DV tapaði 240 milljónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2019 08:36 Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins segir rekstrarumhverfið erfitt. VISIR/VILHELM Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári. DV greinir sjálft frá tapinu og bætir við að EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, hafi verið neikvæð um 214 milljónir króna og rekstrartekjur numið 380 milljónum. Karl Garðarson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, setur tap félagsins í samhengi við erfiðan rekstur annarra einkarekinna miðla. Má í því samhengi nefna að útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði um 415 milljónum í fyrra.Þessar afkomutölur bendi til að staða einkarekinna miðla sé „mjög alvarleg,“ að mati Karls. Því þurfi að bregðast skjótt við til að vernda lýðræðislega umræðu í landinu - „og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði,“ eins og Karl kemst að orði. Ætla má að þetta sé innlegg framkvæmdastjórans í yfirstandandi umræðu um þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sagst vilja endurskoða. Samkvæmt ársreikningi Ríkisútvarpsins fyrir árið 2018 fékk stofnunin 4,3 milljarða króna í formi útvarpsgjalds og þá skilaði samkeppnisrekstur þess 2,3 milljörðum. Lilja Alfreðsdóttir hefur þó tekið fram að tekjumissir Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem vill gera það með hækkun útvarpsgjalds. Aukinheldur voru 400 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs eyrnamerktar stuðningi við einarekna fjölmiðla.Hvað rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar varðar segist Karl þó hafa trú á að aðhaldsaðgerðir sem Frjáls fjölmiðlun réðst í, í lok síðasta árs, muni skila sér í heilbrigðari rekstri þegar fram líða stundir. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári. DV greinir sjálft frá tapinu og bætir við að EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, hafi verið neikvæð um 214 milljónir króna og rekstrartekjur numið 380 milljónum. Karl Garðarson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, setur tap félagsins í samhengi við erfiðan rekstur annarra einkarekinna miðla. Má í því samhengi nefna að útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði um 415 milljónum í fyrra.Þessar afkomutölur bendi til að staða einkarekinna miðla sé „mjög alvarleg,“ að mati Karls. Því þurfi að bregðast skjótt við til að vernda lýðræðislega umræðu í landinu - „og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði,“ eins og Karl kemst að orði. Ætla má að þetta sé innlegg framkvæmdastjórans í yfirstandandi umræðu um þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sagst vilja endurskoða. Samkvæmt ársreikningi Ríkisútvarpsins fyrir árið 2018 fékk stofnunin 4,3 milljarða króna í formi útvarpsgjalds og þá skilaði samkeppnisrekstur þess 2,3 milljörðum. Lilja Alfreðsdóttir hefur þó tekið fram að tekjumissir Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem vill gera það með hækkun útvarpsgjalds. Aukinheldur voru 400 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs eyrnamerktar stuðningi við einarekna fjölmiðla.Hvað rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar varðar segist Karl þó hafa trú á að aðhaldsaðgerðir sem Frjáls fjölmiðlun réðst í, í lok síðasta árs, muni skila sér í heilbrigðari rekstri þegar fram líða stundir.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15
Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34
400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11