Óvenjuleg tilkynning Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. september 2019 07:30 Jack Nicklaus til vinstri ásamt yfirmanni PGA-mótaraðarinnar Jay Monahan og Rory McIlroy. Bikarinn er á milli Nicklaus og McIlroy. vísir/getty Rory McIlroy, sem valinn var kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í þriðja skipti á ferlinum, fékk að vita að hann hefði unnið Jack Nicklaus-bikarinn frá sjálfum Jack Nicklaus þar sem þeir sátu í bikaraherberginu á The Bear’s Club. Þegar komið var með bikarinn sagði McIlroy að hann ætti einmitt tvo svona. Þá svaraði Nicklaus: „Núna áttu þrjá. Til hamingju!“ Við það sprungu allir úr hlátri og hamingjuóskunum rigndi yfir McIlroy. McIlroy vann FedEx-bikarinn með því að vinna lokamót PGA-mótaraðarinnar, en hann vann einnig Players-risamótið og Opna kanadíska RBC-mótið á mótaröðinni. McIlroy endaði alls fjórtánsinnum á topp tíu listanum á þeim nítján mótum sem hann tók þátt í. Það eru kylfingarnir sjálfir sem kjósa, en McIlroy hafði unnið bikarinn eftirsótta árið 2012 og aftur árið 2014. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy, sem valinn var kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í þriðja skipti á ferlinum, fékk að vita að hann hefði unnið Jack Nicklaus-bikarinn frá sjálfum Jack Nicklaus þar sem þeir sátu í bikaraherberginu á The Bear’s Club. Þegar komið var með bikarinn sagði McIlroy að hann ætti einmitt tvo svona. Þá svaraði Nicklaus: „Núna áttu þrjá. Til hamingju!“ Við það sprungu allir úr hlátri og hamingjuóskunum rigndi yfir McIlroy. McIlroy vann FedEx-bikarinn með því að vinna lokamót PGA-mótaraðarinnar, en hann vann einnig Players-risamótið og Opna kanadíska RBC-mótið á mótaröðinni. McIlroy endaði alls fjórtánsinnum á topp tíu listanum á þeim nítján mótum sem hann tók þátt í. Það eru kylfingarnir sjálfir sem kjósa, en McIlroy hafði unnið bikarinn eftirsótta árið 2012 og aftur árið 2014.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira