fengið þau svör frá Sjúkratryggingum að staða dóttur hans væri ekki nógu slæm, þrátt fyrir að hann hafi sýnt fram á að hún væri með skarð í harða gómi og ætti samkvæmt reglum því að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga.Viðtalið við Sigurð frá því í apríl má horfa á í spilaranum hér að neðan.Þann 29. apríl síðastliðinn sendi Umhyggja - félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar. Sigurður segir í samtali við Vísi að ekkert hafi þokast í málinu síðan. Nú sé mælirinn fullur og því sé dómsmál í burðarliðnum. „Réttur er með málið og sér um þetta fyrir mig, Umhyggja er líka með í því. Þetta er bara mál dóttur minnar, við erum annars þrír foreldrar saman í þessu en hin eru að bíða eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd Sjúkrasjóðs. Þetta er barátta við gamalt risaeðlukerfi,“ segir Sigurður. Hann segir að markmiðið með stefnunni sé að bakkað verði með umrædda reglugerð. „Heilbrigðisráðuneytið fékk allan ágúst til að svara okkur, það kom ekkert svar, þannig að mitt mál er í undirbúningi að fara fyrir dóm. Þetta er sanngirnissjónarmið hjá okkur. Við viljum að börnin fái að njóta vafans en ekki stofnunin.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Faðir stúlku með skarð í gómi, sem barist hefur við að fá greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga dóttur sinnar, hyggst stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina. Sigurður lýsti baráttu sinni við kerfið í viðtali við Stöð 2 í apríl. Hann sagðist ítrekað hafa fengið þau svör frá Sjúkratryggingum að staða dóttur hans væri ekki nógu slæm, þrátt fyrir að hann hafi sýnt fram á að hún væri með skarð í harða gómi og ætti samkvæmt reglum því að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga.Viðtalið við Sigurð frá því í apríl má horfa á í spilaranum hér að neðan.Þann 29. apríl síðastliðinn sendi Umhyggja - félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar. Sigurður segir í samtali við Vísi að ekkert hafi þokast í málinu síðan. Nú sé mælirinn fullur og því sé dómsmál í burðarliðnum. „Réttur er með málið og sér um þetta fyrir mig, Umhyggja er líka með í því. Þetta er bara mál dóttur minnar, við erum annars þrír foreldrar saman í þessu en hin eru að bíða eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd Sjúkrasjóðs. Þetta er barátta við gamalt risaeðlukerfi,“ segir Sigurður. Hann segir að markmiðið með stefnunni sé að bakkað verði með umrædda reglugerð. „Heilbrigðisráðuneytið fékk allan ágúst til að svara okkur, það kom ekkert svar, þannig að mitt mál er í undirbúningi að fara fyrir dóm. Þetta er sanngirnissjónarmið hjá okkur. Við viljum að börnin fái að njóta vafans en ekki stofnunin.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45