Eitt til tvö börn fæðist árlega í fráhvörfum frá fíkniefnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. september 2019 19:00 Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira