Lýðflokkurinn stendur uppi sem sigurvegari Andri Eysteinsson skrifar 29. september 2019 20:46 Kurz veifar stuðningsmönnnum Lýðflokksins Getty/Sean Gallup Lýðflokkur Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, hlýtur flest atkvæði í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin hefur Lýðflokkurinn hlotið 37% og bætir því við sig fylgi frá síðustu kosningum árið 2017. Þá hlaut flokkurinn 31% atkvæða. BBC greinir frá.Kosið er í skugga hneykslismáls en boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí síðastliðnum þegar myndband af varakanslaranum, Heinz-Christian Strache, birtist. Í myndbandinu sést Strache lofa konu, sem þóttist vera dóttir rússnesks áhrifamanns, samningum við austurríska ríkið. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni. Í kjölfarið féll ríkisstjórn Lýðflokksins og Frelsisflokks Strache og var Kurz settur af eftir að vantrauststillaga var samþykkt.Niðurstöður kosninganna þegar nær öll atkvæði hafa verið talin eru á þá leið að Lýðflokkurinn er stærstur með 37% fylgi. Sósíal-demókratar fá 22% fylgi. Frelsisflokkurinn missir fylgi frá síðustu kosningum og fær 16% atkvæða. Minni flokkar sem ná inn á þing eru Græningjar með rúmlega 14% fylgi og frjálslyndi flokkurinn Neos með um 7%.Nú munu fara í hönd stjórnarmyndunarviðræður. Ferlið er talið munu verða langt og strangt en ýmsir möguleikar eru í stöðunni fyrir Kurz. Endurnýjað samstarf Frelsisflokksins og Lýðflokksins er mögulegt en hugsast getur að eftir skandalinn vilji Kurz leita annað.Þá hefur þriggja flokka samstarf milli Lýðflokksins, Græningja og Neos, verið nefnt. Leiðtogi Græningja, Werner Kogler, hefur þó greint frá því að samkomulag náist einungis ef Lýðflokkurinn dregur verulega úr hægri sinnuðum stefnum sínum. Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15 Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40 Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Lýðflokkur Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, hlýtur flest atkvæði í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin hefur Lýðflokkurinn hlotið 37% og bætir því við sig fylgi frá síðustu kosningum árið 2017. Þá hlaut flokkurinn 31% atkvæða. BBC greinir frá.Kosið er í skugga hneykslismáls en boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí síðastliðnum þegar myndband af varakanslaranum, Heinz-Christian Strache, birtist. Í myndbandinu sést Strache lofa konu, sem þóttist vera dóttir rússnesks áhrifamanns, samningum við austurríska ríkið. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni. Í kjölfarið féll ríkisstjórn Lýðflokksins og Frelsisflokks Strache og var Kurz settur af eftir að vantrauststillaga var samþykkt.Niðurstöður kosninganna þegar nær öll atkvæði hafa verið talin eru á þá leið að Lýðflokkurinn er stærstur með 37% fylgi. Sósíal-demókratar fá 22% fylgi. Frelsisflokkurinn missir fylgi frá síðustu kosningum og fær 16% atkvæða. Minni flokkar sem ná inn á þing eru Græningjar með rúmlega 14% fylgi og frjálslyndi flokkurinn Neos með um 7%.Nú munu fara í hönd stjórnarmyndunarviðræður. Ferlið er talið munu verða langt og strangt en ýmsir möguleikar eru í stöðunni fyrir Kurz. Endurnýjað samstarf Frelsisflokksins og Lýðflokksins er mögulegt en hugsast getur að eftir skandalinn vilji Kurz leita annað.Þá hefur þriggja flokka samstarf milli Lýðflokksins, Græningja og Neos, verið nefnt. Leiðtogi Græningja, Werner Kogler, hefur þó greint frá því að samkomulag náist einungis ef Lýðflokkurinn dregur verulega úr hægri sinnuðum stefnum sínum.
Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15 Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40 Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Útgönguspár benda til sigurs Kurz og Lýðflokksins Talið er næsta víst að Lýðflokkurinn, flokkur fyrrverandi kanslara Austurríkis Sebastian Kurz, hafi borið sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. 29. september 2019 16:15
Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum næstu vikur. Síðasta ríkisstjórn sprakk eftir að vandræðalegt myndband af varakanslaranum birtist. 29. september 2019 07:40
Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins. 27. maí 2019 15:55