Draumarnir rættust með háskólanámi í heimabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2019 21:00 Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri. Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað. „Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Stefnu.VísirFyrirtækið hefur vaxið um 20 prósent á ári og á síðustu tólf mánuðum hafa fimm nýjir starfsmenn tekið til starfa á Akureyri, ígildi þess að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðið 50 manns til starfa, að mati Matthíasar „Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías. Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur. „Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías. Starfsmönnum Stefnu hefur fjölgakð jafnt og þétt.Vísir/Tryggvi PállHefði ekki látið slag standa Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til. Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám? „Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri. Skrifstofur Stefnu láta ekki mikið fyrir sér fara við Glerárgötu á Akureyri en þar starfar 21 starfsmaður. 4 eru í Kópavogi og 2 í Svíþjóð. Þá er einn starfsmaður á óvenjulegum stað. „Einn í Hrísey, enda tilheyrir það Akureyri og er Manhattan Akureyrar,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu.Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri Stefnu.VísirFyrirtækið hefur vaxið um 20 prósent á ári og á síðustu tólf mánuðum hafa fimm nýjir starfsmenn tekið til starfa á Akureyri, ígildi þess að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðið 50 manns til starfa, að mati Matthíasar „Þetta er víst tíu sinnum meira fyrir sunnan og þetta er auðveld stærðfræði. 50 starfsmenn fyrir sunnan það er alvöru frétt á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að draga saman,“ segir Matthías.Fjölgunin væri á höfuðborgarsvæðinu ef ekki væri fyrir námið í heimabyggð Starfsmennirnir fimm eiga það sameiginlegt að hafa nýverið lokið námi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir nokkrum árum fór að bjóða upp á nám í tölvunarfræði í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að fá nemendur hérna á svæðinu, hæft fólk sem vill vinna hér og búa hér,“ segir Matthías. Væri námsleiðin ekki fyrir hendi á Akureyri væri stefna fyrirtækisins önnur. „Það myndi þýða að við værum að fjölga bara fyrir sunnan,“ segir Matthías. Starfsmönnum Stefnu hefur fjölgakð jafnt og þétt.Vísir/Tryggvi PállHefði ekki látið slag standa Einn af þeim sem stundaði tölvunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er knattspyrnukappinn Ármann Pétur Ævarsson sem starfaði áður sem kennari og þjálfari en langaði að breyta til. Ef þú hefðir ekki getað lært tölvunarfræði á Akureyri, hefðir þú þá farið í þetta nám? „Nei, ég hugsa að ég hefði ekki látið verða af því þó að þetta hafi verið mikill draumur að fara í þetta nám. Þegar það kom loksins hér þá bara ákvað ég að stökkva á það.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira