Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 13:01 Teikning listamanns af því hvernig K2-18b gæti litið út. Reikistjarna er líklega sambærileg við Neptúnus. ESA/Hubble, M. Kornmesser Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019 Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00
Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent