Fyrsta stiklan: Óvænt atburðarás og augnablik sem stækka hjartað Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 13:30 Búast má við mikilli dramatík í þessari þáttaröð. Stöð 2 „Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
„Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira