Eltist við sjaldgæfa fugla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2019 08:45 Sigurjón var að eltast við bláþyril í skógarrjóðri þegar þessi mynd var tekin. Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira