Með íslenska auðn í París Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Guðrún var að velja myndir þegar ljósmyndarann bar að garði. Fréttablaðið/Ernir Sýningin er án titils og hver og einn þátttakandi ræður hvað hann velur á hana. Það verður alls konar list, meðal annars ljóð,“ segir Guðrún Nielsen myndlistarkona sem er meðal 21 þátttakanda á stuttri samsýningu í París sem opnuð verður á mánudaginn. „Ég fer með ljósmyndir, þær eru úr sýningu sem ég nefni Auðn,“ upplýsir Guðrún. „Upphaflega er ég skúlptúrkona en hef verið að vinna með ljósmyndir inn á milli og tek heilmikið af þeim. Nú er til dæmis að ljúka sýningu hjá breska skúlptúrfélaginu. Þar var ég með veggverk úr fjallaseríu sem byggist á snævi drifnum ruslafjöllum í Gufunesinu.“ Í seríunni Auðn hefur Guðrún blandað saman nýjum og gömlum myndum. „Ég tók grunnmyndirnar sjálf og fékk gamlar myndir hjá föður mínum, Ólafi Nielsen, sem er gamall fjallakarl. Ég hef aldrei verið fyrir fjallaferðir en fór með pabba í sumar upp í Jökulheima og hann sagði mér sögur frá ferðum sínum um miðja síðustu öld, þegar snjórinn umlukti allt. Skálinn sem við stóðum hjá þegar ég tók mínar myndir var þá alveg við jökulræturnar en nú hefur jökullinn hopað um á að giska tíu kílómetra. Þarna er bara auðn sem Tungná hefur skilið eftir en einstaka jurt skýtur þó upp kollinum, meðal annars holtasóley. Reyndar líka rabarabari, vinur hans pabba fór með rót þangað og hún tórir enn. En myndirnar eru draugalegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sýningin er án titils og hver og einn þátttakandi ræður hvað hann velur á hana. Það verður alls konar list, meðal annars ljóð,“ segir Guðrún Nielsen myndlistarkona sem er meðal 21 þátttakanda á stuttri samsýningu í París sem opnuð verður á mánudaginn. „Ég fer með ljósmyndir, þær eru úr sýningu sem ég nefni Auðn,“ upplýsir Guðrún. „Upphaflega er ég skúlptúrkona en hef verið að vinna með ljósmyndir inn á milli og tek heilmikið af þeim. Nú er til dæmis að ljúka sýningu hjá breska skúlptúrfélaginu. Þar var ég með veggverk úr fjallaseríu sem byggist á snævi drifnum ruslafjöllum í Gufunesinu.“ Í seríunni Auðn hefur Guðrún blandað saman nýjum og gömlum myndum. „Ég tók grunnmyndirnar sjálf og fékk gamlar myndir hjá föður mínum, Ólafi Nielsen, sem er gamall fjallakarl. Ég hef aldrei verið fyrir fjallaferðir en fór með pabba í sumar upp í Jökulheima og hann sagði mér sögur frá ferðum sínum um miðja síðustu öld, þegar snjórinn umlukti allt. Skálinn sem við stóðum hjá þegar ég tók mínar myndir var þá alveg við jökulræturnar en nú hefur jökullinn hopað um á að giska tíu kílómetra. Þarna er bara auðn sem Tungná hefur skilið eftir en einstaka jurt skýtur þó upp kollinum, meðal annars holtasóley. Reyndar líka rabarabari, vinur hans pabba fór með rót þangað og hún tórir enn. En myndirnar eru draugalegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“