Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. september 2019 13:46 Haraldur sagði að lögreglumenn yrðu að hætta að karpa sína á milli í fjölmiðlum. Áslaug Arna segir ástandið óásættanlegt. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við fréttamenn eftir fund hans með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, ekki muna til þess að rætt hafi verið um sína persónulega framtíð i embætti á fundi hans með dómsmálaráðherra.Segist aldrei hafa talað um spillta lögreglu Þá lýsti hann því yfir að hjaðningavíg, eins og hann orðaði það, yrðu ekki leyst í fjölmiðlum og mæltist til að lögreglumenn hættu að karpa sín á milli í fjölmiðlum. „Hjaðningavíg skila engu nema menn falli,“ sagði ríkislögreglustjóri og bætti því við að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur og góður. Þá var Haraldur spurður út í ummæli sem hann nefndi í viðtali við Morgunblaðið um helgina sem snéru að meintri spillingu innan lögreglunnar. Haraldur sagði alltof mikið gert úr þeim ummælum. Dæmi séu um að slíkt hafi komið upp en almennt sé ekki hægt að tala um spillta lögreglu. Það hafi hann aldrei sagt.Klippa: Ríkislögreglustjóri eftir fund með dómsmálaráðherra Áslaug Arna ræddi við fréttamenn við sama tækifæri og hún sagði ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt. „Ástandið er óásættanlegt og ég lýsti þeirri skoðun minni,“ sagði Áslaug Arna um það hvað henni og ríkislögreglustjóra fór á millum.Staða Haraldar ekki rædd sérstaklega Hún var myrk í máli þegar hún var innt eftir hugsanlegum starfslokum Haraldar ríkislögreglustjóra. „Ekki að svo stöddu máli.“ Hún segir þau Harald hafa rætt stöðu lögreglunnar og þá umræðu sem hefur verið um hana í fjölmiðlum síðustu misseri og framtíðarskipan lögreglunnar og stöðu ríkislögreglustjóra þar. „Þetta er í skoðun,“ sagði ráðherra þegar hún var spurð nánar um stöðu Haraldar. Hún vonar að vinna sem hún hefur sett af stað í ráðuneytinu muni taka ekki meira en nokkrar vikur. Hún mun leggja á það áherslu að hún gangi hratt fyrir sig. Hún vill að þær stofnanir sem standi fyrir öryggi landsmanna virki sem best.En, gera þær það núna? „Já, ég myndi segja það. Lögreglan stendur sig afar vel en við þurfum að leysa úr þessum vandamálum líka.“Klippa: Áslaug Arna eftir fundinn með ríkislögreglustjóra Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við fréttamenn eftir fund hans með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, ekki muna til þess að rætt hafi verið um sína persónulega framtíð i embætti á fundi hans með dómsmálaráðherra.Segist aldrei hafa talað um spillta lögreglu Þá lýsti hann því yfir að hjaðningavíg, eins og hann orðaði það, yrðu ekki leyst í fjölmiðlum og mæltist til að lögreglumenn hættu að karpa sín á milli í fjölmiðlum. „Hjaðningavíg skila engu nema menn falli,“ sagði ríkislögreglustjóri og bætti því við að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur og góður. Þá var Haraldur spurður út í ummæli sem hann nefndi í viðtali við Morgunblaðið um helgina sem snéru að meintri spillingu innan lögreglunnar. Haraldur sagði alltof mikið gert úr þeim ummælum. Dæmi séu um að slíkt hafi komið upp en almennt sé ekki hægt að tala um spillta lögreglu. Það hafi hann aldrei sagt.Klippa: Ríkislögreglustjóri eftir fund með dómsmálaráðherra Áslaug Arna ræddi við fréttamenn við sama tækifæri og hún sagði ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt. „Ástandið er óásættanlegt og ég lýsti þeirri skoðun minni,“ sagði Áslaug Arna um það hvað henni og ríkislögreglustjóra fór á millum.Staða Haraldar ekki rædd sérstaklega Hún var myrk í máli þegar hún var innt eftir hugsanlegum starfslokum Haraldar ríkislögreglustjóra. „Ekki að svo stöddu máli.“ Hún segir þau Harald hafa rætt stöðu lögreglunnar og þá umræðu sem hefur verið um hana í fjölmiðlum síðustu misseri og framtíðarskipan lögreglunnar og stöðu ríkislögreglustjóra þar. „Þetta er í skoðun,“ sagði ráðherra þegar hún var spurð nánar um stöðu Haraldar. Hún vonar að vinna sem hún hefur sett af stað í ráðuneytinu muni taka ekki meira en nokkrar vikur. Hún mun leggja á það áherslu að hún gangi hratt fyrir sig. Hún vill að þær stofnanir sem standi fyrir öryggi landsmanna virki sem best.En, gera þær það núna? „Já, ég myndi segja það. Lögreglan stendur sig afar vel en við þurfum að leysa úr þessum vandamálum líka.“Klippa: Áslaug Arna eftir fundinn með ríkislögreglustjóra
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent