Guardian segir verk Ragnars Kjartanssonar besta listaverk 21. aldarinnar Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2019 07:48 Ragnar Kjartansson í baði í verkinu The Visitors. i8/Luhring Augustine The Visitors, myndbandsinnsetning listamannsins Ragnars Kjartanssonar frá 2012, er talið vera besta listaverk 21. aldarinnar að mati blaðamanna breska blaðsins Guardian. Síðustu daga hefur Guardian birt lista yfir bestu plötur 21. aldarinnar að mati blaðamanna blaðsins, bestu kvikmyndir, teikningar, klassísk listaverk, auk fleiri flokka. Í morgun birtist svo listinn yfir 25 bestu listaverk aldarinnar. Ragnar er ekki eini Íslendingurinn á listanum en The Weather Project eftir Ólaf Elíasson skipar 11. sæti listans. Á listanum má einnig finna verk Jeremy Deller, Ai Weiwei, Steve McQueen og Pussy Riot. Verkið The Visitors er myndbandsinnsetning sem sýnir Ragnar og vini félaga hans hittast og spila tónlist á Rokeby Farm í New York, Þar má meðal annars sjá liðsmenn Sigur Rósar og fleiri syngja og spila lag með texta eftir fyrrverandi konu Ragnars, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Ragnar og Davíð Þór Jónsson sömdu lagið sem er sagt taka á „sameiginlegum ósigri“ hjónabandsins. Í verkinu eru notast við níu rásir og syngur fólkið mismunandi hluta lagsins, sem er endurtekið aftur og aftur í rúma klukkustund. Greint var frá því árið 2013 að verkið, öll sex eintökin sem til voru, hafi verið selt á rúmlega 80 milljónir króna árið 2013. Meðal kaupenda voru MoMA í New York og Micro-safnið í Zürich. Íslendingar erlendis Myndlist Tengdar fréttir Fimm af frægustu gjörningum Ragnars Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. 8. maí 2013 12:00 Allir listamenn eru konur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. 30. nóvember 2013 10:00 Ragnar seldi öll verkin af The Visitors á rúmlega 80 milljónir Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur selt öll sex eintökin af listaverkinu The Visitors en nokkur af virtustu listasöfnum heims festu kaup á verkunum. 4. desember 2013 23:23 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
The Visitors, myndbandsinnsetning listamannsins Ragnars Kjartanssonar frá 2012, er talið vera besta listaverk 21. aldarinnar að mati blaðamanna breska blaðsins Guardian. Síðustu daga hefur Guardian birt lista yfir bestu plötur 21. aldarinnar að mati blaðamanna blaðsins, bestu kvikmyndir, teikningar, klassísk listaverk, auk fleiri flokka. Í morgun birtist svo listinn yfir 25 bestu listaverk aldarinnar. Ragnar er ekki eini Íslendingurinn á listanum en The Weather Project eftir Ólaf Elíasson skipar 11. sæti listans. Á listanum má einnig finna verk Jeremy Deller, Ai Weiwei, Steve McQueen og Pussy Riot. Verkið The Visitors er myndbandsinnsetning sem sýnir Ragnar og vini félaga hans hittast og spila tónlist á Rokeby Farm í New York, Þar má meðal annars sjá liðsmenn Sigur Rósar og fleiri syngja og spila lag með texta eftir fyrrverandi konu Ragnars, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Ragnar og Davíð Þór Jónsson sömdu lagið sem er sagt taka á „sameiginlegum ósigri“ hjónabandsins. Í verkinu eru notast við níu rásir og syngur fólkið mismunandi hluta lagsins, sem er endurtekið aftur og aftur í rúma klukkustund. Greint var frá því árið 2013 að verkið, öll sex eintökin sem til voru, hafi verið selt á rúmlega 80 milljónir króna árið 2013. Meðal kaupenda voru MoMA í New York og Micro-safnið í Zürich.
Íslendingar erlendis Myndlist Tengdar fréttir Fimm af frægustu gjörningum Ragnars Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. 8. maí 2013 12:00 Allir listamenn eru konur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. 30. nóvember 2013 10:00 Ragnar seldi öll verkin af The Visitors á rúmlega 80 milljónir Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur selt öll sex eintökin af listaverkinu The Visitors en nokkur af virtustu listasöfnum heims festu kaup á verkunum. 4. desember 2013 23:23 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fimm af frægustu gjörningum Ragnars Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. 8. maí 2013 12:00
Allir listamenn eru konur Ragnar Kjartansson myndlistarmaður er á sífelldum þönum við sýningahald um allan heim. Í augnablikinu er hann þó með fókusinn á Íslandi, opnar sýningu í Kling og Bang í dag og hannaði Kærleikskúluna í ár. 30. nóvember 2013 10:00
Ragnar seldi öll verkin af The Visitors á rúmlega 80 milljónir Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur selt öll sex eintökin af listaverkinu The Visitors en nokkur af virtustu listasöfnum heims festu kaup á verkunum. 4. desember 2013 23:23