McLaren er á sínu öðru ári með Renault vélar eftir að hafa sagt upp samningi sínum við Honda eftir tímabilið 2017. Fyrir Honda hafði McLaren notað Mercedes vélar í 20 ár og skilaði samstarfið fjölda titlum.
Nú hefur liðið gert fjögurra ára samning við Mercedes sem tekur gildi árið 2021. Zak Brown, stjóri McLaren er vongóður um samstarfið. ,,Samningurinn er mikilvægt skref í að koma liðinu aftur á toppinn'' sagði Brown í yfirlýsingu liðsins.
Mercedes vélarnar hafa verið þær langbestu á turbo hybrid tímabilinu og hafa bílar knúnir þeim unnið tæplega 80 prósent allra keppna síðan 2014.
McLaren gerir samning við Mercedes
Bragi Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




