Evrópa er með eins stigs forystu á Bandaríkin, 4,5-3,5, eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins. Leikið er á Gleneagles-vellinum í Skotlandi.
Leiknar voru tvær umferðir í dag. Fyrir hádegi var fjórmenningur leikinn en eftir hádegi var leikið með betri bolta.
Eftir fjórmenningin var Evrópa með eins stigs forystu, 2,5-1,5. Evrópa vann tvo leiki, Bandaríkin einn og einum lyktaði með jafntefli.
Jessica og Nelly Korda frá Bandaríkjunum urðu fyrstu systurnar til að leika saman í Solheim-bikarnum. Þær unnu Caroline Masson og Jodi Ewart Shadoff, 6/4.
Eftir hádegi unnu liðin sitt hvorn leikinn og tveir enduðu með jafntefli.
Á morgun verður leikið með sama fyrirkomulagi, þ.e. fjórmenningur og betri bolti.
Bein útsending frá öðrum keppnisdegi Solheim-bikarsins hefst klukkan 07:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Evrópa leiðir eftir fyrsta keppnisdag Solheim-bikarsins
