Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. september 2019 13:15 Rós Kristjánsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni. „Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. Rós deilir með Makamálum upplifun sinni af meðgöngunni og hvernig tilfinning það var að verða móðir í fyrsta sinn. 1. Nafn? Rós Kristjánsdóttir.2. Aldur?27 ára.3. Númer hvað er þessi meðganga? Mín fyrsta.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk?Ég var búin að vera með fyrirtíðaspennuverki (að ég hélt) í um tvær vikur, vægir túrverkir og eymsli í brjóstum og var orðin þá rúmlega viku of sein. Ég ákvað þá að taka þungunarpróf, tvö meira að segja, bæði neikvæð! Okei þá hlýt ég að byrja á túr bráðum! En ekkert kom svo að vikuna eftir tók ég annað próf, BAMM!Rauð lína í báðum gluggum. Fyrsta hugsunin sem kom upp var „Ó, FOKK! Ég þarf að fæða barn!” En fór svo fram og sagði Steina að þetta próf væri jákvætt og við sátum saman í smá sjokki. Þetta var alls ekkert Hollywood moment þar sem við grétum saman, við þurftum bara bæði smá tíma til að átta okkur á þessu. En svo þegar sjokkið rann af okkur urðum við bæði bara ótrúlega spennt!5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?ÞREYTT! Ég gat sofið endalaust þessar fyrstu vikur en ég slapp alveg við ógleðina þó svo að matarlystin væri lítil. Ég taldi síðan niður dagana í 12 vikna sónarinn, var orðin svo spennt að segja öllum fréttirnar. Svo var ég líka orðin þreytt á því að þykjast vera með drykk við hönd í allskonar samkomum, fólk er svo fljótt að taka eftir því!6. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna?Hvað ég var létt á fæti þrátt fyrir þessa kúlu framan á mér og hvað hún gekk vel.7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar?Vel, held ég. Ég reyndi að æfa á meðgöngunni en ég var bæði í mömmufit hjá Sigrúnu í G-fit og í meðgöngujóga. Mér fannst persónulega betra og skemmtilegra að gera smá púl en jóga, kannski af því að ég er frekar óþolinmóð manneskja. En svo getur maður ekkert stjórnað öllu, það að ganga með barn breytir líkama kvenna og þannig er það bara. Ég ákvað að vera ekkert að stressa mig of mikið á þessu.8. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Mjög vel, fannst ljósmóðirin sem ég var með á heilsugæslunni frábær. Hún hlustaði alltaf ef það voru einhverjar áhyggjur eða spurningar og auðvitað bara frábært að þessi þjónusta sé ókeypis.9. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, það breyttist oft en aðal dæmið var banana-ALLT. Banananammi, bananaís, bananakex! Eitthvað sem ég er alls ekki vön a borða, en ég sótti miklu meira í sætindi á meðgöngunni sem er hræðilegt því auðvitað er maður að reyna að næra sig eins vel og hægt er fyrir barnið.Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingatertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana. Steini hefur aldrei gert jafn mikið grín af mér. En undir lok meðgöngunnar voru klakar í miklu uppáhaldi.10. Fenguð þið að vita kynið?Já, við fengum að vita kynið og það kom okkur ekki á óvart, við einhvernveginn vissum að þetta væri strákur. Ég var í smá tíma að sætta mig við það vegna þess að ég var alltaf búin að sjá fyrir mér einhverja mini útgáfu af sjálfri mér, haha! En auðvitað er ég bara ótrúlega þakklát fyrir drenginn okkar.11. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Þreytan. Mér fannst ótrúlega leiðinlegt að vera alltaf þreytt um tíu á kvöldin, það var bara eins og það væri slökkt á mér, ég varð að fara að sofa. Mér fannst líka smá erfitt að sleppa allskonar mat sem mér finnst góður, en þetta var bara tímabil svo ég sá alltaf fyrir endann á því.12. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Bumban! mér fannst svo gaman að klæðast þröngum kjólum eða bolum sem sýndu kúluna, ég var svo stolt af henni. Ég fékk líka eiginlega alltaf að ráða hvað var í matinn og endalausar ísbílferðir voru farnar bara af því að mig langaði í ís.13. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já, við fórum á fæðingarnámskeið. Þar lærði ég ekki mikið nýtt, enda búin að liggja yfir bókum og heimasíðum um þetta ferli. En ég held að Steini hafi lært allskonar. Annars las ég einhverjar bækur um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu sem hjálpaði líka.14. Hvernig gekk sjálf fæðingin?Fæðingin gekk eins og í sögu. Ég var komin 38 vikur þegar ég fer af stað og þá var Steini staddur í vinnuferð í New York. Ég hélt að ég væri bara með fyrirvaraverki en svo urðu verkirnir verri og verri og með styttra millibili. Foreldrar mínir voru heima hjá mér það kvöld og mamma hringdi í systur sína sem er ljósmóðir og lýsti þessu fyrir henni. Hún var mætt korteri seinna til að skoða mig og staðfesti það að fæðingin væri farin af stað, ég var þá komin með 3 í útvíkkun.Ég sendi Steina skilaboð, hann var þá staddur í viðtali í New York, um að hann yrði að kaupa sér miða heim strax, því ég væri á leiðinni upp á fæðingadeild. Hann í panikki, fór upp á hótel, pakkaði og beint í Uber upp á völl. Þegar ég var búin að fá mænudeyfingu og komin með fimm í útvíkkun var vélin ekki lögð af stað heim. Það var ekkert Wi-fi í vélinni svo að hann sat bara í fimm tíma án þess að vita neitt og bjóst við því að vera búinn að fá senda mynd af nýfæddum syni sínum við lendingu. En þar sem belgurinn var ekki sprunginn, gat ég sem betur fer beðið eftir honum. Þegar hann mætir um 8 þann morguninn er fljótlega stungið á belginn og fæðingin byrjaði. Ég var um 40 mínútur að rembast og út kom fullkominn, hárprúður sonur okkar.Ég var búin að heyra svo margar hryllingssögur af fæðingum að ég var eiginlega að búast við því að enda í bráðakeisara eftir 3 sólarhringa rembing. En ég var ótrúlega heppin að eiga góða fæðingu og það er ótrúlega mikilvægt, finnst mér, að verðandi mæður fái að heyra þær góðu líka.Rós segir að þegar hún fékk drenginn sinn í fangið hafi hún upplifað í fyrsta skipti tilfinninguna, ást við fyrstu sýn.15. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Ólýsanleg! Flóð af tilfinningum en þetta augnablik var í eina skiptið sem ég hef upplifað ást við fyrstu sýn. En ég var líka svo ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa getað þetta. Magnað hvað líkaminn getur, en ég var auðvitað fegin að þetta væri búið.16. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn?Hvað rembingsþörfin er mögnuð. Þá er líkaminn bara í raun að taka stjórn og þú getur ekki annað en bara fylgt honum og farið að rembast. Þótt ég væri deyfð, fann ég samt fyrir þörfinni, sem var æðislegt.17. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei, það stóð alltaf til að skíra eftir pabba mínum, Kristjáni. Og þar sem Steini á fyrir tvö börn fyrir sem bera nöfn foreldra hans var því aldrei mótmælt, hah! En millinafnið, Máni, vorum við smá stund að festa það en á endanum fannst okkur það passa svo vel, bæði vegna þess að við kynntumst á fullu tungli og Kristján Máni fæddist á fullu tungli.18. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Mér finnst aðallega bara vanta smá umræðu um það sem kemur eftir fæðingu. Eins og til dæmis brjóstagjöf eða fæðingaþunglyndi bæði hjá mæðrum og feðrum. En það er eins og sú umræða sé smá byrjuð, sem er jákvætt.Hér er Rós tveimur dögum eftir fæðinguna.19. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið?Já, mér finnst það. Ísland er svo lítið og hér er svo mikil hjarðhegðun þegar kemur að tísku að manni finnst eins og maður verði að eiga það flottasta af öllu. Þetta er svakalegur buissness sem ég pældi ekkert í fyrr en ég varð ólétt.20. Ertu með hann á brjósti?Nei ekki núna, það gekk aldrei nógu vel. Ég þurfti til dæmis að vera auka nótt á sængurlegudeildinni því hann vildi ekki taka brjóst, það gekk bæði erfiðlega að fá hann á brjóstið af því að hann sofnaði alltaf bara og ég framleiddi ekki nóg. Ég var í alls konar brasi með þetta, að pumpa mig eftir gjafir, á tveggja tíma fresti og drakk teið sem á að auka framleiðslu. Endaði á því að vera með svona mexicohatt á geirvörtunum til að gefa honum en þurfti alltaf að gefa honum ábót.Ég ákvað þegar hann var níu vikna að hætta bara með hann á brjósti og gefa honum pela. Þá varð það loksins ánægjuleg stund að gefa barninu að drekka, bæði fyrir mig og hann. Finnst alveg merkilegt hvernig þetta er á Íslandi með brjóstagjöf, eins og maður sé að gera eitthvað vitlaust ef þetta gengur ekki upp! Smá brjóstagjafamafía sem „shame’ar” mann fyrir að gera það ekki. Ég hélt nefnilega að barnið myndi fæðast og finna geirvörtuna og voila! En nei, það er alls ekkert svo auðvelt fyrir flestar konur.21. Eru önnur börn á heimilinu?Já, ég á tvö stjúpbörn sem eru bæði búin að vera svo góð og þau tóku Kristjáni Mána ótrúlega vel.22. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, en á góðan hátt. Við vorum bara búin að vera saman í um níu mánuði þegar við komumst að því að það væri barn á leiðinni. En mér finnst þetta ferli bara hafa styrkt okkar samband. Þó að það sé auðvitað erfitt fyrir sambönd þegar barn kemur er það samt svo fallegt að sjá maka sinn í þessu hlutverki, maður upplifir einhverja glænýja ástartilfinningu.23. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Þú þekkir þitt barn best. Hlustaðu á innsæið, það hefur oftast rétt fyrir sér.24. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni?„Ertu með einhver cravings?”25. Finnst þér það hafa breytt þér að verða móðir?Já, þetta er stærsta verkefni sem ég hef tekið að mér. Ég þurfti allt í einu að láta þarfir barnsins í fyrsta sæti. Það var smá skrítið að þurfa ekki bara að hugsa um sig, heldur einhvern lítinn einstakling sem er gjörsamlega háður þér. En þetta er bæði það skemmtilegasta og erfiðasta sem ég hef gert og ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi.Makamál þakka Rós kærlega fyrir einlæg svör og óska fjölskyldunni innilega til hamingju með ástina og lífið. Rós og öll fjölskyldan við skírn Kristjáns Mána. Móðurmál Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. Rós deilir með Makamálum upplifun sinni af meðgöngunni og hvernig tilfinning það var að verða móðir í fyrsta sinn. 1. Nafn? Rós Kristjánsdóttir.2. Aldur?27 ára.3. Númer hvað er þessi meðganga? Mín fyrsta.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk?Ég var búin að vera með fyrirtíðaspennuverki (að ég hélt) í um tvær vikur, vægir túrverkir og eymsli í brjóstum og var orðin þá rúmlega viku of sein. Ég ákvað þá að taka þungunarpróf, tvö meira að segja, bæði neikvæð! Okei þá hlýt ég að byrja á túr bráðum! En ekkert kom svo að vikuna eftir tók ég annað próf, BAMM!Rauð lína í báðum gluggum. Fyrsta hugsunin sem kom upp var „Ó, FOKK! Ég þarf að fæða barn!” En fór svo fram og sagði Steina að þetta próf væri jákvætt og við sátum saman í smá sjokki. Þetta var alls ekkert Hollywood moment þar sem við grétum saman, við þurftum bara bæði smá tíma til að átta okkur á þessu. En svo þegar sjokkið rann af okkur urðum við bæði bara ótrúlega spennt!5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar?ÞREYTT! Ég gat sofið endalaust þessar fyrstu vikur en ég slapp alveg við ógleðina þó svo að matarlystin væri lítil. Ég taldi síðan niður dagana í 12 vikna sónarinn, var orðin svo spennt að segja öllum fréttirnar. Svo var ég líka orðin þreytt á því að þykjast vera með drykk við hönd í allskonar samkomum, fólk er svo fljótt að taka eftir því!6. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna?Hvað ég var létt á fæti þrátt fyrir þessa kúlu framan á mér og hvað hún gekk vel.7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar?Vel, held ég. Ég reyndi að æfa á meðgöngunni en ég var bæði í mömmufit hjá Sigrúnu í G-fit og í meðgöngujóga. Mér fannst persónulega betra og skemmtilegra að gera smá púl en jóga, kannski af því að ég er frekar óþolinmóð manneskja. En svo getur maður ekkert stjórnað öllu, það að ganga með barn breytir líkama kvenna og þannig er það bara. Ég ákvað að vera ekkert að stressa mig of mikið á þessu.8. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Mjög vel, fannst ljósmóðirin sem ég var með á heilsugæslunni frábær. Hún hlustaði alltaf ef það voru einhverjar áhyggjur eða spurningar og auðvitað bara frábært að þessi þjónusta sé ókeypis.9. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, það breyttist oft en aðal dæmið var banana-ALLT. Banananammi, bananaís, bananakex! Eitthvað sem ég er alls ekki vön a borða, en ég sótti miklu meira í sætindi á meðgöngunni sem er hræðilegt því auðvitað er maður að reyna að næra sig eins vel og hægt er fyrir barnið.Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingatertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana. Steini hefur aldrei gert jafn mikið grín af mér. En undir lok meðgöngunnar voru klakar í miklu uppáhaldi.10. Fenguð þið að vita kynið?Já, við fengum að vita kynið og það kom okkur ekki á óvart, við einhvernveginn vissum að þetta væri strákur. Ég var í smá tíma að sætta mig við það vegna þess að ég var alltaf búin að sjá fyrir mér einhverja mini útgáfu af sjálfri mér, haha! En auðvitað er ég bara ótrúlega þakklát fyrir drenginn okkar.11. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Þreytan. Mér fannst ótrúlega leiðinlegt að vera alltaf þreytt um tíu á kvöldin, það var bara eins og það væri slökkt á mér, ég varð að fara að sofa. Mér fannst líka smá erfitt að sleppa allskonar mat sem mér finnst góður, en þetta var bara tímabil svo ég sá alltaf fyrir endann á því.12. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Bumban! mér fannst svo gaman að klæðast þröngum kjólum eða bolum sem sýndu kúluna, ég var svo stolt af henni. Ég fékk líka eiginlega alltaf að ráða hvað var í matinn og endalausar ísbílferðir voru farnar bara af því að mig langaði í ís.13. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já, við fórum á fæðingarnámskeið. Þar lærði ég ekki mikið nýtt, enda búin að liggja yfir bókum og heimasíðum um þetta ferli. En ég held að Steini hafi lært allskonar. Annars las ég einhverjar bækur um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu sem hjálpaði líka.14. Hvernig gekk sjálf fæðingin?Fæðingin gekk eins og í sögu. Ég var komin 38 vikur þegar ég fer af stað og þá var Steini staddur í vinnuferð í New York. Ég hélt að ég væri bara með fyrirvaraverki en svo urðu verkirnir verri og verri og með styttra millibili. Foreldrar mínir voru heima hjá mér það kvöld og mamma hringdi í systur sína sem er ljósmóðir og lýsti þessu fyrir henni. Hún var mætt korteri seinna til að skoða mig og staðfesti það að fæðingin væri farin af stað, ég var þá komin með 3 í útvíkkun.Ég sendi Steina skilaboð, hann var þá staddur í viðtali í New York, um að hann yrði að kaupa sér miða heim strax, því ég væri á leiðinni upp á fæðingadeild. Hann í panikki, fór upp á hótel, pakkaði og beint í Uber upp á völl. Þegar ég var búin að fá mænudeyfingu og komin með fimm í útvíkkun var vélin ekki lögð af stað heim. Það var ekkert Wi-fi í vélinni svo að hann sat bara í fimm tíma án þess að vita neitt og bjóst við því að vera búinn að fá senda mynd af nýfæddum syni sínum við lendingu. En þar sem belgurinn var ekki sprunginn, gat ég sem betur fer beðið eftir honum. Þegar hann mætir um 8 þann morguninn er fljótlega stungið á belginn og fæðingin byrjaði. Ég var um 40 mínútur að rembast og út kom fullkominn, hárprúður sonur okkar.Ég var búin að heyra svo margar hryllingssögur af fæðingum að ég var eiginlega að búast við því að enda í bráðakeisara eftir 3 sólarhringa rembing. En ég var ótrúlega heppin að eiga góða fæðingu og það er ótrúlega mikilvægt, finnst mér, að verðandi mæður fái að heyra þær góðu líka.Rós segir að þegar hún fékk drenginn sinn í fangið hafi hún upplifað í fyrsta skipti tilfinninguna, ást við fyrstu sýn.15. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?Ólýsanleg! Flóð af tilfinningum en þetta augnablik var í eina skiptið sem ég hef upplifað ást við fyrstu sýn. En ég var líka svo ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa getað þetta. Magnað hvað líkaminn getur, en ég var auðvitað fegin að þetta væri búið.16. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn?Hvað rembingsþörfin er mögnuð. Þá er líkaminn bara í raun að taka stjórn og þú getur ekki annað en bara fylgt honum og farið að rembast. Þótt ég væri deyfð, fann ég samt fyrir þörfinni, sem var æðislegt.17. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei, það stóð alltaf til að skíra eftir pabba mínum, Kristjáni. Og þar sem Steini á fyrir tvö börn fyrir sem bera nöfn foreldra hans var því aldrei mótmælt, hah! En millinafnið, Máni, vorum við smá stund að festa það en á endanum fannst okkur það passa svo vel, bæði vegna þess að við kynntumst á fullu tungli og Kristján Máni fæddist á fullu tungli.18. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Mér finnst aðallega bara vanta smá umræðu um það sem kemur eftir fæðingu. Eins og til dæmis brjóstagjöf eða fæðingaþunglyndi bæði hjá mæðrum og feðrum. En það er eins og sú umræða sé smá byrjuð, sem er jákvætt.Hér er Rós tveimur dögum eftir fæðinguna.19. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið?Já, mér finnst það. Ísland er svo lítið og hér er svo mikil hjarðhegðun þegar kemur að tísku að manni finnst eins og maður verði að eiga það flottasta af öllu. Þetta er svakalegur buissness sem ég pældi ekkert í fyrr en ég varð ólétt.20. Ertu með hann á brjósti?Nei ekki núna, það gekk aldrei nógu vel. Ég þurfti til dæmis að vera auka nótt á sængurlegudeildinni því hann vildi ekki taka brjóst, það gekk bæði erfiðlega að fá hann á brjóstið af því að hann sofnaði alltaf bara og ég framleiddi ekki nóg. Ég var í alls konar brasi með þetta, að pumpa mig eftir gjafir, á tveggja tíma fresti og drakk teið sem á að auka framleiðslu. Endaði á því að vera með svona mexicohatt á geirvörtunum til að gefa honum en þurfti alltaf að gefa honum ábót.Ég ákvað þegar hann var níu vikna að hætta bara með hann á brjósti og gefa honum pela. Þá varð það loksins ánægjuleg stund að gefa barninu að drekka, bæði fyrir mig og hann. Finnst alveg merkilegt hvernig þetta er á Íslandi með brjóstagjöf, eins og maður sé að gera eitthvað vitlaust ef þetta gengur ekki upp! Smá brjóstagjafamafía sem „shame’ar” mann fyrir að gera það ekki. Ég hélt nefnilega að barnið myndi fæðast og finna geirvörtuna og voila! En nei, það er alls ekkert svo auðvelt fyrir flestar konur.21. Eru önnur börn á heimilinu?Já, ég á tvö stjúpbörn sem eru bæði búin að vera svo góð og þau tóku Kristjáni Mána ótrúlega vel.22. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, en á góðan hátt. Við vorum bara búin að vera saman í um níu mánuði þegar við komumst að því að það væri barn á leiðinni. En mér finnst þetta ferli bara hafa styrkt okkar samband. Þó að það sé auðvitað erfitt fyrir sambönd þegar barn kemur er það samt svo fallegt að sjá maka sinn í þessu hlutverki, maður upplifir einhverja glænýja ástartilfinningu.23. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Þú þekkir þitt barn best. Hlustaðu á innsæið, það hefur oftast rétt fyrir sér.24. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni?„Ertu með einhver cravings?”25. Finnst þér það hafa breytt þér að verða móðir?Já, þetta er stærsta verkefni sem ég hef tekið að mér. Ég þurfti allt í einu að láta þarfir barnsins í fyrsta sæti. Það var smá skrítið að þurfa ekki bara að hugsa um sig, heldur einhvern lítinn einstakling sem er gjörsamlega háður þér. En þetta er bæði það skemmtilegasta og erfiðasta sem ég hef gert og ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi.Makamál þakka Rós kærlega fyrir einlæg svör og óska fjölskyldunni innilega til hamingju með ástina og lífið. Rós og öll fjölskyldan við skírn Kristjáns Mána.
Móðurmál Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira