Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2019 11:30 Hér má sjá TikTok í notkun. Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. Miðillinn hefur áður komist í fréttir en hann nýtur mikilla vinsælda meðal barna á grunnskólaaldri um heim allan. Guðmunda Áróra Pálsdóttir greindi frá því á Facebook í gærkvöldi að óprúttnir aðilar hefðu búið til eineltissíðu á TikTok sem beindist gegn dóttur hennar. Hún segir hjarta sitt í molum en um sé að ræða vandamál sem komið hafi upp með hléum undanfarin ár. Nú þegar dóttir hennar sé orðin eldri greini hún foreldrunum ekki endilega lengur frá því þegar hún verði fyrir einelti. Í þetta skiptið hafi foreldrarnir frétt af eineltissíðunni í gegnum þriðja aðila. „Þetta er bara nafnlaust, þú getur ekkert séð hver er að búa þetta til,“ segir Guðmunda og biðlar til foreldra að fylgjast með notkun barna sinna á TikTok.Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim, þar á meðal hjá íslenskum grunnskólabörnum.Vísir/GettyAlltof margir hafa slæma sögu að segja Greinilegt er að margir tengja við vandann sem Guðmunda lýsir. Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu hennar og margir tjáð sig við þráðinn. „Það er alls konar fólk búið að senda mér skilaboð sem hefur lent í svipuðum aðstæðum. Óskað mér góðs gengis og bent mér á leiðir til að fara. Fólk að miðla af reynslu sinni,“ segir Guðmunda. Það sé gott að sjá fólk sem lendi í aðstæðum sem þessum standa saman. „Þetta eru því miður bara alltof margir.“Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Myndbandavefur TikTok er kínverskt smáforrit með um fimm hundruð milljón notendur um heim allan. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að smáforritið einskorðaðist ekki við íslenska skóla. Rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna.Engin leið að vita hvernig börnin bregðist við Guðmunda segir mikilvægt að foreldrar fylgist með því hvað börn þeirra séu að gera á forritinu. Alls konar haturssíður sé þar að finna. Lausleg skoðun blaðamanns leiðir í ljós að íslenskar haturssíður sem hafa verið stofnaðar í óþökk grunnskólabarna skipta tugum á forritinu. Engin leið er að sjá hver stofnaði til síðunnar. „Ég hef alltaf brýnt fyrir mínum stúlkum að við líðum ekki einelti á þessu heimili. Aldrei skuli taka þátt í því og segja frá ef einhver sé að leggja einhvern annan í einelti,“ segir Guðmunda. Nú sé verið að leggja hennar barn í neteinelti sem sé hrikalegt, þótt hún reyni að halda ró sinni. Ekki sé hægt að rekja slóðina nema með hjálp annarra foreldra. „Því bið ég alla foreldra barna með þetta forrit að fara vel yfir símana þeirra og passa uppá að þau séu ekki að taka þátt í svona löguðu og brýna fyrir þeim hversu alvarlegt svona er sama hvort það sé á netinu eða ekki.“ Það sé engin leið að vita hvernig börn bregðist við þegar þau fái svona ljót skilaboð. Þau foreldrarnir séu niðurbrotin og ráðalaus.Það getur reynst erfitt að lesa meiðandi ummæli um sig á netinu. Myndin er sviðsett.Vísir/GettyEinelti falið í dag Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ sagði Kári í viðtali við Fréttablaðið um TikTok fyrr á árinu. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Grunnskólanemendur víða um land nota kínverska smáforritið TikTok til að leggja hvert annað í einelti. Kári Sigurðsson, sem frætt hefur ungmenni um samskipti síðastliðin sex ár, segir einelti meira falið í dag en áður 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. Miðillinn hefur áður komist í fréttir en hann nýtur mikilla vinsælda meðal barna á grunnskólaaldri um heim allan. Guðmunda Áróra Pálsdóttir greindi frá því á Facebook í gærkvöldi að óprúttnir aðilar hefðu búið til eineltissíðu á TikTok sem beindist gegn dóttur hennar. Hún segir hjarta sitt í molum en um sé að ræða vandamál sem komið hafi upp með hléum undanfarin ár. Nú þegar dóttir hennar sé orðin eldri greini hún foreldrunum ekki endilega lengur frá því þegar hún verði fyrir einelti. Í þetta skiptið hafi foreldrarnir frétt af eineltissíðunni í gegnum þriðja aðila. „Þetta er bara nafnlaust, þú getur ekkert séð hver er að búa þetta til,“ segir Guðmunda og biðlar til foreldra að fylgjast með notkun barna sinna á TikTok.Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim, þar á meðal hjá íslenskum grunnskólabörnum.Vísir/GettyAlltof margir hafa slæma sögu að segja Greinilegt er að margir tengja við vandann sem Guðmunda lýsir. Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu hennar og margir tjáð sig við þráðinn. „Það er alls konar fólk búið að senda mér skilaboð sem hefur lent í svipuðum aðstæðum. Óskað mér góðs gengis og bent mér á leiðir til að fara. Fólk að miðla af reynslu sinni,“ segir Guðmunda. Það sé gott að sjá fólk sem lendi í aðstæðum sem þessum standa saman. „Þetta eru því miður bara alltof margir.“Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Myndbandavefur TikTok er kínverskt smáforrit með um fimm hundruð milljón notendur um heim allan. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að smáforritið einskorðaðist ekki við íslenska skóla. Rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna.Engin leið að vita hvernig börnin bregðist við Guðmunda segir mikilvægt að foreldrar fylgist með því hvað börn þeirra séu að gera á forritinu. Alls konar haturssíður sé þar að finna. Lausleg skoðun blaðamanns leiðir í ljós að íslenskar haturssíður sem hafa verið stofnaðar í óþökk grunnskólabarna skipta tugum á forritinu. Engin leið er að sjá hver stofnaði til síðunnar. „Ég hef alltaf brýnt fyrir mínum stúlkum að við líðum ekki einelti á þessu heimili. Aldrei skuli taka þátt í því og segja frá ef einhver sé að leggja einhvern annan í einelti,“ segir Guðmunda. Nú sé verið að leggja hennar barn í neteinelti sem sé hrikalegt, þótt hún reyni að halda ró sinni. Ekki sé hægt að rekja slóðina nema með hjálp annarra foreldra. „Því bið ég alla foreldra barna með þetta forrit að fara vel yfir símana þeirra og passa uppá að þau séu ekki að taka þátt í svona löguðu og brýna fyrir þeim hversu alvarlegt svona er sama hvort það sé á netinu eða ekki.“ Það sé engin leið að vita hvernig börn bregðist við þegar þau fái svona ljót skilaboð. Þau foreldrarnir séu niðurbrotin og ráðalaus.Það getur reynst erfitt að lesa meiðandi ummæli um sig á netinu. Myndin er sviðsett.Vísir/GettyEinelti falið í dag Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ sagði Kári í viðtali við Fréttablaðið um TikTok fyrr á árinu. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Grunnskólanemendur víða um land nota kínverska smáforritið TikTok til að leggja hvert annað í einelti. Kári Sigurðsson, sem frætt hefur ungmenni um samskipti síðastliðin sex ár, segir einelti meira falið í dag en áður 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Grunnskólanemendur víða um land nota kínverska smáforritið TikTok til að leggja hvert annað í einelti. Kári Sigurðsson, sem frætt hefur ungmenni um samskipti síðastliðin sex ár, segir einelti meira falið í dag en áður 25. febrúar 2019 07:00