Fyrsta stiklan: Óvænt atburðarás og augnablik sem stækka hjartað Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 13:30 Búast má við mikilli dramatík í þessari þáttaröð. Stöð 2 „Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira