Enski boltinn

Komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United en var næstum því hættur í fótbolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daniel James í leik með Man. Utd á dögunum.
Daniel James í leik með Man. Utd á dögunum. vísir/getty
Daniel James hefur gert afar góða hluti með Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins frá Swansea í sumar.

Margir undruðu sig á kaupunum en þessi tvítugi vængmaður hefur heldur betur stungið upp í menn með afar öflugri frammistöðu það sem af er ensku úrvalsdeildinni.

Patrice Evra, sem lék með Man. Utd um árabil, hefur meðal annars sagt frá því að hann fái gæsahúð er hann fylgist með James og lofaði hann mikið á dögunum.

Fótboltinn hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum hjá Wales-verjanum og hann var nærri því hættur fótbolta á yngri árum sínum,

„Í byrjun, þegar ég var tólf ára, þá var gafst ég næstum því upp á fótboltanum. Ég naut þess ekki,“ sagði hann í samtali við Inside United.







„Ég sagði við mömmu mína og pabba að ég vildi spila annan fótbolta eða ég saknaði þess að fara út með vininum. Ég æfði flest kvöld og missti úr. Eða ég kom heim úr skólanum og vildi fara út en var á leið á æfingu.“

„Ég átti alvarlega fundi með þjálfurum mínum hjá Hull og þeir vildu sáu eitthvað í mér og vildu halda mér. Sem betur fer gerði ég það.“

James hefur fengið mikið traust frá stjóranum Ole Gunnar Solskjær í upphafi leiktíðarinnar og hefur endurgoldið honum það með góðri frammistöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×