„Ég er galdakarl“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. september 2019 09:33 Atli Már við verk sem hann málaði á meðan blaðamaður spjallaði við hann. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég er í mjög góðu skapi, en þú?“ spyr Atli Már Indriðason og blikkar blaðamann sem er kominn til að heimsækja hann í Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann er léttur í spori og sveiflar til og frá plastpoka sem í eru ýmsir hlutir sem hann tók með sér til innblásturs þennan daginn og finnur sér stað til að setjast niður til að spjalla um list sína í bókasafni skólans. Atli Már hefur verið valinn listamaður Listahátíðarinnar List án Landamæra. Listahátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og verður haldin 5. til 20. október í Gerðubergi. Hann egir það sínar bestu stundir þegar hann kemur til að vinna að verkum sínum í skólanum. Það gerir hann tvisvar í viku en aðra daga vikunnar starfar hann í Ási vinnustofu og það finnst honum einnig skemmtilegt. „Þar eru margir vinir mínir,“ segir hann frá. „Ég vakna og svo fer ég í vinnuna. En ég teikna alla daga líka,“ segir hann og segist hrifinn af flestum ofurhetjum Marvel. „Marvel er best.“ Hann segist eiga Drakúlabúning sem honum finnst gaman að klæða sig upp í.Atli Már málar Lee Lynch kvikmyndagerðarmann í vinnustofu í módelteikningu.Margrét M. Norðdahl„Hann klæðir sig oft upp í búninga og stundum er það hluti af ferlinu, það hvernig hann lifir sig inn í verkið með söng eða jafnvel dansi. Hlutirnir sem hann tekur með sér hingað til að vinna verk sín gegna oft hlutverki í því þegar hann er að mála. Þetta geta verið fjarstýringar eða jafnvel tómar plastflöskur sem hann sker til og límir saman af stakri snilld. Úr þeim verða alls kyns hlutir eins og sverð, byssur, gleraugu og fleira sem hann notar fyrir hin ýmsu gervi og teiknar jafnvel inn í myndirnar,“ segir Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður og kennari við skólann. Atli Már lifir sig með tilþrifum inn í verkin sem einkennast af persónum og fígúrum, til dæmis ofurhetjum, með forvitnilegum smáatriðum og sem eiga hug hans. Það má glögglega sjá að hann hefur mikla og nákvæma þekkingu á myndheimi Marvel. Hann málar oft ofurhetjur með fylgihlutum og í bakgrunni eða umhverfi sem jafnvel aðeins heitustu aðdáendur þeirra þekkja.Um eftirminnileg verk segist hann virkilega ánægður með leðurblökur sem hann hefur málað. „Leðurblökur, Batman og líka Drakúla,“ segir hann og dregur hendurnar upp eins og leðurblökuvængi og hlær. „Ég er galdramaður,“ útskýrir hann og brosir eftir að hafa hlustað á lýsingu Margrétar á vinnuferli hans.Margrét hefur stillt upp trönum fyrir Atla Má sem vill teikna tröll fyrir blaðamann og ljósmyndara. „Hann hefur einstakan stíl og hefur skapað sterkan myndheim,“ segir Margrét á meðan hann mundar pensilinn. „Það sem mér finnst magnað er hversu fjölhæfur hann er. Hann málar og teiknar af mikilli fagmennsku en hann gerir til dæmis líka skúlptúra, fremur gjörninga, syngur og flytur texta og er stórkostlegur dansari. Það má segja um hann að hann lifi fyrir listina, hann er mikill listamaður og það er dúndrandi sköpun í öllu sem hann gerir,“ segir Margrét.Atli Már á sýningunni Hostel Take over sem var haldin í JL-húsinu síðasta vor.Margrét M. NorðdahlEitt verka Atla Más. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er í mjög góðu skapi, en þú?“ spyr Atli Már Indriðason og blikkar blaðamann sem er kominn til að heimsækja hann í Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann er léttur í spori og sveiflar til og frá plastpoka sem í eru ýmsir hlutir sem hann tók með sér til innblásturs þennan daginn og finnur sér stað til að setjast niður til að spjalla um list sína í bókasafni skólans. Atli Már hefur verið valinn listamaður Listahátíðarinnar List án Landamæra. Listahátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og verður haldin 5. til 20. október í Gerðubergi. Hann egir það sínar bestu stundir þegar hann kemur til að vinna að verkum sínum í skólanum. Það gerir hann tvisvar í viku en aðra daga vikunnar starfar hann í Ási vinnustofu og það finnst honum einnig skemmtilegt. „Þar eru margir vinir mínir,“ segir hann frá. „Ég vakna og svo fer ég í vinnuna. En ég teikna alla daga líka,“ segir hann og segist hrifinn af flestum ofurhetjum Marvel. „Marvel er best.“ Hann segist eiga Drakúlabúning sem honum finnst gaman að klæða sig upp í.Atli Már málar Lee Lynch kvikmyndagerðarmann í vinnustofu í módelteikningu.Margrét M. Norðdahl„Hann klæðir sig oft upp í búninga og stundum er það hluti af ferlinu, það hvernig hann lifir sig inn í verkið með söng eða jafnvel dansi. Hlutirnir sem hann tekur með sér hingað til að vinna verk sín gegna oft hlutverki í því þegar hann er að mála. Þetta geta verið fjarstýringar eða jafnvel tómar plastflöskur sem hann sker til og límir saman af stakri snilld. Úr þeim verða alls kyns hlutir eins og sverð, byssur, gleraugu og fleira sem hann notar fyrir hin ýmsu gervi og teiknar jafnvel inn í myndirnar,“ segir Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður og kennari við skólann. Atli Már lifir sig með tilþrifum inn í verkin sem einkennast af persónum og fígúrum, til dæmis ofurhetjum, með forvitnilegum smáatriðum og sem eiga hug hans. Það má glögglega sjá að hann hefur mikla og nákvæma þekkingu á myndheimi Marvel. Hann málar oft ofurhetjur með fylgihlutum og í bakgrunni eða umhverfi sem jafnvel aðeins heitustu aðdáendur þeirra þekkja.Um eftirminnileg verk segist hann virkilega ánægður með leðurblökur sem hann hefur málað. „Leðurblökur, Batman og líka Drakúla,“ segir hann og dregur hendurnar upp eins og leðurblökuvængi og hlær. „Ég er galdramaður,“ útskýrir hann og brosir eftir að hafa hlustað á lýsingu Margrétar á vinnuferli hans.Margrét hefur stillt upp trönum fyrir Atla Má sem vill teikna tröll fyrir blaðamann og ljósmyndara. „Hann hefur einstakan stíl og hefur skapað sterkan myndheim,“ segir Margrét á meðan hann mundar pensilinn. „Það sem mér finnst magnað er hversu fjölhæfur hann er. Hann málar og teiknar af mikilli fagmennsku en hann gerir til dæmis líka skúlptúra, fremur gjörninga, syngur og flytur texta og er stórkostlegur dansari. Það má segja um hann að hann lifi fyrir listina, hann er mikill listamaður og það er dúndrandi sköpun í öllu sem hann gerir,“ segir Margrét.Atli Már á sýningunni Hostel Take over sem var haldin í JL-húsinu síðasta vor.Margrét M. NorðdahlEitt verka Atla Más.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira