Fyrsta stiklan: Óvænt atburðarás og augnablik sem stækka hjartað Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 13:30 Búast má við mikilli dramatík í þessari þáttaröð. Stöð 2 „Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
„Ég er búin að láta hafa eftir mér að fólk megi búast við yndislegum viðmælendum, mikilli spennu, óvæntri atburðarás og augnablikum sem stækka í manni hjartað og ég stend við það,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer að stað með þriðju þáttaröðina af Leitinni að upprunanum í september á Stöð 2. Hún segir að framleiðsluferlið hafi gengið vel en það hafi oft komið upp erfið staða og vandamál sem þurfti að leysa. „Þetta er þriðja þáttaröðin sem við leggjum í og ég held að líklega sé kominn tími til að ég horfist endanlega í augu við að óvæntar uppákomur og vandræði séu partur af prógramminu. Það virðist vera alveg sama hversu snemma maður leggur af stað, við erum alltaf að taka upp og klippa fram á allra síðustu stundu. Ég fékk óvenju góðan tíma til að vinna þessa þáttaröð. Tökur hófust fyrir tveimur árum og við erum enn að. En það er líka partur af sjarmanum, hvað þetta er óútreiknanlegt.“ Að þessu sinni verður fylgst með sögu fjögurra einstaklinga í leit sinni. „Ég held ég geti fullyrt að hópurinn hafi aldrei verið fjölbreyttari. Karlar og konur á öllum aldri sem búa vítt og breitt um landið. Sumir ættleiddir, aðrir ekki en þetta fólk á það allt sameiginlegt að vera einstaklega vel gert - og ég er ekki bara að segja það.“Er einhver munur á þessari seríu og hinum tveimur?„Ekki kannski í grunninn en við erum þó að fara nýjar leiðir til dæmis í því að leita að fólki. Fyrir fram hafði ég áhyggjur af því að málin færu að verða hvert öðru lík, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar með öllu. Við fórum til fjögurra landa og þriggja heimsálfa í þetta skiptið. Til Gvatemala, Kólumbíu, Bandaríkjanna og Spánar.“Er þetta enn ein vasaklútaþáttaröðin þar sem þjóðin grætur úr sér augun? „Já. Það er kannski rétt að biðjast bara afsökunar á því fyrir fram.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira