Gerir ráð fyrir nýrri verksmiðju á allra næstu árum Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 11:30 Jón Ólafsson mætti í Bítið í morgun. Vísir/Bylgjan/Anton Brink Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón. Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið komi til með að reisa nýja verksmiðju í Ölfusi innan tveggja til þriggja ára. Þá hafi verið að tilkynna um 66 milljón dala fjárfestingu í fyrirtækinu á dögunum, um 8,3 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Jóns þar sem hann ræddi við Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið er nú með sjö þúsund fermetra verksmiðju í Ölfusi og selur vatn í 28 löndum. „Við vorum að tilkynna 66 milljón dollara fjárfestingu í fyrirtækinu. Af því eru 35 milljónir í reiðufé og 31 milljón, var verið að skuldbreyta hluthafalánum í hlutafé. Nú erum við komin á þann stað að geta gert það sem við ætlum að gera. Að gefa í,“ segir Jón.Vatnið á rauða dreglinum á Golden Globes Jón fór um víðan völl í viðtalinu þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf framleiðslunnar, framleiðsluferlið, vináttu sína og Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, hönnun vatnsflöskunnar og margt fleira.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Jón ræddi einnig um mikilvægi þess að koma vatninu á framfæri vestanhafs og að í tilfelli Icelandic Glacial hafi það gengið mjög vel. „Við erum nú að gera samning um að vera aðalvatnið fyrir rauða dregilinn á Golden Globes. Þegar við erum komin á þennan stað, þá erum við orðin „alvöru“. Menn eru að koma til okkar og segja „Við viljum vera með ykkur. Þið eru betri og hreinni en aðrir.“ Þeir voru með Fiji en hentu Fiji út. Af hverju? Við erum með gler, ekki þeir,“ segir Jón.Birtist reglulega í Big Bang Theory Aðspurður um hvernig Icelandic Glacial hafi tekist að fá vatnið til að birtast í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum segist hann hafa farið aðra leið en aðrir. Venjan væri sú að menn þurfi að borga til að fá vöruna til að birtast í þáttum og myndum. „Þú þarft að borga. En ég er búinn að vinna með Hollywood í fjörutíu ár. Þekki marga. Ég gerði þetta ekki svoleiðis. […] Þessa gæja sem ég þekki… Ég sendi þeim bara pallettu af vatni án þess að biðja um neitt.“ Þremur mánuðum síðar hafi hann hringt og spurt hvort þeir væru búnir með vatnið og sendi þeim þá meira. „Ég sendi þeim bara alltaf vatn. Bað aldrei um neitt. Það liðu kannski svona sex mánuðir og þá fór vatnið að koma [í þáttum]. Eins og Big Bang Theory. Við erum líklega í hverjum einasta þætti þar,“ segir Jón. „Ef þú gefur og biður ekki um neitt... Áður en þú veist af þá fer fólk að finnast að þeir þurfi að gera eitthvað fyrir þig. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón.
Bítið Ölfus Tengdar fréttir Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Icelandic Glacial stefnir á framleiðslu kannabisdrykks Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial þróar nú sérstakan kannabisdrykk sem stefnt er á að koma á markað víða um heim. 17. apríl 2019 17:26